Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 41

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 41
BÓKMENNTIR 135 Bersögul menningargagnrýni Kristján Albertsson: I grócmdanum, Helgafell 1955. Rithöfundurinn Kristján Albertsson á sér marga aðdáendur og að sama skapi ýmsa andstæðinga. Enginn, sem les ritgerðir hans, þarf að fara í grafgötur um ástæðuna. Hann hefir aldrei verið myrkur í máli um skoð- cmir sínar, aldrei slegið úr og í. Hann er einhver bersöglasti ádeiluhöfundur í ís- lenzkri blaðamennsku síðustu áratugina og tvimælalaust hinn drengilegasti. Persónuleg áreitni fyrirfinnst ekki í greinum hans, en hann ber í brjósti logandi andstyggð á ósóm- anum, hvar sem hann finnst. Og honum eru allir hlutir, sem Island varða, tilfinningamál; hann reiðist því, sem miður fer, og gleðst öllum mönnum meir af sóma lands síns. Ég og mínir jafnaldrar kunna að vera Kristjáni Albertssyni ósammála um ýmis- legt, en enginn efast um einlægni hans. Hann hefir ævinlega haft kapp og þor til að standa við skoðanir sínar. En þessi mikli kappsmaður er um leið allra manna sann- gjarnastur. Sú kergja, sem alltof oft einkenn- ir íslenzkar blaðadeilur, er honum fjarlæg, en hann á annan eiginleika, sem er sjald- gæfari á Islandi, skaphita, temperament, sem gefur stíl hans hinn skemmtilega hraða og fjör. Greinar Kristjáns eru eins og mæltar af munni fram; hann kann þá list að láta raddbrigði heyrast í skrifuðu máli. Hann er roikill ræðumaður. Kristján Albertsson nýtur þess fremur en geldur að hafa verið búsettur erlendis und- ctnfarin 20-30 ár. Hann hefur haft meiri bóka- kost og lesið meira en flestir aðrir Islending- or, komið í fleiri leikhús, kynnzt menningu margra þjóða af langdvölum með þeim. Málfar hans ber aldrei keim útivistar, en gagnrýni hans er e. t. v. stundum full-hót- fyndin; þó gætir þess meir, að hann ýkir viljandi til að brýna landa sína eins og Shaw gerði eða H. L. Mencken (sbr. hina frægu grein: Eigum við að þola skríl á Is- lcmdi?). Meginhluti bókarinnar er menningargagn- rýni af ýmsu tagi. Ennfremur eru hér að sjálfsögðu greinar um bókmenntir og rithöf- unda innlenda og erlenda (Bjarna Thorar- ensen, Stephcm G. Stephansson, Guðmund Kamban, Halldór Kiljan Laxness, Maxim Gorki, Gabriele d'Annunzio, svo að nokkrir séu nefndir). Sumar þessar greinar eru að makleikum nafntogaðar frá fornu fari eins og ritdómurinn um Vefarann mikla frá Kas- mír, sem birtist í Vöku, og ritdómur um Atóm- stöðina ásamt bréfaskiftum Kristjáns og Halldórs eftir á. Greinarnar um Guðmund Kamban eru mjög merkar, þó að ekki væri nema vegna persónulegs fróðleiks, sem þar er að finna um Guðmund. Kristján Albertsson og Guðmundur Kamb- an eru báðir fulltrúar rithöfundakynslóðar, sem leit — og lítur — djarfari augum á hlut- verk íslenzkra bókmennta og alþjóðlegt gildi þeirra heldur en almennt gerist. Eftir því eru dómar Kristjáns um íslenzka höfunda frá- bærlega örlátir og afbrýðilausir. Vera má hins vegar, að hann mikli stundum fyrir sér kosti íslenzkra skálda; það kann jafn- vel að vera sjálfsbjargamauðsyn hans í langri útivist. Að minnsta kosti er þeim, sem lengi búa fjarri ættlandi sínu, hætt við dálitl- um öfgum á aðrahvora hönd, en ólíkur mun- urinn að gera sér títt um kostina ellegar gallana. Auk þess er hér greinaflokkur frá ýmsum tímum um leiklist. Sést nú, ef menn vissu það ekki áður, að Kristján er mjög vandlát- ur og fjölmenntaður leikdómari. Er okkur mikil eftirsjá einmitt nú, þegar íslenzk leik- list færist meira í fang en hún veldur í bili, að njóta ekki oftar leiklistargagnrýni hans. 1 gróandcmum er löng bók, 342 bls., hér- umbil allt endurprentaðar greinar og ræður. Margir sakna þess, að Kristján skrifar samt ekki oftar í íslenzk blöð og tímarit. Hitt væri sanngjamara að þakka honum það for- dæmi, sem hann hefir gefið öðrum höfund- um, ef vel er að gáð: að skrifa aldrei hang- andi hendi, og ekki um önnur mál en þau, sem liggja þeim ríkt á hjarta. K. K.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.