Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 28

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 28
22 HELGAFELL maður skammast sín jafnvel. En það er ekki htegt að láta þá fara sínu fram. Ég fer ekki með hann, endurtók Daru. Það er skipun, sonur. Ég endurtek það. Éinmitt. En segðu þeim það, sem cg segi við þig: Ég fer ekki með hann. Balducci luigsaði sig sýnilcga vandlega um. Hann horfði á Arabann og Daru. Loks tók hann ákvörðun. Nei. Ég segi þeim ekki neitt. Þú um það, cf þú vilt ekki veita okkur lið, en ég ætla ekki að klaga þig. Eg hef skipun um að skila af mér fanganum: ég geri það. Þú kvittar fyrir. Það er óþarfi. Ég skal ekki neita, að þú hafir skilað honuni af þér. Vertu ekki vondur við mig. Eg veit, að þú mundir segja sannleikann. Þú ert fæddur hér, þú ert maður. En þú verður að kvitta, það er skylda. Daru dró út borðskúffuna, tók upp úr henni litla ferkantaða flöskn með bláu blcki, rauða pcnnastöng með penna, sem hann not- aði við forskriftarkennslu, og skrifaði nafn sitt undir kvittunina. Lögreglumaðurinn braut blaðið vandlega saman og stakk því í vcski sitt. Þvínæst gekk hann til dyra. Ég ætla að fylgja þér úr lilaði, sagði Daru. Nei, sagði Balducci. Það tekur því ekki að vera með neina kurteisi. Þú ert búinn að móðga mig. Hann leit á Arabann, sem sat hreyfingar- laus á sama stað, saug ólundarlega upp í nef- ið og sneri sér að dyrunum: Vertu sæll, sonur, sagði hann. Hurðin skall aftur á liæla lionum. Balducci brá fyrir utan við gluggann, síðan hvarf hann. Fótatak hans kafnaði í snjónum. Hesturinn ókyrrðist í útihúsinu, hænsnin urðu hrædd. llétt á eftir gekk Balducci aftur fram- hjá glugganum og teymdi á eftir sér hestinn. Ilann liélt að bratta stígnum án þess að líta við, hvarf síðan og hesturinn á eftir lionum. Daru gekk aftur til fangans, sem sat enn grafkyrr, en hafði ekki af honum augun. Bíddu, sagði kennarinn á arabísku, ætlaði síðan inn í herbergi sitt. Þcgar hann var kom- inn að dyrunum, fékk hann eftirþanka, sneri við, tók skammbyssuna og stakk henni í vasa sinn. Þvínæst gekk hann inn í herbergið, án þess að líta við. Góða stund lá hann á legubekknum, liorfði á himininn loka augunuin hægt og hægt, hlustaði á þögnina. Það var þessi þögn, sem honum liafði veitzt erfitt að þola fyrst eftir að hann kom hingað, að stríði Ioknu. Hann hafði sótt um stöðu í smábænum við fjalls- ranann, sem aðskildi eyðimörkina frá háslétt- unni. Klettabeltin þar, græn og svört í norðri, rauð og gul í suðri, voru landamerki liins eilífa sumars. Hann hafði verið skipaður í stöðu lengra norður, á sjálfri hciðinni. í fyrstu liafði einveran og þögnin verið honum erfið á þessu hrjósturlendi, þar sem ekkert var nema grjót. Stundum sáust jilógför, sem hefðu getað komið mönnum til að halda, að þarna væri einhver ræktun, en jörðin hafði verið jilægð til þess eins að róta upp sérstakri stein- tegund, sem var vel fallin til húsagerðar. Hér var ekki plægt nema til að uppskera grjót. Aður fyrr kröfsuðu menn ofurlítið af mold, sem hafði safnazt saman í skorningum, og bættu með henni rýra garðana í þorpunum. Svona var þetta land, þrír fjórðu hlutar þess voru þaktir grjóti. Bæir risu þar upp, blóm- guðust, hurfu síðan. Menn lifðu þar, unnust eða bitust, og dóu síðan. í þessari eyðimörk var enginn neitt, hvorki hann né gestur hans. Og þó vissi Daru það, að utan við þessa eyðimörk hefði hvorugur þeirra getað lifað í raun og sannleika. Þegar hann reis á fætur, barst ekkert liljóð úr kennslustofunni. Hann furðaði sig á þeirri falslausu gleði, sem hann varð gripinn við tilhugsunina um það, að Arabinn hefði flúið og hann væri aftur orðinn einn, án þess að þurfa að taka neina ákvörðun. En fanginn var kyrr. Hann liafði aðeins lagzt endilangur milli ofnsins og kennaraborðsins. Hann var með opin augu og horfði upp í loftið. Þegar hann lá þannig, bar sérstaklega mikið á Jiykk- um vörunum, sem gerðu hann ólundarleg- an á svip. „Komdu,“ sagði Daru. Arabinn stóð upp og fylgdist með honum. Þegar þeir komu inn í herbergið, benti kennarinn honum á stól við liorðið hjá glugganum. Arabinn sett- ist, en liafði ekki augun af Daru. Ertu svangur? Já, sagði fanginn. Daru lagði á borð fyrir tvo. ITann náði í mjöl og olíu, hnoðaði deig og kveikti á litla gasofninum. Meðan hveitikakan var að bak- ast, fór hann í útihús og sótti ost, egg, döðlur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.