Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 31

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 31
MÓÐURMÁLSKENNSLA 125 Ein spurningin er um stuðlasetningu, tvær eru minnisatriði, og ein er sú, að nem- endur eru beðnir að skýra hvað Matthías eigi við með orðunum meginþráður og meg- inband í kveðju sinni til Vestur-lslendinga. „Hvaða (ekki hverja!) þræði á skáldið við?" er spurt. Þeir sem lögðu þessa fáráðlegu spurningu fyrir sextán ára unglinga hafa efalaust aldrei lesið neitt eftir Matthías, annars hefðu þeir varla spurt. Hitt mun sönnu nær, að kennarar hafi logið einhverri „skýringu" að nemendum og ætlazt til að fá sömu svörin. Nemendur eiga einskis úr- kosta. Þeir verða að hlíta þeim afarkostum, sem kennarar og fræðslustjórn setja þeim. Kennsla orðaforða. I upphafi þessarar greinar komst ég svo að orði, að höfuðhlutverk móðurmálskennsl- unnar ætti að vera fólgið í því að kenna mönnum að hugsa. Önnur atriði í sambandi við hana skipti minna máli, þótt islenzku- kennarar hafi tekið aðra afstöðu. Nú mun einhver skynsamur lesandi vilja spyrja, hverjar tillögur ég hafi til úrbóta, og skal ég reyna að gera grein fyrir skoðunum mínum. Eins og að framan getur stakk ég upp á því, að nemendur yrðu látnir lesa miklu meira, einkum eftir að þeir eru komnir í menntaskóla. Með því móti myndu þeir kynnast mikum orðaforða, en kennsla hans er einna mikilvægust af öllum þáttum móð- urmálskennslunnar. Ef íslenzk dagblöð væru betur slcrifuð, mætti láta nemendur lesa þau eð staðaldri og venja þá við að gera sér fulla grein fyrir merkingum allra orða, sem þar koma fyrir. Mál dagblaða hefur þann meginkost- með sér,- að -það - er nútímalegt, og blöðin- fjalla um votndamál, sém efst eru' a baugi á hverjum tíma. Þótt æskilegt væri, að blöðin okkar væru betur skrifuð, þá fer fjarri því að mál þeirra sé jafnillt og oft er af látið. Blaðamenn eiga erfiðari aðstöðu en margir aðrir til að vanda mál sitt, enda er mer ekki grunlaust um að menn rugli mál- villum við prentvillur og stafsetningaglöp. Og margir blaðamenn munu beinlínis gjalda skólagöngu sinnar. Móðurmálskennslan í íslenzkum skólum er sannarlega ekki vel til þess fallin að búa menn undir blaða- mennsku. Kennsla íslenzks orðaforða er miklum vandkvæðum bundin. Við eigum engar góð- ar orðabækur yfir íslenzku handa skóla- nemendum. Nemandi, sem rekst á nýtt orð, verður að leita þýðinga á orðinu hjá Blöndal, og skilji hann ekki dönsku þýðinguna verður hann að slá upp í dansk-íslenzkri orðabók, sem að öllum líkindum gefur sama orðið og hann glímdi við í upphafi. Annað atriði er þó miklu örðugra viðfangs; íslenzkur orða- forði er mjög á reiki, einkum í vísindum og heimspeki. Nú kynnast nemendur mörgum hugtökum fyrst á erlendu máli, ensku eða dönsku. Þeir eiga oft erfitt með að skilja ná- kvæmlega merkingar orðanna, því að sumir orðabókahöfimdar nota önnur orð en aðrir, og auk þess eru orðabókaþýðingar sjaldnast sniðnar við hæfi lítt þroskaðra nemenda. Og þegar þeir fara að lesa bækur íslenzkra höf- unda, rekast þeir á allt önnur orð yfir sömu hugtök. Ég skal nefna tvö dæmi. Þeir Jón Ófeigsson og Sigurður Örn Bogason þýða erlenda orðið abstract með „afdreginn" og „einangraður", en Sigurður Guðmundsson kallar það „alrænn". Concrete þýða þeir með „hlutstæður", en skólameistari með nýyrðinu „hlutrænn". Nú segi ég þetta ekki til að lasta ágæta menn. Þeir Jón og Sigurður Örn hafa unnið hið þarfasta verk með orða- bókum sínum, og Sigurður skólameistari var einhver merkasti menntafrömuður Islendinga á þessari öld. Og nýyrðasmíð hans var mikið átak í íslenzkri hugsun, eins og bezt verður- ráðið af ágætri ritgm-ð Bjarna Vil- hjálmssónar • í afmælisriti til Sigurðar Nor- dals. Til þess að auðvelda kennslu orðaforð- ans verður að samræma hann og semja orðabækur yfir móðurmálið með íslenzkum þýðingum. Kennsla og málhreinsun. Einn þáttur móðurmálskennslu í skólum

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.