Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 29

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 29
BJÖRN T H . BJÖRNSSON: A rústum Kaupmannahafnar #,Stat Læser; læs; og græd, see hver en Tödel tegnet Du seer udi mit Skildt den ganske Stad staar blegnet Ved ildens store magt, som icke tusind aar Kand vinde op igen, som skeede ved det saar . . ." Það var húsið á horni Vestervold og Litla Klemensstrætis sem síðar bar þennan minnis- stein, og hér staldraði margur vikurnar eftir eldsvoðann mikla, á úthallandi októbermán- uði 1728. Gamlir menn tóku hattinn varlega ofan af snjáðu parukkinu, aðrir og yngri rifu upp stein og þeyttu með blótsyrðum inn í rústimar; einstaka kona brá á sig krossmarki. Það var uppi á heylofti, á bak við það óhamingjunnar hús sem hér stóð, að eldur- inn átti upptök sín. Brennivínsbruggarinn, sem hér bjó, var að steypa kerti þetta kvöld, en barn hans bar ljós upp á loftið, sem var fullt með hey, að leita að einhverju glingri sínu. Þegar bamsgráturinn heyrðist var hey- loftið alelda. Þetta var milli klukkan 7 og 8 miðvikudaginn 20. október. Á efri hluta minnissteinsins var höggvin ímynd borgarinnar, það gamla Kristjánsslot, höfn og skip, grunnmeitlað eins og fyrirburð- ur: — den ganske Stad staar blegnet ved ildens store magt. — Á miðhluta steinsins var iðnmark bruggarans, suðuflaskan, ker- ið og drómedarinn; neðst áletrunin. Steinskáldinu er vorkunn, þótt hann telji Þúsund ár ónóg til að bæta þar um. Allur miðhluti Kaupmannahafnar var í rúst, sam- felld svört og óhrjáleg rúst: frá Vesturporti og austur fyrir Gottersgötu, frá Norðurporti og niður að Brimarhólmskanal, að frátekn- um götunum fyrir ofan Kóngsins Nýjatorg. 1450 hús lágu í ösku, rúm tuttugu þúsund manna stóðu uppi húsvilltir, margir með fátt annað en sængurföt sín að veraldareign. Sumir höfðu flúið borgina, til ættingja úti á landi, sumir höfðu grafið sig í jarðhrauka utan við portin, aðrir reyndu að hreiðra um sig í rústunum, þar sem var eftirskilið eitt- hvert skjól. Um níu þúsund manna komust undir þak í þeim hluta borgarinnar sem ennþá stóð. Og leigan margra var vonar- peningur efra heims, ef ekki þessa. Verð á lífsnauðsynjum hljóp upp úr öllu valdi; Amákursbændur seldu brauð sín fyrir tífalt gjald. Hvaðan átti að koma sá kjarkur sem reisti á þessari brunarúst að nýju, hvað- an fé? Og handan við sat erkifjandinn brynj- aður upp í hvirfil og þótti Sundið aldrei mjórra en þá Danmörk var í sárum. Enda þótt Ráðstofan sé bnmnin og grunn- múrarnir einir standi upp úr sóthaugunum, er samt margt um manninn á Gamlatorgi. Fólk þyrpist þangað af gömlum vana, og af þeim sama vana eru þar lesnar upp fororðn- ingar borgarráðsins og negld upp plaköt. Lánardrottnar koma þangað til að fá stað- fest skuldabréf og skuldarar til að telja harm sinn og missu fyrir feðrum bæjarins. Yzt í þyrpingunni eru gyðingarnir, Abrahamar og Salómonar. Þeir hópa sig, í annarlegum klæðum, pata mikinn og tala sitt ókennilega tungumál. Það er nístingskalt þessa daga. Himininn er lágur og blakkur, og öðru hverju slítur úr honum hret. Ofar á torginu, við Vatnskúnstina, sem leikur gulleplum á fæð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.