Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Qupperneq 78

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Qupperneq 78
164 HELGAFELL skyndilega kyrr á tjaldinu og allt í pati, en kirkjugestir geta um það eitt hugsað með hvaða hætti unnt sé að losa um þessa annarlegu stein- gervinga, sem dagað hefur uppi þarna fyrir aug- unum á manni. Og engilmyndin í grafhýsinu minnir á ekkert nema púkann á fjósbitanum. Ekki verður því þó um kennt að efnið sé hvers- dagslegt, því mótífið var hvorki meira né minna en frásögnin í Jóhannesarguðspjalli er María Magdalena kemur að gröf Krists og mæt- ir frelsaranum upprisnum. Sjálfur fagnaðarboð- skapur lífsins og undirstaða kristinnar trúar. Andríkasta saga Nýja testamentisins, sem orðið hefir þúsundum listamanna uppörvun og aflgjafi í tvö þúsund ár. En um þetta þýðir ekki að sakast við lista- manninn. Sagan um upprisuna hefir sýnilega lát- ið hann ósnortinn með öllu, en í staðinn hefir hann viljað reyna að þræða texta ritninganna, og þá væntanlega til að þóknast umbjóðendum sínum, sem alla ábyrgð bera á þessum hörmu- legu mistökum. Aldrei kennir mann sárar til andspænis þessu misheppnaða verki en við líkbörur snillinga né biður þess heitar að þessi kaleikur megi verða frá manni tekinn. r. Myndlistarverk með afborgunarkjörum og Markús ívarsson Það telst orðið til sjálfsagðra hluta að taka lán til að byggja yfir sig, stofna bú og heimili. Það er eðlileg afleiðing þess að sjálfu þjóðfélaginu hefur safnazt nokkur auður. Áður urðu allir að hafa féð uppá vasann eða lifa þæginda- og ham- ingjusnauðu húsmennskulífi framá gamals ár. Með þessari hollu lífsvenjubreytingu nýtur fólk þess, sem það aflar, jafnótt, nýtur lífsins meðan því er lifað, í stað þess að strita alla ævi og hverfa síðan frá öllu, er byrjar að rofa til. Nú fá menn lán til allra hluta, nema sízt þeirra, sem andlegt gildi hafa, þess hluta hamingju sinn- ar, sem þó er hægt að kaupa sér, ef fé er fyrir hendi. Af þessum sökum er heimilismenning víða fremur rislág meðal yngri kynslóðarinnar. Stór- ar íburðarmiklar íbúðir, ofhlaðnar þungum hús- gögnum og öðrum dýrum munum, en það sem mestu máli skiptir fyrir hamingju mannsins, það sem gerir lífið þess virði að lifa því, vantar að mestu. Sárfáar góðar bækur, engin hljóðfæri né sigild tónverk á plötum, engin listaverk. Slíkur búskapur er ekki líklegur til að skapa aflmikla menningu og því fullkomin nauðsyn að beina hugum ungu kynslóðarinnar að þeim verðmæt- um, sem hafa varanlegt gildi. Fólk þarf að geta eignazt hljóðfæri með hagkvæmum afborgunar- skilmálum, einnig málverk og önnur myndlista- verk engu síður en bókmenntir. Hugmyndinni um sölu myndlistarverka með samskonar afborgunarfyrirkomulagi og bækur, hefir nú verið hrundið í framkvæmd. í því sam- bandi er mjög freistandi að rifja upp sögu af þekktum borgara, sem dáinn er fyrir nokkrum árum, Markúsi ívarssyni, sem um margt var á undan sínum tíma, hugmyndaríkur og djarfur athafnamaður og listunnandi af lífi og sál. Hann eyddi öllu fé sem hann gat við sig losað til þess að ná sér í ný tæki og ryðja braut nýjum hug- myndum, og ást hans á list, einkum myndlist, var, er ég þekkti hann, orðin að heitri ástríðu og lotningu fyrir listinni. Markús keypti aðallega málverk af ungum mönnum, sem þá eins og alltaf máluðu mjög afstrakt og voru að dómi ýmsra vina hans jafnvel fjandsamlegir lífinu í túlkun sinni. Þá tók hann uppá því að fá ýmsa þeirra til að geyma fyrir sig myndir, og varð það til þess, að er hann vildi síðar grípa til þeirra til að prýða sína eigin veggi, reyndist mjög örð- ugt að ná þeim aftur. Þær voru þá skyndilega orðnar svo handgengnar hinum nýju félögum, að ekki var unnt að fjarlægja þær sársaukalust. Sumir buðu jafnvel stórfé til að fá að halda ýms- um myndum er þeir höfðu í gustukaskini tekið til geymslu eða í óþökk þeirra verið komið fyrir á stofuveggjum hjá þeim. Af reynslu Markúsar ívarssonar mættu ýmsir draga þýðingarmikinn lærdóm, en efst er mér venjulega í huga, er ég sé fyrir mér þennan heil- brigða íslenzka eljumann, bamslegur og í senn háþjálfaður næmleiki hans fyrir þeim innsta kjarna allra hluta, sem aðrir menn festa fyrst auga á etfir löng og ströng kynni. Það minnismerki, sem vinir Markúsar munu reisa honum verður erfitt að staðsetja, því það á að standa jafnöruggum fótum í hugheimi okk- ar og á jámbentum grunni hins gráa veruleika. r.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.