Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 43

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 43
NYR SKOLASTJORI TONLISTARSKOLANS Fyrsta október sl. tók Árni Kristjónsson, píanóleikari við forstöðu Tónlistarskólans af dr. Póli Isólfssyni, sem hefir stjórnað honum í rúman aldarfjórðung, alla tíð síðan hann var stofnaður órið 1930. Hafði Páll lagt mikla áherzlu á að fá Árna sem eftirmann sinn að skólanum. 1 setningarræðu skólans ávarp- aði Árni nemendur sína með þessum orð- um: Við hefjum með þessum degi 27. starfs- vetur Tónlistarskólans. Um leið og ég býð ykkur, kennara og nemendur, velkomna til starfs, ber ég fram þá ósk, að við leggjumst á eitt um að vinna sem bezt þeirri li^t er við þjónum og skólinn er helgaður. ,,Að stafa birtu inn í djúp mannshjartans, - það er hlutverk listamannsins," ritaði Robert Schu- mann eitt sinn, sá sanni listarinnar sendi- boði. Þessi hefir verið æðsta köllun allra mikilla meistara fyrr og síðar. En okkar hinna, sem þjónum listinni á einn eða annan hátt, sem kennarar eða nemendur, er, að opna og rækta hugi okkar, svo að sú birta nái að lýsa. í því skyni iðkum við tónlistina. En eins og engum verður það list, sem hann ekki leikur, eins mun enginn eignast það til fulls, sem hann ekki gefur frá sér aftur. Við nemum ekki til þess eins, að hafa unun af því sjálfir, heldur einnig til að njóta þess með öðrum. Á þann hátt myndast þau víxl- ahrif, sá straumur andans, sem við köllum menning. Verum þessa minnug, það er skylda við listina og okkur sjálf. Ef við leggj- um okktir fram, bregzt árangurinn ekki. Og hafir þú, ungur nemandi, einu sinni lært að skynja þann anda, sem býr í litlu lagi, lítilli prelúdíu eftir Bach eða Menúetta eftir Mozart, ert þú orðinn miklu ríkari en þú varzt fyrir. Fegurðin hefir snortið þig. Og upp frá því munt þú leita hennar, hvar sem hana er að finna. ÓPERETTAN KÁTA EKKJAN 1 júní í sumar hófust sýningar á óperettu Lehars, Kátu ekkjunni. Eins og vænti mátti, reyndist hún hvalreki fyrir fjárhirzlur Þjóð- leikhússins, og var sýningum hætt miklu fyrr en aðsóknina þraut, og mun hún væntan- lega verða á ferðinni aftur með haustinu. Hljómsveitarstjóri var dr. Victor Urbancic og leikstjóri Sven Aage Loxsen, fenginn frá Danmörku. Sinfóníuhljómsveitin annaðist hljóðfæraleikinn. Fyrir framan titilblaðið í leikskránni var birt heilsíðumynd af leik-

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.