Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Qupperneq 57

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Qupperneq 57
AÐ VELJA SÉR FÉLAGA 143 Rochelles, F. O. Mathiessens, Cesare Paveses og annarra, sem ekki voru eins þekktir. Hví- lík ógnarfylking af vofuni þeir virðast vera, þegar þeir eru allir nefndir í sömu andránni. Ofsóknir, útlegð, einangrun, fátækt, sjúkleiki, geðbilun— allt hefur þetta verið nefnt hverju sinni sem skýring á því, hvers vegna maður, sem búinn er óvenjulegum hæfileikum, hefur kosið sér svo voveifleg endalok. En síðustu skrif þessarra manna, það sem þeir skildu eftir sig ritað skömmu fyrir dauðann, eða trúðu vinum sínum fyrir, er ávallt játning angistar og örvæntingar, yfirlýsing um til- gangsleysi lífsins. Það er engan veginn auðvelt að skýra þessi sjálfsmorð, þannig að við verði unað. Það væri augljós blekking að reyna að lýsa ábyrgðinni á þeim á hendur einhverjum sér- stökum stjórnarvöldum, því við vitum að þau áttu sér stað í löndum, sem njóta ólíkra stjórnarhátta: í Sovétríkjunum, Ameríku og Vestur-Evrópu. Enn síður getum við kennt um einhverri svartsýniskenningu; Maya- kovsky var skáld hinnar sigursælu byltingar, og hinir, allt frá Zweig til Paveses, stóðu djúpum rótum í húmanískum og trúarleg- um jarðvegi þess þjóðfélags, sem þeir uxu upp úr. Maður gæti meira að segja snúið þeirri skýringu alveg við og sagt, að það hafi einmitt verið sökum þess að þeir hafi ekki verið nógu svartsýnir, vegna þess að þeir hafi vísað angistinni á brott úr kenningum sínum og list sinni, að þeir hafi látið knosast af þunga hennar á svo hörmulegan hátt. Þær andlegu hömlur, sem maðurinn leggur á sig, er banvænni en einlægnin. Hnignun þess tímabils, sem við lifum á, var þó hafin áður en þessir sorglegu atburðir áttu sér stað. Hún hefur ekki aðeins gleypt fjölda menntaðra og óvenju viðkvæmra ein- staklinga: hún hefur gert innrás inn í heilar stéttir og víðtæk svið þjóðfélagsins; ekki einu sinni þyrmt fólkinu. Nietzsche varð fyrstur til þess að skilgreina þessa hnignun °g nefndi hana níhilisma, eins og ég hef áður sagt, og um leið gaf hann þessu orði nýja merkingu, sem haldizt hefur síðan og er önnur en sú merking, sem það hefur í hinni frægu skáldsögu Turgenevs. Síðan hafa styrjaldir og byltingar, sem látlaust hafa rek- ið hver aðra, staðfest spádóma Nietzsches, og þannig fært öllum heimi sönnur á því, sem á hans dögum lá kannske ekki eins í augum uppi. Níhilisminn, eins og Nietzsche hugsaði hann, er samsömun hins góða, réttláta og sanna við eigin hagsmuni. Níhilisminn er sannfær- ing um, að skoðanir og hugmyndir séu, þegar allt kemur til alls, ekkert annað en yfirborðs- leg skreyting með ekkert raunverulegt að baki sér, og að þar af leiðandi sé það aðeins eitt, scm nokkru máli skipti, nokkurs virði sé: hagsælt lífsgengi. Það er níhilismi að fórna sér fyrir málstað, sem maður trúir ekki á, en læzt þó trúa á. Það er níhilismi að lofa hugrekki og hetjuhug án þess að lofa þann málstað, sem slíkt þjónar, og leggja þannig píslarvottinn að jöfnu við launmorðingjann. Og svo mætti lengi telja. En hvernig er þannig komið fyrir okkur sem komið er? Heimsstyrjöldin fyrri er venjulega talin orsök og upphaf þessa óláns. En hefði sú styrjöld nokkru sinni brotizt út, ef hinn menntaði heimur hefði ekki þegar verið í uppnámi og hættuástandi? Styrjöldin sýndi aðeins fram á það, hversu fallvölt og brotgjörn sú goðkenning framfaranna var, sem menning kapítalismans byggðist á. Jafn- vel í þeim löndum, sem sigurs nutu, urðu rótgrónar og æruverðugar þjóðfélagsstofnanir að þola slíkar raunir, að þær tóku að riða til falls eins og fúatildur. Og þaðan hóf vantrúin og spillingin að breiða úr sér og náði æ dýpra og dýpra, unz hún tók að éta í sundur megin- stoðir þjóðfélagsins. Gripið var til hefðbund- inna lögmála siða og trúar og þeim stofnað í alvarlega hættu með því að beita þeim of hvatskeytlega til að stöðva hrun fjáðra eigin- hagsmuna, sem töldu sér ógnað. Iíin einvaldskennda endurreisn, sem fylgdi í kjölfar styrjaldarinnar — fyrst á Ítalíu og í Balkanlöndunum, síðar í Þýzkalandi og víðar — var verri lækning en sjúkdómurinn sjálfur. Hvernig gátu þeir, sem íhaldssamir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.