Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Qupperneq 20

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Qupperneq 20
164 NÝTT HELGAFELL samferða, og hið sama galt Véstein. Hann var einn þeirra, sem þessi víðförli á veg- leysum hafði vakið til lífs handan landa- mæra lifenda, leyst úr álögum einmana- leikans, brotið af hversdagshlekkina og bjargað úr fásinni fólksins sem lifir því einu að hafa ofan af fyrir sér frá degi tii dags og njóta lífsins í úlfúð og algleym- ingi. Véstein Vasandason höfðu vindar næturinnar löngu vígt til samlags láði, legi og lausbeizluðum farandbyljum á reiki undir skýjaskafi og sól, tungli og stjörn- um, þar sem allt mannlegt aðeins er hug- neisti, seiðmál eða, þegar bezt lætur, svarf- að erindi í hávamálum alls þess, sem er og heitir. Mámnn glotti við honum, Vésteinn sá ekki betur og brosti á móti út um glugg- ann sinn litla, tvíeygur einnig hann gegn nótt og myrkri, náttmögnuðum skilningi, myrkurgrónum grunsemdum og ham- íngju: leifum þeim sem tilveran hafði skammtað honum og aleiga hans nú orð- íð: sýndarheimih undir háhvolfi sem einn- íg er ímyndun ein: — brosti á móti en brosið ef til vill dálítið stirðnað og þá í ætt við andlitsdrætti himindraugsins, aftur- göngunnar góðmótlegu á krapavegum vetrarbrauta. Bros var það eigi að síður. Jörðin okkar er sem sé jörð þrátt fyrir allt: andblær ílmandi af óviðjafnanlegum sætleik, fingur er leika í liðamótum svo fimlega að það tekur ekki tali, augu sem eru brot úr bláloftum paradísar: allt á ferð og flugi í dansleik, sem engan enda tekur. En hún er meira: hrossastóð á vori, vötn af himnum og vegráfandi í ýmsum mynd- um á leið til heimahúsa, dagský á ferli of- ar fjallatindum, þokuhjarðir á beit í brött- um hlíðum: allt þetta sem kallað er einu nafni ,,heimurinn“ og sem ekki er hægt að vera án. Jafnvel skepnan á blóðvelli er einhvern veginn inn í þetta spunnin, snar þáttur snöfurlegra nornalaga. Vindurinn að gluggabaki kunni að koma orðum að því — hvað söng í hon- um þessa stundina? ,,Far veröld, far vel“ . . . Það bar ekki á öðru. Víst kunni hann að koma orðum að því! Og að vindurinn væri sannvinur hans hafði Vésteinn vitað lengi, valtur vinur en óbrigðull: kom á hverri nóttu að heita mátti. Ætti hann annríkt sendi hann systur sína á undan sér. Hún var skárri en ekki neitt, golugreyið. Betri vin en vindinn er ekki hægt að eiga, það kom aldro fyrir að hann þykktist við, þótt Vésteinn yrði honum afhuga um stundarsakir og jafnvel hlustaði ekki á hann nema með höppum og glöppum: hann tók því með jafnaðargeði, tilbúinn með viðeigandi vísustúf eða heilræði um leið og unglingurinn herðamikli undir glugganum mátti vera að því að hlusta: Far veröld, far vel. . . . Ætli það ekki. Þeir töluðust við æðilengi undir tvö augu nóttina þá, vindunnn og Vésteinn Vas- andason. Gunnar Gnnnarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.