Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 12

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 12
58 HELGAFELL indnm. Hafði ég þá aldrei frétt af því, að á þessu ári hafa meiri nýir skattar verið lagðir á þjóðina en nokkru sinni fyrr, og hafði ég ekki nýverið heyrt einn af valdamestu mönnum þjóðarinnar skýra frá því, að dýrtíðin í landinu hefði aðeins aukizt um 4 vísitölustig eða sem næst 2%? Hafði ég ekki heyrt saina valdamann segja, að þessi óverulega hækkun stafaði að lang- mestu leyti af verðhækkunum erlendis? Jú, raunar hafði ég heyrt allt þetta, en ég hafði einnig á sínum tíma heyrt það, sem Púlli sagði: „Engin dýrtíð á Vopnafirði. Allt skrifað“. Og liagspekina í hvorutveggja hafði ég lagt nokkuð að jöfnu. Mönnum eru sagðar margar fáránlegar sögur úr fjarlægum löndum, og sjálfsagt mætti telja einhverjum trú um það, að austur í Kína væri unnt að leggja á neyzlu- vörur þjóðarinnar nýja skatta, sem næmu uppundir 10% af þjóðartekjunum, án þess að það yki dýrtíðina svo að neinu næmi. En hitt er næsta furðulegt, að íslenzkum almenningi, sem skattana verður að bera, sé ætlaður sá andlegi sljóleiki að hafa ekki orðið þess var, að byrðarnar hafa verið auknar. Nær vissu þér svo heimskan hest, hann mundi fyrir sverja, þegar fram keyrður másar mest, menn séu til, sem berja? ★ ★ ★ Sannleikurinn í málinu er sá, að hinir vísu feður hafa ekki fundið neina nýja skatta, sem séu þjóðarheildinni sársauka- lausir. Það sem gerzt hefir er allt annað. Hofgoðar vísitölunnar sáu loks, að hún ætlaði allt vitlaust að gera í fjármálum þjóðarinnar. Þá gripu þeir til þess ráðs að æra hana sjálfa. Hver einasti hagfræðingur mun viður- kenna, að vísitala framfærslukostnaðar hlýtur ætíð að vera mjög tilviljunarkennd- ur og ónákvæmur mælikvarði á það, sem allur almenningur kallar „dýrtíð“, — með mjög óvísindalegu orði, en orði, sem hann hefir á tilfinningunni, hvað þýðir. Hugsuð neyzla ímyndaðrar fjölskyldu með handa- hófskenndan krónufjölda í tekjur er mæli- kvarðinn. Heiðarlegir hagfræðingar, sem eingöngu ætluðu vísitölunni hjálparstörf á vinnustofum sínum og í handbókum, gátu innblásið hana vissum heiðarleika, en hún hafði sannarlega ekki gott af samver- unni við stjórnmálamenn og forustumenn hagsmunasamtaka. Annarleg sjónarmið fóru nú að hafa áhrif á það, hvernig fjöl- skyldan, sem aldrei var til, eyddi tekjun- um, sem hún aldrei hafði milli handa. Það var þó ekki nema upphafið. Vörurn- ar, sem hinni frægu fjölskyldu var ætlað að eyða aurum sínum í, fengu sérstaka helgi og voru kallaðar vísitöluvörur. Og þeim mun meira sem þetta tilvistar- lausa fólk neytir af einhverri ákveðinni vörutegund, þeim mun meiri verður helgi hennar. Þetta getur haft hin einkennileg- ustu áhrif á líf þeirra, sem í landinu lifa, klæddir holdi og blóði. Þegar þetta er skrifað, hafa Reykvíkingar t. d. ekki fengið að kaupa bakarísbrauð (nema sætabrauð og snúða) í 5 vikur. Astæðan er sú, að óvenjumikið er notað af vísitölu við fram- leiðslu á brauði (en aftur á móti fer engin vísitala í sætabrauð og snúða). Helgi vísitöluvaranna kemur fram í alls- komar fríðindum um tolla og skatta („það má ekki hækka vísitöluna), og stundum í því, að beinlínis er gefið með þeim af almanna sjóði („það verður að lækka vísitöluna“). En þegar að því er komið að færa vísitölunni fórnir til þess að halda henni í skefjum, kemur í ljós, að segja má um hana eins og Grýlu, að „hún er svo vandfædd“, að henni stendur ekki á sama, hvað hún leggur sér til munns. Kartöflur eru hennar uppáhaldsmatur, þar næst salt- fiskur. Það mun kosta innan við eina miljón króna að fá hana til að lækka sig um eitt stig, ef fórnin er færð í kartöflum, rösklega tvöfalda þá upphæð, ef henni er gefinn saltfiskur, um og yfir 5 miljónir

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.