Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 32

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 32
PÉTUR BENEDIKTSSCN: Tíminn flettir spilunum tvisvar Þœttir úr sögu kjördœmamálsins i843—i847: Enginn á kjörskrá í Vestmannaeyjum þess er spurt, við hvaða stjórnarskip- ■*—1 un íslendingar búi í dag, sýnist svarið liggja nokkuð beint við: lýðræði og þing- ræði. í hugum manna hér á landi eru þessi tvö hugtök svo nátengd, að menn geta vart hugsað sér annað án hins. Þó þarf ekki langa umhugsun til þess að gera sér ljóst, að vel getur verið til þingræði án lýðræðis, og þurfum við Íslendingar þar ekki lengra að líta en í eigin barm, og hugsa til stjórn- skipunar íslenzka þjóðveldisins í fornöld. Um lýðræði án þingræðis megum við minnast þess frá sögu grísku borgríkjanna, að allir frjálsir menn áttu atkvæðisrétt um almenn mál á borgarafundum, og enn eim- ir eftir af hinu sama í ýmsum löndum, þar sem heimta má þjóðaratkvæði um viss mál- efni. Margar lærðar bækur hafa verið skráð- ar um þessi efni, og er ekki ætlunin að bæta við þær bókmenntir. Hér nægir að geta þess, að nú á tímum er vart unnt að hugsa sér lýðræði öðruvísi en í nánum tengslum við þingræði. Almenningur verð- ur að fela fámennum hópi manna umboð til að halda um stjórnartaumana. Annars er það öruggt, að allt lendir í glundroða og ringulreið, — og gengur nógu erfiðlega að komast hjá því ástandi samt. Grundvallarhugsjón lýðræðisins er sú, að allir menn séu fæddir með jöfnum rétti, séu jafnir fyrir lögunum og hafi jafnan rétt til þess að leita hamingjunnar. Þótt menn játi þessu í orði, vill þéim ganga misjafnlega að breyta eftir því. Bezti mælikvarðinn á það, hve langt eitt- hvert land er komið á braut lýðræðisins, er nú á tímum einmitt aðferðin við val þeirra umboðsmanna, sem málum eiga að ráða, — fyrirkomulag kosninganna. En markið er jafn og almennur kosningar- réttur. Almennur er kosningarrétturinn orðinn, þegar allir þegnar þjóðfélagsins, sem náð hafa nægum þroska til þess að ráða sér sjálfir hafa atkvæðisrétt. í þessu sambandi skiptir það varla máli, þótt nokkur hópur manna missi þessi réttindi við það, að þeim er að nokkru eða öllu leyti útskúfað úr mannlegu félagi vegna afbrota gegn heild- inni. Þó höfum við fyrir okkur dæmin um það, að valdhafarnir hafa misnotað þessa sjálfsögðu undantekningu til þess að níðast á andstæðingunum og sjálfum sér til póli- tísks framdráttar. Atkvæðisrétturinn getur og með mörgu móti orðið ójafn. Allir kannast við stétta- þingin úr mannkynssögunni. Forréttinda- í þáttum þessum eru margar tilvitnanir í rit frá ýmsum tímum. Stafsetning, og þó einkum kommusetning, er víða færð nokk- uð í það horf, sem nú tíðkast. Þar sem leturbreytingar eru í frumtexta er hér gleiðletrað, en feitletranir hefir höfund- ur þáttanna ákveðið. L_______________________________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.