Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 31

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 31
GESTURINN 25 gegnum kennslustofuna og kcnnarinn benti félaga sínum á útgöngudyrnar. Farðu, sagði hann. Hinn hreyfði sig ekki. Ég kem á eftir, sagði Daru. Arabinn gekk út. Daru fór inu í herbergið og bjó til nesti úr kexi, döðlum og sykri. Þegar hann kom inn í kennslustofuna, hikaði hann andartak fyrir framan kennara- bovðið, gekk síðan út úr skólanum og læsti á eftir sér. Þessa leið, sagði hann. Iíann hélt í austurátt, og fanginn á eftir honum. En þegar þeir voru komnir nokkur skref frá skólanum, fannst honum hann heyra óljósan hávaða að baki þeim. Hann sneri við og rannsakaði umhverfi skólans: þar var enginn. Arabinn horfði á hann, án þess að skilja. Ivomum, sagði Daru. Þeir gengu í klukkutíma og hvíldu sig hjá einhverskonar kalkdranga. Snjórinn þiðnaði ineir og meir, sólin þurrkaði upp vatnið jafn- harðan, hreinsaði skjótlega heiðina, sem þorn- aði smám saman og titraði einsog sjálft loft- ið. Þegar þeir héldu aftur af stað, gaf jörðin frá sér hljóð undir fótum þeirra. Oðru hverju flaug fugl framhjá með glöðu gargi. Daru drakk ferska birtuna löngum teygum. Það komst einhver ólga á hug hans andspænis þessu gamalkunna landflæmi, sem nú var næstum heiðgult undir bláum himinhjálmin- um. Þeir gengu enn í klukkutíma, það hall- aði undan fæti í suður. Þeir komu á eins- konar holt úr meyru bergi. Þaðan hallaði land- inu til austurs að lágri sléttu, þar sem greina mátti nokkur mjóslegin tré, og til suðurs að klettabelti, sem gaf landslaginu grettiun svip. Daru litaðist um í báðar áttir. Það var ekkert að sjá nema himin og jörð, enginn mað- ur á ferli. Hann sneri sér að Arabanum, sem hovfði skilningssljór á hann. Daru rétti hon- um nestispakkann: „Taktu þetta“, sagði hann. „Það eru döðlur, brauð og sykur, nóg handa þér til tveggja daga. Hérna eru lika þúsund frankar". Arabinn tók við pinklinum og pen- ingunum, en hélt á því báðum höndum í brjósthæð, einsog hann vissi ekki hvað hann ætti að gera við það. „Sjáðu nú“, sagði kennar- inn, og benti í austurátt, „þarna cr vegurinn til Tingví. Það er tveggja tíma gangur þang- að. í Tingví er lögreglustjórnin. Hún bíður þín“. Arabinn horfði í austur, en hélt stöðugt pinklinum og peningunum upp við brjóst sér. Daru tók í handlegg honum og leiddi hann hranalega spottakorn í suður. Hjá hæðinni, þar sem þeir nú voru, sást á ógreinilegan götuslóða. „Þessi gata liggur yfir heiðina. Þeg- ar þú liefur gengið allan daginn, kemurðu í beitilönd og hittir fyrstu fjárhirðana. Þeir taka við þér og hýsa þig, eins og lög þeirra bjóða þeim“. Arabinn hafði nú snúið sér að Daru, og það var kominn einhver angistar- svipur á andlit hans: „Heyrðu“, sagði hann. Daru hristi höfuðið: „Nei, þegiðu. Nú skil ég við þig“. Hann snerist á hæl, tók tvö stór skref í áttina að skólanum, leit tvíráður á hreyfingarlausan Arabann, og hélt áfram. Nokkra stund lieyrði hann ekki annað en greinilegt fótatak sjálfs sín á kaldri jörðinni, og hann leit ekki við. Hann hafði þó ekki farið langt áður en hann sneri sér við. Arab- inn stóð enn í sömu sporuin fyrir neðan hæð- ina, hafði látið handleggina síga og horfði á eftir kennaranum. Daru fékk kökk í hálsinn. En hann bölvaði af óþolinmæði, lyfti hand- leggnum hátt í kveðjuskyni og hélt áfram göngunni. Hann hafði gengið alllengi, þegar hann nam staðar og leit aftur við. Þá var engan mann að sjá hjá hæðinni. Daru staldraði við. Sólin var nú komin hátt á loft og farin að velgja honum vcl á enninu. Kennarinn lagði enn af stað, í fyrstu hikandi, síðan ákveðinn. Þegar hann kom að litlu hæð- inni, sem skólinn stóð á, var hann orðinn löðr- andi í svita. Hann lagði á brattann og fór eins hratt og hann komst. Þegar upp kom, nam hann staðar móður og másandi. Klettabeltin í suðri bar skýrt við bláan himininn, en hita- móða hafði breiðzt yfir lágsléttuna í austri. Daru brá ónotalega við, þegar hann kom auga á Arabann í þessu ljósa mistri ganga hægt eftir veginum, scm lá til fangelsisins. Lítilli stundu síðar stóð kennarinn við gluggann í kennslustofunni og horfði á geisla- flóðið hellast yfir heiðina, án þess þó að taka eftir því. Hann var nýbúinn að lesa orðin, sem skrifuð höfðu verið á töfluna fyrir aftan hann, milli bugðóttra Frakklandsfljóta, við- vaningslegri hendi: „Þú hefur framselt. bróður okkar. Þú átt eftir að gjalda fyrir það“. Hann horfði á himininn og á heiðina, en fyrir hand- an hana teygðust ósýnileg landflæmi út að sjó. Á þessu víðáttumikla landi, sem honum hafði þótt svo undur vænt um, stóð hann einn. Jón Óskar islenzkaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.