Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 39

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 39
UNDIR SKILNINGSTRÉNU Aðeins einn er almáttugur Kjósendur! Minnizt þess, að í kjörklefanum enið þið ein, með Guði ykkar og satnvizku ykkar. — I kjörklefanum sjá hvorugur þeirra Haraldur Guð- mundsson eða Hermann Jónasson, — hvernig þið kjósið. S. K. Steindórs. Morgunblaðii) 24/6 1956. Til liúseigenda Byggið því heimilishamingjuna upp innan frá með samvinnu og samlyndi þannig að það sé hamingju- stund á dcgi hverjum, þegar fjölskyldan er öll saman- komin undir þaki hcimilisins og látið ekki veggina springa af gráti eða fyrrskipunum um að gcra ekki þetta eða hitt. Alþýðublaðið 20/7 '56. En ekki algjör ládeyða Utihátíðin þar fór tiltölulega vel fram, þó voru 12 fluttir meira og minna slasaðir á spítala á Akra- ncsi. Alþýðublaðið 8/8 /956. „Útlenzkum lýð, ef eygir þar, ekki skalt vanda kveðjurnar“ Marilyn Monroc kom fyrir nokkru til London asamt hinum nýja eiginmanni sínum, Arthur Miller. Er myndin tekin, er skötuhjúin stigu út úr flugvél- inni á flugvellinum í London. Mikið var um dýrðir í borginni við þetta tækifæri, og fjölmennti fólk mjög a ilugvellinum, til þess að sjá þetta kynlega kvendi, sem ailur hcimurinn hefur talað um af mestu ánægju. Morgunblaðið 19/7, 1956 undir mynd. (Leturbreyting Helgafells). Hinn heimsfrægi hlattfagikkur Gunnar Niclsen vann 400 m. hlaupið. Hér kemur hann í mark, en Þórir Þorsteinsson fylgir fast eftir og varð annar. Tíminn 24/7 1956. (Leturbreyting Helgafells) Leo Tolstoy: Stríð og friður, stytt. Skáldsagan „Stríð og friður" fjallar um þá sögu- legu viðburði, sem urðu í Rússlandi á árunum 1805—18 12, og snýst aðallega um Rostovaðalsættina, seni er skuldum vafin, en örlát. Af þessari ætt er •Natasja, lífsglöð og fjörmikil ung stúika. Hún trií- lofast metorðagjörnum, viljasterkum liðsforingja, Andrci að nafni, en segir skilið við hann, er hún vcrður ástfangin af glæsimenninu Anatole Kuragin. Síðar hittast þau, þegar Andrei er fluttur — særð- ur banasári — til bústaðar Rostovfjölskyldunnar. Natasja hjúkrar honum, fær fyrirgefningu hans, og hann öðlast á banasænginni þá rósemi lnigans, sem hann hefur farið á mis við vcgna metnaðargirni sinnar. Andstæðan við Andrei er hinn þreklitli Peter Betusjev (svo). Morgunblaðið 29/Ó /956. Þarf nú frekar vitnanua við? Um rétt vorn til handritanna skal þetta tekið sem dæmi: Ef tárum mæðra vorra hefði verið safnað sam- an, þau flutt úr landi og geymd í erlendu safni — hver mundi vera eigandi þeirra? Það er alveg sama þótt safnið hafi kcypt þau dýrum dómum, það hefði ekki öðlazt neinn cignarrétt á þcim fyrir það. Að lögum siðmenningar mundu afkomcndur eiga inn óskoraða eignarrétt, alveg cins og þeir eiga rétt til lands feðra sinna og mæðra. .A. Ó. Lesbók Mbl. 5/8 7956. Móður og barni líður vel, en óttazt er um blaðamann Vísis Helen Stein, bandarlsk kona, 25 ára, skttrðlœknir, var á leið í fœðingardeildina, og ók maður hennar, Martin að nafni, bifreið þeirra. Á leiðinni verður konan þess vör, að fœðing dregst ckki þar til 1 fæð- ingardeildina kemur. „Hugsaðu aðeins um aksturinn og hafðu augun á brautina“, sagði konan, sem sat í framsætinu hjá manni sínum, og jafnframt hvað gerast mundi. Átti hún þar næst barnið, lítinn dreng, scm vóg 9—10 merkur, algerlega hjálparlaust, við erfiðar að- stæður, án þess að láta sér brcgða, og fór allt vcl. F.ftir á mátti segja þcssi alkunnu orð: Móður og barni líður vel. — — — Nokkrum klukkustundum fyrr hafði Helenu Stein verið ekið í sjúkrabifreið um ósléttan veg til að hjálpa konu í barnsnauð, cn efaðist um, að það hefði flýtt fyrir fæðingunni. Vísir 21/8 1956. Nóg á sá sér nægja lætur „Ég fékk frægð mína ungur og varð snemma mettur". Kristmann Guðmundsson i viðtali við Morgunblaðið 26/8 '56 Af langri reynslu lært ég þetta hef „En það er ekki hægt að búa til forskrift handa skáldum." llja Ehrenburg, rússneskur rithöfundur, við Hal/dóru B. Björnsson, Þjóðv. q/8 '56.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.