Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 7

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 7
FORSPJALL 53 urnar um bankafrumvörpin, að eðli- legt væri, að bankastjóraembætti skiptust á milli flokka í líkum hlutföll- um og fylgi þeirra meðal þjóðarinn- ar. Það hefur verið eitt helzta afrek þessa síðasta þings að framfylgja þessari reglu og koma fylgismönn- um ríkisstjómarinnar í sem flestar áhrifastöður, einkum hafa kommún- istar, sem afskiptastir voru áður, not- ið hér góðs af. Þessi stefna á sér vafalaust marga fylgjendur, og hún er í samræmi við þá tölfræðilegu reglu, að kosninga- úrslitin séu hin mikla véfrétt, sem feli í sér allan sannleika. Og þess vegna eigi sjónarmið stjórnmála- mannanna, túlkenda véfréttarinnar, að skipa öndvegi. Þekking, rök, reynsla verða að sitja óæðri bekk. Til þess að leggja dóm á styrkhæfni listamanna þarf fyrst og fremst póli- tískt umboð, en ekki skilning á list- um. í menntamálaráð og útvarpsráð verður að setja skelegga stjórnmála- menn, en ekki þá, sem þekkingu hafa á menningarmálum. Bönkum skulu þeir ráða, sem talizt geta ör- uggir umboðsmenn flokka sinna, en ekki hinir, sem reynslu og þekkingu hafa í rekstri slíkra stofnana, og svona mætti lengi telja. Hvað er að gerast? Erum vér á þessari öld vísindanna að missa trúna á gildi þekkingarinnar og komnir á þá skoðun, að leit að sann- leikanum og virðing fyrir honum sé tilgangslítill leikur, þegar kemur að stjórn mannlegs samfélags og menn- ingarstarfsemi? Af ofríki stjórnmálanna leiðir, að pólitísk þægð er meira metin en þekking, hlutdrægni tekin fram yfir réttsýni. Ef þannig fer fram, hlýtur þeim mönnum smám saman að fækka, sem líklegir eru til að taka sjálfstæða afstöðu í nafni sannleika eða réttlætis, en án þeirra er hætt við að frelsið verði brátt lítið annað en nafnið tómt. AÐILD KOMMÚNISTA að ríkis- stjórn hlýtur að hafa stóraukið þá hættu, sem fyrir var í þessum efnum. Það er einmitt grundvallaratriðið í stefnu þeirra, að alla þætti þjóðlífs- ins eigi að sveigja undir ríkið og loks alræði öreiganna. Þess vegna er ekki aðeins eignarrétturinn þeim þyrnir í augum, heldur hver sú stofn- un og hver sá maður, sem óháð er ríki og flokki. Þeir finna, að allir, sem eru efnahagslega eða andlega sjálfstæðir, eru hugsanlegir óvinir hvers konar ófrelsis og þvingana. Því hafa þeir nítt þá á alla lund. Vísindamenn, hugsuði og skáld, sem ekki hafa getað fallizt á kenningar Marx, hafa þeir úthrópað sem leigu- þý auðvaldsins, því að aldrei má viðurkenna, að andstaða gegn kommúnismanum geti stafað af öðru en illum hvötum, mútum, óheiðar- leik eða ást á eigin hagsmunum. í stað hlutlauss réttarfars skal því setja alþýðudómstóla, í stað vísinda trúarsetningar Marxismanns, og í stað lista áróður. Hámarki náði þessi sturlun hjá

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.