Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 24

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 24
18 HELGAFELL verður hins vegar ekki dregin sú ályktun, að efling ríkisvaldsins sé í mótsögn við lýðræðisskipulagið. Eins og bent var á í upphafi þessa máls, er lýðræðið ekki mark- mið í sjálfu sér, heldur tæki til að tryggja önnur verðmæti, svo sem frelsi og jafnrétti, en um það eru oft mjög skiptar skoðanir, hvert þessara eða annarra verðmæta sé mest virði. Sögulega eru upptök lýðræðis nútímans í baráttu borgarastéttanna gegn ofríki rík- isvalds, sem algerlega var í höndum kon- unga og aðals. Tilgangur lýðræðisins var því að auka sem mest athafnafrelsi ein- staklingsins og vernda það með því að setja sem rammastar skorður gegn mis- beitingu ríkisvaldsins. Hið frjálsa framtak, sem nú varð alls ráðandi, reyndist aflgjafi mikilla efnahagslegra framfara, en þó tókst því hvorki að skapa meginþorra fólks ör- ugga afkomu né viðunandi jafnrétti. Og áður en langt leið varð lýðræðið í vaxandi mæli tæki í höndum nýrra flokka til að knýja fram aðra stefnu: aukið jafnrétti og skipulagningu efnahagslífsins. En þessum markmiðum varð ekki náð nema með auknu valdsviði ríkisins og mikilli íak- mörkun á hinu frjálsa athafnasviði ein- staklingsins. í bjartsýni sinni voru margir þeirrar skoðunar, að auðvelt ætti að vera að sam- eina frelsi og jafnrétti og engin hætta þyrfti að stafa af eflingu ríkisvaldsins, ef með það væri farið á lýðræðislegan hátt. Því miður hefur þetta reynzt tyllivon. Jafnvel í hinu fullkomnasta lýðræðisþjóð- félagi hljóta mjög mikil afskipti ríkisvalds- ins að hafa 1 för með sér takmörkun á frelsi einstaklingsins, sem fyrr eða síðar getur leitt til þess, að raunverulegt lýð- ræði sé úr sögunni. En á þessu vandamáli er ekki nein einföld lausn til, því að efl- ing ríkisvaldsins er að verulegu leyti af- leiðing þess, að menn eru að reyna að ná markmiðum, svo sem jafnrétti og efnahags- legu öryggi, sem sumir telja ekki síður mikils virði en frelsið sjálft. Hin pólitíska flokkabarátta mun ætíð snúast mjög um það, hver þessara verð- mæta séu mikilvægust. Um það verður aldrei samkomulag. Hins vegar hafa allir lýðræðisflokkar á Vesturlöndum gert sér þess ljósari grein á síðustu árum, að auk- in afskipti ríkisvaldsins geta verið hættu- leg bæði fyrir lýðræðið sjálft og frelsi ein- staklingsins. Hafa menn því leitað nýrra leiða að þeim markmiðum, sem þeir áður hugðust ná með auknu valdsviði ríkisins. Má segja, að nú sé að verulegu leyti sam- komulag um það milli flestra vestrænna lýðræðisflokka allt frá íhaldsflokkum til sósíaldemókrata, að hið skipulagða mark- aðshagkerfi sé líklegra til þess en bæði óskorað einkaframtak og alger áætlunar- búskapur að tryggja í senn frelsi einstak- lingsins og félagslegt réttlæti. Mest er um vert, að menn gleymi því aldrei, að valdið og frelsi einstaklingsins eru andstæður, en á milli þeirra verður hver kynslóð að leita nýrra sátta. Og þá er um að gera að tefla ekki á tvísýnu, held- ur hafa vaðið fyrir neðan sig, því valdinu er títt að bregða yfir sig lambsgæru sak- leysis og blíðu, unz það er orðið svo öflugt, að það hefur ráð manns í hendi sér. Aftur á móti er mönnum gjarnt að meta ekki frelsið sem skyldi, því að það er eins og loftið, sem við öndum að okkur. Við finn- um ekki til fulls, hvers virði það er fyrir hamingju okkar og þroska, fyrr en það er af okkur tekið. (Grein þessi er að miklu leyti byggð á framsöguræðu, sem haldin var á fundi Stúdentafélags Reykjavíkur 10. marz s.l., en umræðuefnið var, hve mikil afskipti ríkisvaldsins væri samrýmanleg lýðræðis- legum stjórnarháttum.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.