Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 8

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 8
54 HELGAFELL Sialín, sem beygði allt mannlíf í Rússlandi undir vald sitt. Öll efna- hagsleg og andleg afrek voru unnin fyrir ndðarkraft og skapandi orku kenninga hans sjálfs, Lenins og Marx. Það er hættuleg blekking, er kommúnistar telja sér og öðrum trú um, að brjálæði Stalíns hafi einu verið um að kenna þær öfgar, sem leiða hlaut af eðli hins kommún- iska þjóðskipulags, enda hefur það komið á daginn. En það er líka hættu- legt fyrir unnendur frelsis og lýð- ræðis, ef þeir greina þessi sjúkdóms- merki aðeins í löndum kommúnism- ans, en gera sér ekki ljóst, að svipuð þjóðfélagsleg öfl eru að verki í öll- um nútímasamfélögum, sem valda því að hættan á múgsefjun og of- stæki fer sívaxandi. Ofríki stjommálamanna og flokka er ennþá hættulegra, vegna þess, að það er viðhaft í nafni meirihlut- ans, í nafni stjórnarinnar. Þannig er vopnum lýðræðisins snúið gegn frelsinu sjálfu. Það hlutverk, sem kosningar og meirihlutalýðræði hef- ur átt að gegna í baráttu á móti ein- ræði og ófrelsi er ómetanlegt, en þeim mun meiri nauðsyn er að þekkja takmarkanir þess og rang- hverfur. ÞAÐ ER ALLS EKKI tilgangur vor að gera lítið úr hlutverki stjórnmál- anna. Þeim er ætluð lykilaðstaða í þjóðfélaginu, og farsæld þjóða er öðru fremur undir hæfni og heið- arleika stjórnmálamanna komið. En þeim er hætt við að ofmetnast, eins og flestum, sem kynnast töfrum valdsins, og gleyma því, að það er engum í hag, að þeir vasist í því, sem aðrir geta gert miklu betur. Það var lengi höfuðverkefni ríkis- valdsins að varðveita friðinn, svo að þegnanir gætu óhultir lifað lífi sínu. Enn ætti það að vera takmark stjóm- málanna að veita sem flestum tæki- færi og aðstæður til að lifa lífinu og leita gæfunnar í friði án óþarfa íhlutunar og valdboðs. Á þann hátt verður sköpunarmáttur einstaklinga og þjóða mestur bæði í andlegum og veraldlegum efnum Menn verða að muna, að sannleik- urinn og réttlætið hafa ekki á ein- hvern leyndardómsfullan hátt tekið sér bólfestu í hinum stjórnmálalegu leiðtogum, jafnvel þótt umboð þeirra sé frá meirihluta þjóðarinnar. Fram- farir mannkynsins í átt til meiri þekk- ingar og réttlátara þjóðfélags hafa að langmestu leyti verið verk þeirra þúsunda manna, sem leitað hafa þekkingar, fegurðar og réttlætis með skynsemi sína og samvizku að leið- arljósi. Á öllum tímum hafa slíkir menn aðeins verið lítið brot af hverri þjóð. Meirihlutinn hefur sjaldnast kunnað að meta þá eða skilja. Það hefur því oft reynzt leikur einn að æsa múginn upp á móti þeim, ef þeir hafa reynzt valdhöfunum óstýri- látir. Þegar byltingardómstóllinn í frönsku stjórnarbyltingunni lét háls- höggva snillinginn Lavoisier með svofelldum orðum: LaRépublique n'a pas besoin de savants — Lýðveldið

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.