Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 36

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 36
30 HELGAFELL mótvægi gegn því að hverfa frá hugmynd- inni um tvöfaldar kosningar. Ekki var þó öllum þessi afturhaldssemi að skapi. „Ég er nú snart fimmtugur mað- ur“, sagði Jón Jónsson frá Munkaþverá, þingmaður Suður-Þingeyinga, ,,og ég finn það og veit, að ég eins og fleiri á þeim eður hærra aldri, er alla reiðu töluvert á eftir tímanum, bæði 1 tilliti til frjálslyndis og menntunar, og get ég þó fundið til þess, hvernin það muni falla 29 ára gamla sýslu- manninum, 29 ára gamla prestinum, 29 ára gamla skólapiltinum, 29 ára gamla hreppstjóranum, 29 ára gamla bóndanum, og má ske mörgum fleirum, að sjá sextuga eða sjötuga gamalmennið reisa til kjör- fundar í þessu aðalþjóðarmáli, en mega sjálfir sitja heima“. (Alþt. 1849, bls. 587). Afturhaldsstefnan sigraði um þetta at- riði, og var það enn merkilegra fyrir þá sök, að til kjörgengi var aldurinn lækk- aður úr 30 1 25 ár. '~Pala þingmanna var enn eitt atriði, sem mjög var rætt um. Jón Sigurðsson, þingmaður ísfirðinga, var framsögumaður þeirrar nefndar, sem fjallaði um alþingis- kosningamálið á þingi 1847, og átti hann drýgstan þátt í nefndarálitinu. Þar segir m. a.: ,,Um tölu þingmanna hafa flestir ósk- að að hún yrði aukin töluvert; hafa sum- ir stungið upp á, að þingmenn yrði 42 auk hinna konungkjörnu: sumir, að þeir yrði 26 auk hinna síðarnefndu, og svo . þar í milli. Því verður ekki neitað, að fulltrúatalan kemur mjög ójafnt niður, eftir því sem nú er skipt í sýslunum, þar eð sum kosningar-umdæmi með 4—5 þúsund innbúa kjósa jafnt við þau, sem liafa 1 þúsund og þaðan af minna. Það er víst, að kosningárnar verða fríari og meiri líkindi til, að þinginu jykist meira afl af menntuðum mönnum, ef hin stærri kjördæmin fengi að kjósa 2 alþingis- menn. Þingið yrði einnig því tignar- legra, sem það væri fjölskipaðra, og öll ástæða er til að æskja að það verði ekki fámennara en þesskonar þing annars- staðar“. (Alþt. 1847, bls. 744). Meiri hluti nefndarinnar lagði til, að þjóðkjörnum þingmönnum væri fjölgað í 34, þannig, að 14 fjölmennustu sýslurnar kysi 2 þingmenn hver, — að sjálfsögðu óhlutbundinni kosningu, um annað var ekki að ræða á þeim árum. Konungsfull- trúi varaði við kostnaðinum við þessa f jölg- un; benti á, að þingfulltrúatalan væri þeg- ar mjög há á Islandi, miðað við það, sem væri í öðrum löndum. Taki menn nú eftir svari Jóns Sigurðs- sonar: ,,Það er án efa víst, að þingmanna-tal- an, sem nú er, er meiri að tiltölu en annarsstaðar, eftir fólksfjölda, en það er annað atriði, sem hér ríður meira á að hafa fyrir augum, og það er jöfnuður- inn í landinu sjálfu. Þessum jöfnuði eru menn einnig að leitast við að koma á annarstaðar, þar sem annaðhvort stétt- unum er gefinn misjafn réttur, svo að aðallinn til að m. hefir miklu fleiri full- trúa að tiltölu, eða réttinum er skipt misjafnt milli héraða eða staða, svo að lítil þorp með fáum innhúum hafa eftir gömlum vana jafnan rétt til að kjósa fulltrúa eins og stórir staðir. Á líkan hátt þarf að komast jöfnuður á milli héraðanna hjá oss; því það er undarlegt, að Vestmannaeyjar með 300 innbúa, Reykjavík með 8 eða 9 hundruðum, Strandasýsla með 1000, Norðurþingeyj- arsýsla, o. fl., skuli kjósa jafnt einn full- trúa, eins og Árnessýsla með 5000, og margar aðrar hinar fjölbyggðustu sýsl- ur“. (Alþt. 1847, bls. 758). Páll Melsteð kammerráð, sem var kon- ungkjörinn þingmaður, og Jón Jónsson („Assessor Johnsen", dómari í landsyfir- réttinum, sem næsta ár varð bæjarfógeti í Álaborg), þingmaður Árnesinga, tóku um margt í streng með konungsfulltrúa. Bend- ir kammerráðið á þá hættu, að „þegar fram líða stundir, munu hér á þinginu ekki margir þingmenn sitja þegjandi, held- ur munu flestir af þeim lialda jafnvel lang-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.