Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 77

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 77
ÚR EINU í ANNAÐ 163 hugsun manna og athöfnum, og fullreynt má nú telja, að ytri kjör fólks í þessum löndum sé miklu lakari en „fyrir vestan“ af þessum ástæð- um. Valdhafar þessara landa virðast líka smám saman vera að átta sig á þessu og ekki örgrannt um að sjá megi hylla undir nokkrar smávegi- legar tilslakanir í átt til vestrænna hátta. Hjá okkur er hins vegar stefnt í austur í þessum efnum. Nýjar hömlur eru sí og æ lagðar á at- hafnir manna, og beint og óbeint stefnt að því, að ekkert megi gera án leyfis. Stórborgarlíf krefst á margan hátt strangs aga. Óþægilegar og truflandi reglur verður oft að setja til þess að forða enn verri árekstrum. í lengstu lög vilja þó flestir að komizt sé hjá beinum fyrirskipunum, eftir því sem unnt er. Nýlega voru til dæmis til umræðu á Alþingi tillögur um bann við því að unglingar innan viss aldurstakmarks fengju að aka traktorum í heimalöndum. Eftirtektarvert var, að fólkið sjálft, sem átti börnin, sem löggjafinn vildi slá vemdarhend sinni á, beitti sér gegn lagafyrir- mælunum, en forsvarsmenn skipulagningarinn- ar stóðu fast á því, að þetta yrði að banna. „Forðið mér frá vinum mínum“ varð gáfuð- um manni eitt sinn að orði. Ofríki stjómmála — og skipulagningarmanna er á ýmsum svið- um að verða óþolandi. Jafnvel sumar góðgerðar- og mannúðarstofnanir em famar að seilast til valda á kostnað heilbrigðrar skynsemi og frjáls mannlífs. r. Misheppnuð kirkjuprýði. Fossvogskirkja er látlaus bygging til að sjá og utanhúss er þar allt með myndarbrag. Marg- ur mundi þó hafa kosið að þessi síðasti áningar- staður þúsunda borgarbúa, væri klæddur að inn- an með einföldum, traustum borðviði, en ekki þessum hvimleiðu gljáplötum, sem eru lifandi ímynd forgengileikans, og eitt hið óvandaðasta hyggingarefni, sem hugsazt getur. Oft vill líka verða harður og dauður hljómur í húsum, sem klædd eru þessum platviði, sem er á að líta eins og pappír og í reyndinni lítið merkilegri. Það sem gefur sumum kirkjum svip, þegar inn er komið, er falleg altaristafla, og nægir hún stundum ein, eins og á Bessastöðum t. d., til að breyta þeim í guðshús. Á Bessastöðum hefir nú verið komið fyrir altaristöflu „Muggs“, því himinfagra listaverki, og er vafalaust óhætt að treysta því að vel fari þar um það í framtíðinni. Fossvogskirkja á sér hinsvegar engan kjörgrip. Altaristaflan þar er beinlínis hlægileg. Það er eins og maður sé staddur í kvikmyndahúsi, þar sem hefir orðið straumrof, kvikmyndin stendur Dagur Sigurðarson: HLUTABRÉF í SÓLARLAGINU Ný ljóðabók, viðburður í íslenzkri ljóðagerð L________________________________— FYLGIZT MEÐ UNGU SKÁLDUNUM Steinar Sigurjónsson: ÁSTARSAGA Ný skáldsaga, nýmæli í íslenzkri skáldsagnagerð eða hvað?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.