Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 50

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 50
136 HELGAFELL mikið um Miss Ross gefið — hefurðu sjálf sagt. Hann var frjálslegri á þessari stnndu en nokkru sinni fyrr, og greip um öxl stúlkunni. Anne? spurði hann aftur, stundarhátt. Ilver veit nú nokkuð lengur, nema við tvö? Enginn, svaraði hún lágt og hristi höfuðið. Hvað er það þá, sem skiptir nokkru máili? spurði hanu óþolinmóður. Hún svaraði með því einu að yppta öxlum lítið eitt. Hvað er að? spurði hann ])á, öllu blíðlegar, og settist. Enn var stúlkan þögul. Hann leit framan í hana og reyndi, sjálfs sín vegna, að ráða í það hvað amaði að henni. Þá laust hann nýr ótti. Hann svipaðist um í kennslustofunni og varð Iitið á háa auða stólinn við vegginn, fj7rir enda tómra borðanna; og það var sem hann greindi í fjarlægð rödd, er spurði: Hvað er býfluga á háskozku, Stephen? Aftur leit hann á Anne Stafford, mildum augum, angurvær. Hann hlaut að viðurkenna fyrir sjálfum sér, að ef hann hefði aldrei beð- ið stúlkuna um að koma til fundar við sig hjá Quarry-höfða, myndi Miss Ross nú vera komin til vinnu sinnar, eins og jafnan fyrr . . . En engu var líkara en Anne hefði lesið hugsanir hans. Hún tók að kjökra; og líkami hennar bifaðist, á nákvæmlega sama hátt og líkami Miss Ross hafði gert . . . Ilvers vegna em að gráta? spurði hann. Hún leit nú upp í augu honum, hristi liöf- uðið og mælti, sundurslitnum orðum gegnum kjökrið: É — ég mœtti henni, þegar ég var á leiðinni niður eftir til þín. Ilú — hún sagði mér að fara heim aftur. É — ég gekk meðfram ánni, því ég hafði sagt mömmu, að ég œtlaði að skreppa til Tyrells-hjánanna og verða um kluklcustund burtu. Ég var rétt hjá bugðu- lóninu, þe — þegar hún œpti — og ég sá hana fara í loftköstum á hjólinu, marga hringi. Ilún — hún hrapaði ekki beint niður í vatn- ið. Pabbi segir, að það hefði getað bjargað lífi hennar. Hún lenti utan í snös á klett- inum ... Stephen sá fyrir sér, næstum jafn ljóslega og stúlkan, hvar Miss Ross kollsteyptist niður brattann; og heyrði nú það óp, sem einhvern- veginn hafði átt upptök sín í lungum hennar á þeirri stundu er hún hjúfraði sig kjökrandi upp að brjósti hans skömmu áður. — Nú varð honum nánast óglatt; og hann stóð upp. Að utan bárust glaðar raddir barnanna og óhemjulegt ákall Vitlausa-Murrays: Stephen! Stephen, hjádpaðu mér! Það brakaði í dyrum skólahússins um leið og hann opnaði þær; en nú vissi hann, að aldrei framar myndu þessar dvr þurfa að reka upp hljóð hans vegna. Iíann staðnæmdist á tröppunum, og kvalarar skólafíflsins flýðu er þeir sáu hann birtast. Hann dró djúpt andann og svipaðist um, en vissi sízt sjálfur hverjar tilfinningar hans voru þessa stundina — eða áttu að vera. Kennslukonan skipti tilvist hans harla litlu máli, hvort heldur hún var lífs eða liðin; og þó myndi ekkert verða hér eftir með alveg sama hætti og áður. Líkt og Vitlausi-Murray myndi hann bera andvana dýr upp á vasann, með daufum þef ilmvatns og svita. — En hvað um ána hans? Hann var búinn að glata ánni sinni. Sú látna hafði haft á brott með sér gyðjuna Annalee; blóð hennar sjálfrar hafði saurgað ána. Og því lengur sem ]rað fengi að blandast straumi árinnar — og tímans — þeim mun meiri yrði kraftur þess. Aldrei framar myndi hann nú leggja sér til munns fisk úr þessari á, né heldur láta vatn hennar lauga skó sína . . . Skvndilega fann hann fyrir hatri til hinnar látnu konu; óp hennar kvað við í eyrum hans líkt sigurhlátri. Hún hefði vel getað séð ána lians í friði; og ekki aðeins þetta fagra vatnsfall, áður heimkynni gyðjunnar Anna- lee — heldur öll vatnsföll og ár um víða ver- öld; því að nú voru þær allar undirlagðar þeirri vesölu goðveru, sem eitt sinn hafði ver- ið kennslukona við lítinn skóla; kennslukona með rýr brjóst, sem hún blygðaðist sín fyrir, og smábólótt andlit, er gekk á guðs vegum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.