Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 30

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 30
124 NÝTT HELGAFELL þá virðingu að lesa hana ekki með nem- endum. Neikvæð kennsla er verri en engin. Við skulum nú athuga snöggvast lestrar- efnið, sem nemendur nota við bókmennta- nám í skólum. Gagnfræðaskólar, mennta- skólar og fleiri skólar notast við lestrarbækur Sigurðar Nordals. Þær eru að vísu prýðilegt úrval úr íslenzkum bókmenntum, en það er ekki heppilegt að hafa svo dýrar og stórar bækur til þess. 1 fyrsta lagi verður bók- menntakynningin of einhæf. Nemendur um allt land eru látnir lesa sömu kvæðin, hvort sem þeim geðjast að þeim eða ekki. Kenn- arar eiga erfitt með að sveigja valið að smekk og þroska nemenda, og bækumar eru of dýrar til að hægt sé að ætlast til, að þeir kaupi aðrar bækur til námsins. 1 öðru lagi eru sömu verkin lesin í sömu bekkjum ár eftir ár, svo að nemendur útvega sér glósur forvera sinna í stað þess að brjóta þau til mergjar af sjálfsdáðum. Lestrarbækur Nordals væru góðar við kennslu í bók- menntasögu, enda er valið í þær til að sýna helztu greinar íslenzkra bókmennta og úrval beztu höfunda. Þær eru í rauninni of aka- demískar við bókmenntakennslu í skólum. Miklu heppilegra væri að nota ódýrari og smærri bækur við kennsluna og skipta um þær á hverju ári. Ég gæti bent í þessu sam- bandi á tilhögun bókmenntakennslu í brezk- um skólum. Þar er sums staðar sá háttur haíður, að nemendur eru látnir kaupa sér sína bókina hver í ódýrri útgáfu, á haustin þegar kennsla hefst. Þeir skiptast svo á um bækurnar, þannig að þeir lesa yfir veturinn jafnmargar bækur og nemendur eru í bekkn- um. 1 þrjátíu manna bekk lesa þeir því þrjá- tíu úrvalsbækur á ári, og kennari spjallar um þær við þá. Þessi tilhögun er ágæt, nem- endur venjast á að lesa heil rit, án þess að þurfa að „skila" þeim til prófs; þessi aðferð er líkleg til að gera menn læsa. Þessu mætti vel koma fyrir hér. fslenzkir bókaútgefendur eru farnir að gefa út úrvalsrit í ódýrum vasa- útgáfum, og íslendingasögur hafa löngum fengizt í ódýrri útgáfu Sigurðar Kristjáns- sonar. Skýringar við bókmenntir Með lestrarbók Nordals kaupa menn skýringar, en fátt er hættulegra nemendum en skýringar á ljóðum. Þeir venjast á að læra skýringarnar og muna þær oft miklu betur en verkin sjálf, enda verða þeir að leggja þær á minnið til að standast próf. Það ber sorglegt vitni um menningarástand íslendinga á síðari hluta 20. aldar, að skóla- nemendur eru gerðir ólæsir á bókmenntir, þá list sem þjóðin hefur iðkað síðan land var byggt. Bókmenntir verða ekki kenndar að neinu gagni nema menn séu vandir á sjálfstætt og persónulegt mat á listínni. Kennarar mega aldrei þröngva listaskoðunum sínum upp á nemendur. Nemendur verða að kynnast bókmenntum eftir þekkingu sinni á öðrum listum og mannlegu lífi; hér eiga ítroðsla og prófpyndingar ekki við. Skýringum hættir til að villa nemandann, þeim er oft algerlega ofaukið og aðrar beina um of athygli nem- andans að aukaatriðum. Sjaldgæft orð er oft galli á ljóði, og nemanda er enginn greiði gerður með því, ef hann er neyddur til að læra sjaldgæf orð til prófs. I rauninni er þá verið að gera hann ólæsan á allt það, sem einhverju máli skiptir. Ég skal taka hand- hægt dæmi. f vor á landsprófi voru nem- endur beðnir að skýra eftirfarandi orð; lungur, strindi, fjörlöstur, brími, hrund, darr- aður, öglir. Oll þessi orð eru dauð í málinu að undanskildu orðinu fjörlöstur, sem enn er notað í sambandinu „að vera einhverjum að fjörlesti", og er altítt í mæltu máli. Hvers vegna er verið að nota þessi orð sem mæli- kvarða á kunnáttu sextán ára unglinga í ís- lenzku eða íslenzkum bókmenntum? Þau koma aldrei til með að nota þessi orð, af því að íslenzk málvenja hefur ekki þolað orðin í óbundnu máli um margra alda skeið. Og varla verður sagt, að nemendur séu læsari á bókmenntir, þótt þeir geti skýrt orðið darr- aður á landsprófi. — Ef við lítum á önnur „bókmennta"-viðfangsefni á sama iands- prófi, ættum við að kynnast viðhorfum fræðslustjómarinnar til þessarar kennslu.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.