Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 48

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 48
42 HELGAFELL hefir ávallt síðan aukizt og eflzt á alþingum, og haldið fram stöðugt hin- um sömu atriðum, um að auka og bæta rétt alþingis og vald, svo það geti öðlazt. fullt löggjafarvald með konungi í öllum innlendum málum. Er það nú áunnið: að kosningarréttur er nú ekki lengur bundinn við fasteign, og að kjörgengi er frjáls; þinghald er 1 heyranda hljóði síð- an 1849, en tala þingmanna er ekki fjölg- uð nema um einn, með því að nú verður Skaftafells sýslu skipt í tvö kjördæmi og annar þingmaður getur bæzt við fyr- ir Vestmannaeyjar, því nú verður kosið í því kjördæmi, sem ekki varð áður. Þetta atriði hefir þó ekki farizt fyrir vegna mótstöðu stjórnarinnar, heldur vegna mótstöðu alþingismanna sjálfra, af því svo lítur út, sem sumir þeirra meti meira kostnaðarauka þann, sem mundi leiða af, ef fjölgað væri þing- mönnum, heldur en það afl og kraft, sem það mundi veita þinginu, ef þing- menn væri fleíri, svo þarmeð mundi ávinnast miklu fljótar ýmislegt af því, sem oss ríður mjög á að fá sem fyrst, en ekki hefir fengizt hingaðtil. . . .“ Nú hefir verið skýrt frá því, hvernig ís- lenzku kosningalögin urðu til. Þau voru fjarri því að fullnægja þeirri hugsjón lýðræðisins, sem getið var hér að framan. Kosningarrétturinn var hvorki jafn né al- mennur, og þó höfum við séð, að það var einmitt sú hugsjón, sem sveif fyrir aug- um hinna beztu og vitrustu sona landsins, meðan þeir ræddu málin vonglaðir fyrir þjóðfundinn. Kosningarrétturinn var ekki jafn. Menn sættu sig við að fylgja lögsagnarumdæm- unum að meginreglu, þrátt fyrir það, að öllum var ljóst, að þetta var hinn mesti ójöfnuður. Menn voru hinsvegar, sem oft vill verða, ekki á eitt sáttir um úrlausn málsins, og þegar hefir verið greint frá meginorsök þess, að rétt þótti að slíðra sverðin um þetta deiluatriði í bili. En fleira kom til, sumt röksemdir, sem menn gerðu sér ljósa grein fyrir, en annað þótti á þeim tíma liggja svo í hlutarins eðli, að það var ekki umdeilanlegt þá, enda þótt hið gagn- stæða þyki vart umdeilanlegt nú. Erfiðar samgöngur yfir f jallvegi og óbrú- uð stórfljót voru versti þröskuldurinn fyr- ir kjörsókn, og þeim mun verri, sem kiör- dæmin voru stærri, þegar það þótti sjálf- sagt, að kjörfundur væri aðeins einn í hverju kjördæmi. Jafn sjálfsagt þótti, að valdsmaðurinn, sýslumaður, stjórnaði kjör- fundi. Torfærurnar ollu því, að tvær und- antekningar voru gerðar frá reglunni, að kjördæmi fylgdu lögsagnarumdæmum. Skaftafellssýsla fékk af þessum sökum þegar í upphafi, ein allra kjördæma, að halda tvo kjörfundi, og var nú klofin í tvö kjördæmi. Þingeyjarsýslur voru sam- einaðar í eitt lögsagnarumdæmi, en héldu áfram að vera tvö kjördæmi. — Skriflegar kosningar voru orðaðar í umræðum á Al- þingi, en sú tillaga þótti svo fjarstæðu- kennd, að henni var ekki anzað. Ef kjósa átti víðar en á einum stað, gátu menn ekki hugsað sér það framkvæmt öðruvísi en með óbeinum eða tvöföldum kosningum, en þeirri hugmynd var snemma hafnað, svo sem sýnt hefir verið. Kosningarrétturinn var fjarri því að vera almennur. Samkvæmt upplýsingum í rit- gerð Indriða Einarssonar, sem gerð verð- ur að nánara umtalsefni hér á eftir, fer því ekki fjarri, að 11. hver íbúi landsins hefði kosningarrétt samkvæmt réttarbót- inni 1857. Hvernig mátti það verða, að ekki var gengið lengra? Því verður ekki neit- að, að hér réðu mestu fordómar lands- manna sjálfra. Engum kom til hugar, að konur gæti átt atkvæðisrétt, og var þar með röskur helmingur landsmanna dæmdur úr leik. því að árið 1855 var tala kvenna á öllu Íslandi 33734, en tala karla 30869. Þetta misrétti var enki leiðrétt fyrr en með stjórnarskránni 1915, er íertugar konur fengu kosningarrétt, og 1920, er fullur jöfn- uður komst á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.