Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 48

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 48
142 NÝTT HELGAFELL Liscdómar cru subjektivir. I þeim felst subjektivt mat einstaklinga, sem erfitt mun að fá dómsúrskurð um. Þótt ég segi, að bók sé vond, kann annar að segja, að hún sé góð, og alveg með sama rétti. Einum finnst listaverk ljótt — svo minnt sé á nærtæk dæmi úr bæjarlífinu — öðrum finnst það gott. Ritstjóri bók- menntarits og stjórnandi leikhúss velja báðir, annar ritað mál, hinn talað mál, til flutnings fyrir þjóðinni. Báðir inna af höndum listrænt starf. Báðir eru undir gagnrýni seldir — gagnrýni fyrir efnisval, höfunda- val og meðfcrð. Og allt er þetta gagnrýni, er hefir „yfir höfuð ekki annað að styðjast við cn smekk“ þess, er hana hefir uppi, og „tilfinningu“ hans. I framhaldi af þessari gömlu greinargerð Gröndals um grundvöll listmats vil ég vitna í nafntogað dóms- orð, sem kveðið var upp hinn 6. des. 1933 af Woolsey, héraðsdómara í New York, þar sem hann hratt kröfu dómsmálastjórnarinnar um bann á hinu mjög um- talaða riti James Joyces, Ulysses. -— Ég vil geta þess, að þetta dómsorð Woolsey héraðsdómara er mcð þeim hætti gert og samið, að það hefir verið í heild tekið upp í sýnisbók fagurra bókmennta frá þessum árurn. Woolsey héraðsdómari segir m. a. í forsendum sín- um: „Það er smekksatriði, hvort okkur fellur í gcð tækni Joyce, eða eigi, og tjóar ekki að þrátta um það. — Whetlier or not one enjoys such a technique as Joyce uses is a mattcr of taste on which disagreement or argument is futile-------“ Woolsey dómari er hér sömu skoðunar og Gröndai í hinni aldargömlu greinargerð sinni. Listmat fer eftir smekk. Ágreiningur um það er fánýtur. Dómarinn rökstyður niðurstöðu sína m. a. með þessari fagur- fræðilegu staðreynd. Ef því er nú svo varið um iistmat, að það sé byggt á smekk manna og tilfinningu, hver er þá bær um að segja, að mat eins sé rétt, mat annars rangt. Er það hlutverk dómstóla? Ágreiningur um það er fá- nýtur, segir Woolsey héraðsdómari. Þegar málum er þannig farið; þegar sú staðreynd er höfð í huga, að fagurfræðileg rök listmats hvíla fyrst og fremst á smekk og tilfinningu, þá virðist mér það verða ljóst, að listmat almennt snerti ekki þann þátt af persónugildi manns, sem fellur undit hugtakið æra, og allra sízt í merkingu refsilaga. — Smekkurinn er of breytilegur, skoðanir of skiptar — og ágreiningur fánýtur. Grundvöll undir manngildis- mat skortir. En þótt listdómar séu þannig óöruggir sem undir- staða að mati á manngildinu og snerti, að minni hyggju, ekki æru manna, þá er þýðing listgagnrýni innan andlegs lífs samt hafin yfir alla þrætu. Að bæla gagnrýni niður væri að sncrta kviku andlegs lífs með kynslóðinni. „Gagnrýni um menningarverk er nauðsynleg til framdráttar andlegu lífi“ segir Gunnar Thoroddsen STÖKUR Minninga að ganga garð gleður máské ílesta, en oft er það, sem aldrei varð, eftirsjáin mesta. —o— Þó að hann sé fallinn frá, fólkið ber í minni: viðbrögð snögg og oftast á undan hugsuninni. Litlir verða að lokum menn. Lífið mína og þína tekur eina og eina í senn aftur ras-gjöf sína. Kristján Ólason í riti sínu um æruna og vernd hennar, — „þessvegna vcrður að leyfa í allríkum mæli gagnrýni um hug- verk manna þótt hún kunni að særa sjálfsvirðingu höfundar og hnekkja áliti á honum og verkum hans“ (bls. 157). Hér er komið að því sjónarmiði, sem um- bjóðendum mínum sem ritstjónmi að bókmenntariti að sjálfsögðu er mjög ríkt í huga. Það er menningar- leg nauðsyn, að gagnrýni innan andlegs lífs þjóðanna sé frjáls. Gagnrýni hefir títt verið ófrjáls. Af þessum ástæðum, er ég nú hefi rakið nokkuð, vil ég leyfa mér að halda því fram, að ummæli þau, er ég las upp úr grein Göngu-Hrólfs í Helgafelli, varði ekki við ákvæði almcnnra hcgningarlaga og vísa þar um frekar til túlkunar þeirra prófessoranna Goos

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.