Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Side 23

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Side 23
EITT PUND AF BLÝI EÐA EITT PUND AF DÚN 109 nema yfirfærslugjöld og aðrir skattar 101%? ' Það mætti færa viss rök fyrir þessu. Utkoman verður þó önnur, ef litið er á út- flutninginn og aðra þjónustu, sem leiða til greiðslna frá útlöndum. Þar er aftur marg- faldur stigmunur. Ég nefni nokkra höfuð- flokka, en tek enga ábyrgð á því, að upp- talningin sé tæmandi: 1. Varncirliðið á Kejlavíkhrflugvelli: skráð gengi án uppbótar. 2. Síld veidd að sumarlagi fyrir Norður- og Austurlandi, erlendir ferðamenn og hválir; einnig erlendir bamsfeður, aðrir en þeir sem um getur undir 1. lið; og erlendir lánardrottnar: 55% uppbót. 3. Onnur síld, sem ekki hefir verið litið til í náð af ríkisstjórninni (sbr. um Faxa- síld framar í þessari grein): 70% uppbót. 4. Sjávarkvilándi öll, sem ekki eru ann- arsstaðar nefnd: 80% uppbót. Þetta er langstærsti flokkurinn. 5. Framsóknarýsa og aðrar fisktegund- ir, sem vegna smæðar þeirra eða árstíðar borgar sig ekki að veiða og verlca, án sér- stakra aulcastyrlcja. Ríkisstjórnin ákveður þessar viðbótaruppbætur. 6. Spendýr, önnur en menn og hvalir: Meðaltal 4. og 5. flokks, eftir flóknum út- reikningum Hagstofunnar. Er víst í fram- kvæmd yfir 90%. Mér virðist eðlilegast að telja, að með bjargráðalögunum hafi verið viðurkennd sú gengislækkun, sem nemur meðalgjald- eyrisuppbútunum á allar gjaldeyristekjur af útflutningi þjóðarinnar. Þó viðurkenni ég, að það er vafamál, hvort ekki sé rétt- ara að halda sér að aðalflokknum, 80% uppbótunum. Það munar litlu og hefir a. m. k. þann kost, að þar er föst tala, og þá er óþarfi að tala um „stvrki“, nema í sam- bandi við 5. og 6. flokkinn, sem nefndir voru að framan. Hitt þurfa menn einnig að gera sér Ijóst, að þeir aðilar, sem ekki fá hina „viður- kenndu“ gengislækkun að fullu bætta í formi útflutnings- eða gjaldeyrisuppbóta, eru skattlagðir, sem mismuninum nemur. Er einkennilegt, að ekki skuli hafa orðið meiri styr en raun ber vitni um út af þessu herfilega misrétti. ★ Áður en ég skil við þennan þátt skrípa- leiksins, vil ég aðeins drepa á eitt atriði í sambandi við innflutninginn. Ég nefndi áðan yfirfærslugjaldið af vörum, sem er ýmist 30 eða 55%, en ofan á þetta koma sérstök innflutningsgjöld af fjölda vöruteg- unda, og nema þau 22, 40 eða 62% af toll- verði vöru að viðbættum aðflutningsgjöld- um og 10%. (Góðfús lesandi sér, hve Ijóst þetta liggur fyrir). Þar við bætist síðan 160% leyfisgjald af bifreiðum. Hvort sem nú verður talið réttara að kalla hina „viðurkenndu“ hækkun á gengi erlends gjaldeyris 80% eða miða hana við eitthvert lægra meðaltal, þá er það Ijóst, að í öllum þeim tilfellum, þar sem yfir- færslugjald að viðbœttu innflutningsgjaldi og leyfisgjaldi nær eJcki Jiundraðstölu Jiœkkunarinnar á gengi erlends gjáldeyris, er verið að borga með innflutningnum sem því nemur. Þegar íslenzkur skattþegn sezt að kafíi- borðinu þreyttur og mæddur, kann honum að vera nokkur fróun í því, að ríkissjóður borgar honum sem svarar fjórða hluta af verði kaffisins, og þó vel það, fyrir að drekka það. En við skulum vona, að hann hugsi ekki út í það jafnframt, að kaffi- drykkjustyrkurinn er tekinn af honum sjálfum. Það kynni að spilla ánægjunni. Sannleikurinn er sá, að hér er aðeins um dulbúna neyzlustyrki að ræða, — þetta er þáttur í vísitöludýrkuninni, en áliti mínu á henni hefi ég stundum áður lýst á prenti. Gengislækkun er ekkert læknisráð, ef ekki kemur fleira til. Það er jafnvel Jiugs- anlegt að leysa vandamál útflutningsfram- leiðslunnar með styrkjum. Fjandanum tókst á sínum tíma að verpa skóinn austur í Odda, þótt hann þyrfti að hlaupa þrisvar sinnum hringinn í kringum bæinn við hvert

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.