Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 52

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 52
46 HELGAFELL IV. Mýrasýsla, með 2328 manns, 1 þing- mann. V. Snæfellsness, Dala, og Barðastrand- arsýsla og ísafjarðarsýsla, með 14037 manns, kysi 6 þingmenn. VI. Stranda, Húnavatns, Skagafjarðar og Eyjafjarðarsýsla, með 16813 manns, kysi 7 þingmenn. VII. Þingeyjar, Norður og Suðurmúla- sýsla, með 12764 manns, kysi 5 þingmenn." Síðan er sýnt fram á það, að með þessu móti yrði hlutfallið milli fólksfjölda og þingmannatölu nokkuð svipað um land allt, frá 2305 til 2598 íbúar á þingmann. „Það væri að minnsta kosti miklu réttlátara hlutfall en nú er; annað mál er, hvort kosningun- um yrði komið svo fyrir, að kjördæmin gæti haft þessa stærð“. Eftir er að geta um það atriði í grein Indriða, sem kannske er merkilegast. Þar er í fyrsta sinni, svo að mér sé kunnugt, minnzt á hlutfallskosningar, ,,en þar eð það ef til vill er álitið liggja fyrir utan verkahring tímaritsins að mæla með póli- tískum uppástungum, sem ganga í ákveðn- ar stefnur, skal þeirra aðeins lauslega get- ið hér“, segir Indriði og heldur síðan áfram: „Hlutfallskosningarnar gæti verið annaðhvort fyrir allt landið í einu, þannig, að hver kjósandi veldi 30 þing- menn, eða þá þannig, að landinu væri skipt í nokkur kjördæmi, t. d. 6, sem hvert veldi svo 5 þingmenn, og ætti þannig hver kjósandi að velja 5. Þess- ar kosningar yrði sjálfsagt að fara fram skriflega og helzt þannig, að hver kjósandi mætti velja heima hjá sér og senda seðilinn með nöfnum hinna kosnu til kjörstaðarins á einhvern lögboðinn hátt, sem gæfi tryggingu fyrir því, að seðillinn væri óbreyttur og frá réttum kjósanda“. Síðan er þessu lýst nánara, en ekki er mér kunnugt, að aðrir tæki upp hugmynd- ina í bili. Þó kann það að hafa verið fyrir áhrif frá þessari ritgerð, að nokkrum ár- um seinna komst hlutfallskosning til nefnda inn í þingsköp Alþingis. igoi—/907: Ardegid' kallar T Tm síðustu aldamót er nýr vorboði 1 hugum manna á íslandi. Krafan um innlenda stjórn yfir íslenzkum málum er að komast til framkvæmda, og við fall aft- urhaldsins 1 Danmörku, náðist lieimastjórn fyrr en á horfðist um skeið. Menn vildu hrinda í rústir og byggja á ný, allsstaðar þar sem þeir sáu eitthvað feyskið í þjóð- félaginu. Andinn frá árunum fyrir þjóð- fundinn er vaknaður aftur. Og þær hug- sjónir frelsis og framfara, sem nú spretta upp, verða enginn góu-gróður. Ranglæti kosningalaganna kemur enn á dagskrá. Kosningarrétturinn er gerður miklu almennari en áður, kjörstöðum f jölg- að, til þess að gera mönnum auðveldara að sækja kjörfund, kosningar gerðar leynileg- ar. Misrétti kjördæmaskipunarinnar var eitt þeirra atriða, sem menn vildu leiðrétta. Þegar fjallað var um frumvarp til kosn- ingalaga á Alþingi 1901, lét nefnd sú, sem málið hafði til meðferðar í neðri deild, í ljós, að hún vænti þess, að stjórnin veitti þörfinni á nýrri kjördæmaskipun sérstaka athygli og undirbyggi það mál svo fljótt sem föng væru á, einkanlega með því að leita álits yfirvalda og héraðsstjórna um það, hvernig heppilegast myndi að skipta landinu 1 kjördæmi með hliðsjón af íbúa- fjölda, kjósendatölu og landsháttum. Á Alþingi 1902 kom fram tillaga um að skipta landinu í 30 einmenningskjördæmi. Var hún felld, meðfram vegna þess, að það lá í loftinu, að þingmönnum yrði fjölgað, en neðri deild samþykkti þingsályktun um að skora á stjórnina að leita álita „allra sýslunefnda og bæjarstjórna um það, hvernig kjördæmaskipan mundi haganleg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.