Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Síða 30

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Síða 30
116 HELGAFELL ekki, að stóru búin skili mestum arði. Því verður vel að athuga, hversu stækka megi búin, meðal annars á þann hátt að gera eitt bú úr mörgum. Þá er einnig ástæða til að meta að nýju þá stefnu, sem fylgt hefur ver- ið við stofnun nýbýla. Ríkinu ber ekki að styrkja stofnun nj'rrra býla, sem ekki eru svo stór, að þau geti með tækni nútímans og á hagkvæman hátt nytjað vinnuafl fjölskyld- unnar.“ Thagaard verðlagsstjóri er maður, sem oft heyrist um rætt. En ástæða væri til að ræða enn oftar um hann. Margir telja, að þessi alúðlegi, herskái og gáfumikli maður, gegni nú mikilvægari stöðu en sjálfur forsætisráð- herrann. Það er Thagaard, sem á mestan heiðurinn og ber mesta ábyrgð á því, að ekki hefur orðið og ekki á að verða verðbólga í Noregi. Vitur maður hefur lýst ástandinu á þenna veg: Iíugsið yður mikið flæmi af fljótandi leireðju, sem einhvern veginn hefur lyfzt yfir umhverfið. Ef hún á ekki að vella út, verður að girða hana með múrvegg. Pen- ingamagn Noregs er þessi leireðja. Vöruskort- urinn er hið lága umhverfi. Múrinn umhverf- is eðjuna er Thagaard. Thagaard er maður fremur grannvaxinn. Ef hann á að gerast öflugur múrveggur, verð- ur hann að margfalda sjálfan sig. Hann verð- ur að vera á mörgum stöðum í senn. Og hann er það. Samt sein áður hygg ég, að ef hann reynir að koma í veg fyrir verðbólgu með því að hagkvfema norskan landbúnað, ]>á muni leir- eðjan vella yfir höfuð honum. Svo sein fyrr segir, er svæðið frá Litl- hamri ofan til Óslóar eitt hið flatasta og frjósamasta hérað Noregs. Hvernig er þá um að litast annars staðar í landinu? Mílur vegar inni í skógi, mílur vegar uppi í torfærum dal, rekumst við á litla byggð. Harðbýla, hrjóstruga, afskekkta og eyðilega. Ekki svo mikið sem vegnarnefna til annarra byggða. Ekki virðist líklegt, að þar búi menn. En þar búa menn. Ellegar okkur gefur að líta hér og þar hátt uppi í fjalldölum dá- litla græna bletti í fjallshlíðinni. Hlíðin er þvínær þverhnípt, það sýnist vart á annarra færi en flugna að fóta sig þar uppi, og flug- um eru þau kríli líkust, sem skríða þar aftur og fram. En þetta eru menn. Og þótt ólíklegt sé, ber ekki á öðru en þeir uni sér vel þarna uppi, með sínum hætti. Að minnsta kosti er mörgum þeirra svo farið, að þeir una sér ekki annars staðar. Þeir hljóta að tjóðra krakkana svo þeir steypist ekki ofan í djúp- ið, þeir hljóta að bera heyið á bakinu langar leiðir af enginu, iðulega eftir götum, sem varla geta götur heitið, á brún hyldýpisins. Vörur verða þeir að flytja upp og ofan á mannsbaki eða dráttarstreng. Og þegar fæt- ur taka að stirðna, svona urn áttrætt eða ní- rætt, geta þeir ekki framar til byggða komizt, heldur hljóta að eyða ævikvöldi sínu á þessari bröttu syllu í fjallinu. Líkkistan er heimagerð og send niður á streng. Ilagkvreinur búskapur? Ekki mun þetta verða því nafni nefnt, frá sjónarhóli heims- byggðarinnar. Aldrei verður þetta værðarlíf, og hér safnar enginn auði. En til eru þó þeir menn, sem vilja sjálfum sér svo illt, að þeir una þessu þverhnípta lífi. Og líklega hljótum við að játa, að þeir fái þetta endurgoldið með einhverjum hætti. Því verður ekki í móti mælt, að fjallabændur þessir eru léttari og glaðlyndari en bændur þeir, sem búa niðri á frjósömu flatlendinu. Og þá ættu menn að sjá þá ganga á fjáll. Þegar sá, sem fæddur er í grennd við hið flata og frjósama Raumaríki, gengur á fjall með þvílíkum bónda, má svo fara, að hon- um verði undarlega innanbrjósts. Ef kýr væri neydd til að spásséra með hreindýri, mundi henni sennilcga verða líkt í skapi. Frá sjónarmiði hagsýninnar hefði Noregur líklega aldrei átt byggður að vera. Á hjara lieims. harðbýll og torfær, grýttur og ófrjór. En hvað þá, þegar ólukkan liefur gerzt á annað borð? Af ættjarðarást lærum við í skólanum, að Flóastraumurinn sé undur- samlegur, hann hafi frábær áhrif á veður- far í Noregi, geri það hlýrra en í Svíþjóð,

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.