Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Síða 11

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Síða 11
ÞÝÐING ÚR FAUST 155 Baccalaureus, skálmar inn ganginn: Opnar dyr og allar gættir! Eftir þessu vænta mætti að löngun manna minnki og réni að mygla kvikur í þessu greni og tærast upp við eigin 'hrelling eins og geðill hreppakerling. Múrinn er að hrapa og hníga, hallast veggir, undan síga, hentast mun að burt ég bruni, bíði ekki eftir falli og hruni. Nú fyrst ég sé, að ég er bjálfaskar. Mér þútt hugar megi ei frýja mig skal enginn lengra knýja. Hvað sýmst mér? Ég man ei betur, þútt margir séu liðnir vetur, en hingað kvíðinn kjarklaus maður kæmi ég stúdent nýbakaöur, á loðinbarða hlýddi hljúður, hugfanginn — og þættist gúður. Lygarugl úr skorpnum skræðum skömmtuðu þeir í lærðum ræðum, trúðu sjálfir engu orði, ollu lífs og sálarmorði. Hvað? — í klefakytru sir.m kúrir einn, sem forðum mni. Æ, mér dámar ekki núna! Aftur þekki ég feldinn brúna, alveg þannig síðsta sinn sat hann með það heljarskinn. Slyngur sýndist þrjútur þá, því að skilning brast mig á. Nú skulu engar refjar ráða. Rétt mér finnst að yrða á snáða. Ef Leþe myrku hrannir, herra aldinn, ei hafa að innan þaulsleikt hallan skalla, þér lærisveini gömlum gleymduð varla, sem greipum agans lengur er ei haldinn. Þér eruð svo sem áður voruð þér. En annar maður varð úr mér. Mefistofeles: Mig gleður, að þér heyrðuð hljúminn. Ég hafði á yður mætur þá. Fiðrildi, er síðar skreytir litaljúminn á lirfu og púpu kenna má. Við lokkasafn og knipplingskraga þér kættuzt, eins og barn, í þessa daga; en hátpísk víst aldrei heillin gúð? Nú hárið er klippt á svenskan múð. í sjún þér virðist vænn og ákveðinn, þútt varla neitt þér ákveðið um sinn. Baccalaureus: Við stöndum, gamli herra, hér sun forðum, en hyggið samt að breyttri tímans rás. Með tvíræðum og tvrfnum orðum nú tekst ei oss að marka bás. Þér blekktuð hrekklaust einlægt unglings- tetur og yður túkst það vonum betur. En slíks ei dirfist núna neinn. Mefistofeles: Ef sannleikur er sagður hreinn og beinn það síst má þola fölur, skegglaus sveinn. En síðar, er á ævi líður og undan honum bjúrinn á þeim svíður, þeir þykjast hafa fyrstir fundið hann og fffl þeir kalla gamla meistarann. Baccalaureus: Og þrjút máske einnig! — því að hver er sá, sem þorir beinan sannleik oss að tjá? Þeir kunna við að auka og undan draga með alvöru og drýldni sem börnum flutt er saga.

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.