Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 41

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 41
TÍMINN FLETTIR SPILUNUM TVISVAR 35 af efnum sjálfra sín (sem mér annars ekki líkar svo illa), því í rækallanum eru þeir þá að stinga upp á 30 ára aldr- inum? Bardenfleth játaði sjálfur, að það væri engin ástæða til þess á ís- landi að taka slíkan aldur, en þorði þó ekki, að stjórnin skyldi stinga upp á 25 árum, af því hér, sem er allt öðru vísi ástatt, er 30 ára aldur. Það var eina or- sökin til, að 25 ára aldrinum í konungs- frumvarpinu loks var breytt í 30 ár. Eg vil ekki minnast á „redactionina“ á frumvarpi þingsins, það yrði of langt mál. Ekki heldur á atriðin, sem minna er varið í; það er allt í þoku og reyk. . . . Þegar ég skrifaði þetta, var ég ekki búinn að fá bónarskrá og álitsskjal al- þingis um kosningamálið frá konungi. Nú (18. sept.) fékk ég það á þessu augna- bliki. Ekki batnar, þykir mér, við þessi skjöl. Það er ógnar lítið vit í þeim. Ég skammast mín fyrir þau niður í hrúgu. . . . Segðu mér nú satt! Getur nokkur maður með fullri skynsemi fengið þessa meining út úr klausunni, sem ég hefi til- fært? Lýsir ekki þessi misskilningur ekki einungis fullkomnum ókunnleik til alls, sem fulltrúakosningum við kemur, heldur og beinlínis staklegri heimsku. Þegar alþingi í bænaskránni sinni tek- ur einu sinni enn upp aftur þessa maka- lausu röksemd, sem þeir eru svo ógnar- lega montnir af, „að þegar um almenn- ingsmál og ekki einstakleg (líklega mál einstakra staða) er að gjöra, þá sé eng- in þörf á að hafa nokkurn jöfnuð á full- trúakosningunum eftir fólksfjölda“ og það gildi því allt að einu, þó menn láti innbyggjendurna í einum hrepp eða á einum bæ eða jafnvel einn mann, þann sem allra heimskastur er í landinu, kjósa 39 af fulltrúunum, en alla aðra menn í landinu þann eina, sem eftir er, — þá bæta þeir við þessari röksemd: Náttúrlegast hefði verið, að allt landið hefði verið eitt kjördæmi, og þar af leiða þeir gegnum öldungis óútsegjan- legar vitleysur og galinna manna óra, að kjördæmin eigi að kjósa jafnmarga livert, þó þau séu misstór að fólksí'jölda. Enginn getur séð, að ef það er náttúr- legast, að allt landið væri eitt kjördæmi, þá er líka náttúrlegast, að skipta full- trúunum á kjördæmin eftir fólksfjölda! Sjá þeir þá ekki, að þegar allir menn 1 landinu kjósa í einu kjördæmi, þá fær enginn maður stærra atkvæði en hon- um ber 1 tilliti til fólksfjöldans og eng- inn minna? Ástæða þeirra er því sú sterkasta sem orðið getur móti ályktun- inni. Því segi ég það: Guð hjálpi mér og föðurlandi mínu! hvað á að verða úr því, þegar þeir menn eiga að ráða kjörum þess, sem ekki hafa meiri náttúrlega „Logik“! Ég hefi nú lesið breytingaratkvæði þín. Ég er ánægður með, hvernig þau eru samin, úr því þú hefir látið leiðast til að leggja frumvarp alþingis til grund- vallar, og það finn ég, að þú hefir 'lang- beztan „parlamentarisk Takt“ af þeim, þar hafa verið á þinginu, og nóga „Lo- gik“ til að koma ekki með það, sem hvað stríðir móti öðru. En ekki líkar mér það, að þú hefir tekið upp vitleys- urnar í alþingisfrumvarpinu (t.a.m. um fulltrúajöfnuðinn), þú hefðir átt að láta einhvern annan sitja með þær, og þver- neita að bera þær upp, því það er ekki nóg að þú segir: úr því það er samþykkt af alþingi, þá sting ég upp á það sé tek- ið upp í þetta frumvarp. Fyrirgefðu mér, bezti bróðir, að ég er svona reiður við þingið. Það kemur, eins og þú sér, til af því, að mér blöskr- ar hvað það er ónýtt. . . . Þinn heittelskandi bróðir Br. Pétursson". (Ævisaga Pjeturs Pjeturssonar, dr. theol., biskups yfir íslandi, Þorvaldur Thor- oddsen samdi, Rvk. 1908, bls. 293—298). |\ /íér veitist víst varla örðugt að fá les- endur mína til að fallast á það með mér, að Brynjólfur hafi um sumt verið óþarflega stórorður í garð Alþingis í bréf- inu til bróður síns. Hitt fær engum dulizt, sem rétt vill hugsa, að gagnrýni hans er réttmæt í öllum aðalatriðum, og að skiln-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.