Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 46

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 46
140 NÝTT HELGAFELL ast hér það sem áður var vitað, að hann er afbragðs verkmaður, sem aldrei finnst hann vera búinn að fullvinna hlutverk sitt. Sig- ríður Hagalín leikur Mabel Crum, einskonar alþjóðlegan iiðsforingjahuggara, og tekst vel með lítinn efnivið að vinna úr. Þá er aðeins eftir að geta Guðmundar Pálssonar, sem leikur Horton, einkaþjón jarlsins. Guðmundur sýndi þarna, eins og hann gerði í Vetrarferð- inni, að hann er mjög athyglisverður leikari. Hann hefir næma tilfinningu fyrir manngerð, og fíngerða kímnigáfu. Eg held það hljóti að véra fleiri en ég, sem bíða þess með nokk- urri óþreyju að Guðmundur fái tækifæri til að spreyta sig á einhverju erfiðara en hann hefur gert fram að þessu. Þýðing Skúla Bjarkan virðist vera framar öllum vonum, því að mjög erfitt er að þýða leikrit eins og þetta, þar sem helmingur fyndninnar byggist á því, að persónurnar ýmist tala ekki á sínu móðurmáli, eða mjög svo mismunandi mállýzkur. Þó er ekki til neins að þýða „slang" bókstaflega. Þegar talað er um ,,pony” á ensku í sambandi við veðmál vita allir hvað við er átt, en að nota á íslenzku „hross" í sama sambandi, er al- gjörlega út í hött. Ekki get ég heldur ímyndað mér að bölv og ragn hafi verið jafn kjarnyrt á frummálinu og það varð í þýðingunni. Eg vil ekki að órannsökuðu máli kenna þýð- andanum -um öll þau „sko", sem ég tók eftir á seinni sýningu, en mundi ekki eftir frá frumsýningunni. SlÐAN FRAMANSKRÁÐ var ritað, hefur Sumarleikhúsið haft frumsýningu á öðru leikriti; Lykill að leyndarmáli, eftir Frede- rick Knott. Þetta var þó ekki nema að nokkru leyti frumsýning, því leikritið var sýnt fyrir ári síðan í Austurbæjarbíói með sömu leik- endum að mestu leyti og sama leikstjóra. Eini nýji leikandinn var Guðmundur Páls- son, sem lék leynilögreglumanninn. Guð- mundur náði vel hinum smáborgaralega enska leynilögreglumanni, sem sker sig ekki úr fjöldanum um neitt nema það, hve slung- inn hann er við að upplýsa glæpi. Þó mætti hann vera ennþá rólegri, sérstaklega í síð- asta atriði, þegar hann er að leggja snöru fyrir morðingjann. Allt veltur að vísu á því, að morðinginn gangi í þessa snöru, en svo bezt heppnast það, að leynilögreglumaðurinn sé rólegur, og ekki sé flanað að neinu. Sömu- leiðis held eg að enskir leynilögreglumenn' tali ekki við fólk, sem þeir eru að yfirheyra á heimili þess, án þess það hafi verið hand- tekið, eins og þeir væru að snupra það. lón Sigurbjörnsson var í sínu hlutverki eins mik- ill Englendingur eins og hann var Ameríku- maður í leikriti því, sem skrifað er um hér að framan. Leikur Helgu Valtýsdóttur var ágæt- ur, en ef tii vill þyrfti hún ekki að vera alveg svona raunamædd þegar hún er að segja fyrverandi elskhuga sínum, að allt hafi farið vel og hún lifi nú hamingjusömu lífi með eiginmanni sínum. Knút Magnússon hefi eg ekki séð leika áður svo að ég muni, en hann hefir, að mér virðist, ekki reynslu til að leika á móti jafn vönum leikurum og þarna voru að verki. Hann skilaði að vísu hlutverki sínu skammlítið, en þegar á átti að herða, þ. e. í síðasta atriðinu, brást honum boga- listin, og hann réði ekki við það, sem honum var ætlað að gera. Þá kem ég að því, sem vakti mér mesta ánægju á þessari sýningu, en það var leikur Gísla Halldórssonar. Þar var ekkert of né van, en allt þrauthugsað og öruggt. Sérstaklega tók ég eftir því, hve allar hraðabreytingar voru miklu eðlilegri nu, heldur en í þeim leikritum sem Gísli hefur stjórnað sjálfur, jafnframt því að leika. Gunncrr Hansen hafði leikstjómina á hendi að þessu sinni, og tókst það mjög vel. Þýðingin virtist mér lipur, en tjöldin voru afleit. Dálítið ólag var á ljósunum á frumsýning- unni, og ætti slíkt ekki að þurfa að koma fyrir. MARGUR HLAKKAÐI til að sjá „rússneska ballettinn", sem Þjóðleikhúsið bauð hingað fyrir nokkrum vikum. Þeir hinir sömu urðu fyrir sárum vonbrigðum. Hér var ekki um neinn ballett að ræða, í venjulegum skiln-

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.