Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 75

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 75
161 ÚR EINU í ANNAÐ ljóð, sem við vildum sizt missa, ef við ættum aðeins tveggja kosta völ. Hér reis íslenzk stjóm- málahugsun hæst, hér voru íslenzkar vonir bratt- gengastar. Og hér eru geymd örlög fleiri ís- lenzkra menntamanna en dæmi eru til annars staðar. Hingað komu þeir, latínulærðir sveita- menn úr íslenzka fásinninu, lítt við þvi búnir að semja sig að háttum stórborgarlífsins, enda luku sumir þeirra ævi sinni í borgarsikinu, ekki allfáir fóru í hundana, en hinir voru þó fleiri, sem gengu með sigur af hólmi. Ég hefi drepið á þetta, ungu stúdentar, til þess að minna ykkur á, að þegar þið hefjið nám hér við Hafnarháskóla, þá eruð þið ekki ein- göngu á danskri grund. Hér hafið þið í rauninni íslenzka jörð undir fótum. Hér hefur allmikill hluti íslenzkrar sögu gerzt. Og hér hafa örlög margra íslendinga verið ráðin. Þegar þið gang- ið að næturlagi um hljóðar götur hinnar gömlu Kaupmannahafnar, þá megið þið kannski heyra fótatak þeirra. Islenzkir stúdentar eru nú ekki lengur bundn- ir við Hafnarháskóla. Þeir fara um allar jarðir heims til náms; til Vesturálfu, til landanna aust- an járntjalds, já sumir fara allt austur undir Himalajafjöll til að leita sér þroska, enn aðrir fara til hinna gömlu háskóla Evrópu meðal stór- þjóðanna. Þetta er holl og góð nýbreytni. Svo fámenn þjóð og íslendingar verður að veita menntamönnum sínum kost á fjölbreytni. En við alla erlenda háskóla er íslenzki stúdentinn aðeins næturgestur, í Höfn kennir hann tengsla við íslenzka fortíð. Ég skal láta það ósagt, hvor kosturinn er betri, ég tala bara sem gamall Hafnarstúdent, og er því auðvitað mjög bornert. Mér var falið það af forseta félagsins að tala til ykkar, ungu Hafnrstúdentar. Ég er nú kom- inn að ræðulokum, og mér finnst ræða mín vera meira í ætt við eintal sálarinnar en ávarpsorð til ykkar. Það er víst siður hér að leggja hinum ungu stúdentum lífsreglurnar þegar þeir taka vígslur á fyrsta stúdentafundinum. Ég get því miður ekki lagt ykkur neinar þær lífsreglur, sem þið ekki þegar kunnið. Þið komið hingað frá íslandi, sem þekkir hvorki Nöisomhed né Tarvelighed. Þið eruð sennilega fyrsta kynslóðin á Islandi, sem hefir ekki soltið, enda sér maður það á ykkur. Þið kunnið áreiðanlega allar nót- ur lífsnautnarinnar, og þar get ég engu við bætt. Og ég er svo gamall syndari að ég kveinka mér við að flytja ykkur myglugráan boðskap dygð- ugs lífernis. Ég vil aðeins að lokum minna ykk- ur á það, að það hefur margan Hafnarstúdent- inn hent að gleyma tímanum, þessari eign, sem maður getur aldrei aftur heimt, hinni líðandi stund, sem rennur úr greipum manns eins og sandur, og það stoðar ekki neitt þótt maður b'ðji með Faust: Verweile doch, du bist so schön! Tímaskynið er ekki æskunni gefið. Henni fer eins og Jakob, sem vann hjá Laban fyrir Rakel í 7 ár, en honum fannst þessi ár vera sem 7 dagar. Þetta skal skiljast sem kurteisleg við- vörun, byggð á lífsreynslu gamals Hafnarstúd- ents. Verið velkomnir í hópinn! Sverrir Kristjánsson. Sósíalismi andskotans íslendingar hafa frá öndverðu lifað mestmegn- is á fiski. Fiskur má heita eina útflutningsvara okkar, um 95% af heildarútflutningnum. Það liggja ekki fyrir jafnáreiðanlegar skýrslur um okkar eigin fiskneyzlu, en auðvitað er ekki of- sagt að enn í dag sé aðalfæða landsmanna fisk- ur. Nær helmingur allrar þjóðarinnar býr nú í Reykjavík og nágrenni, og þó má heita að borg- arbúar sitji almennt við sama borð og aðrir landsmenn um öflun fyrsta flokks landbúnaðar- afurða. Glænýtt kjöt er hér á hvers manns diski engu síður en bóndans og grænmetisdreifing er eftir atvikum í sæmilegu lagi. Við strendur íslands eru beztu fiskimið í heimi. Vélbátar sem legðu af stað að kvöldi af miðum Vestmanneyinga, mundu koma hingað með fisk í matinn að morgni, hvað þá þau skip, sem höfn eiga nær, eins og t. d. á Akranesi, Sandgerði eða Keflavík. Óþarft er að fjölyrða um ágæti sjávarafurða til neyzlu. Þær taka jafnvel öllu öðru fram, ef þær eru nýttar réttilega, og um verðið þarf held- ur ekki að skrifa langt mál. Fiskur í matinn handa fimm manna fjölskyldu kostar útúr búð 6—20 krónur, og mun ekki í víðri veröld vera hægt að fá þvílíka máltíð fyrir svo lítinn pening. Verulega gimilegar fiskafurðir, bornar fram að hætti nútíma kaupsýslumanna, fær maður ekki að jafnaði í Reykjavík, nema með ærinni fyrir- höfn og tilkostnaði. Slíkur munaður er aðeins að staðaldri á borðum þess fólks, sem byggir sjávar- þoi-pin, þar sem þær eru seldar beint uppúr bát- unum eða úr hjólbörum eins og hjá Birni í Brekkukoti. Margir spyrja hvernig þessu sé eiginlega var- ið, hvernig unnt sé á kaupsýsluöld að bægja þeim mönnum frá þessari atvinnugrein, sem lagni hafa og þekkingu til að gera viðskipti ánægjuleg, og svarið hefir þjóðkunnur orðsmið- ur gefið fyrir nokkuð löngu: Sósíalismi andskot- ans. Hér á landi er haldið uppi álíka víðtæku verð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.