Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 55

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 55
TÍMINN FLETTIR SPILUNUM TVISVAR 49 fella frumvarpið, telur ekki tímabært „að fallast á aðalatriði frumvarpsins að svo stöddu“: „Hin núgildandi lög um kosningar til alþingis eru svo ný, að ekki er hægt að segja, að nein reynd sé á þau komin. Það virðist því ærið fljótt að fara nú þegar að umsteypa þeim, einkum þar sem það, af þingmálafundunum 1 vor að dæma, er móti vilja kjósenda yfir- leitt.“ (Alþt. 1907, A. bls. 836). Hinsvegar leggur meiri hlutinn til, að „til bráðabirgða“ sé gerð sú breyting, sem ekki megi dragast, nefnilega að skipta tvímenningskjördæmunum og leiðrétta nokkrar aðrar misfellur. Er síðan borin fram sú breytingartillaga, að stofna nú þegar 34 einmenningskjördæmi, og skal skipting þeirra ekki rakin að öðru en því, að Reykjavík átti að verða tvö kjördæmi, sem skiptust við lækinn og tjörnina. Álit minni hlutans hefst á þessum orð- um: „Flestum ber saman um, og nálega öllum þingmönnum, er á málið hafa minnzt í okkar áheym, að í fmmv. þessu sé fólgin ágæt hugsun og hin sanngjam- asta kosningaraðferð, sem enn sé fund- in, ef tekizt geti að fullnægja henni í framkvæmd. En mörgum þykir eigi tími til þess kominn enn að lögleiða að- ferð þessa hér á landi, og varð sú skoð- un í meiri hluta í nefndinni“. Síðan eru raktar ýmsar mótbárur, sem fram hafa komið, og eru ályktunarorðin þessi: „Þegar nú það er nálega hvarvetna við- urkennt, að kosningaraðferð sú, er frum- varpið flytur, er hin sanngjarnasta og fegursta, sem um er að velja, þegar það er með góðum rökum sýnt (af stjórn- inni), að hún er þegar vel framkvæman- leg, engu síður en sú, er nú er lögtekin, og jafnframt er að sama skapi sýnt hér að framan, að annmarkarnir á henni eru minni og óskaðlegri heldur en hinni núgildandi, þá sjáum við ekki, hvaða ástæða er til að hika við það að lögleiða hana begar á þessu þingi.“ (Alþt. 1907. A. bls. 838—840). Andstaðan gegn frumvarpinu í umræð- unum var frekar daufgerð. Jón Magnússon sló úr og í, eins og nefndarálit meiri hlut- ans. Síra Ólafur Ólafsson fríkirkjuprest- ur hélt, að kosningar samkvæmt hinni nýju aðferð yrðu, „að minnsta kosti í fyrsta sinni, sannur spéspegill hins rétta þjóð- arvilja“. Hann leggur mikið upp úr sam- þykktum þingmálafundanna: „Það er þjóðin, sem á að ráða; hún á að vera æðsti dómstóllinn í þessu efni. Vilji hún eitthvað, sem er henni til tjóns, þá ber hún ábyrgðina á því og það kem- ur henni í koll, ef hún fer illa að ráði sínu.“ (Alþt. 1907, B. 2131 d.). Þó eru tveir andmælendur kraftmeiri en hinir: Síra Eggert Pálsson á Breiðabólsstað: „Það kemur mér undarlega fyrir, að þetta frumv. skuli ekki hafa mætt meiri andmælum, en það hefir gjört.....Það er eins og það liggi einhver mara yfir hugum manna. . . . Það hefir verið sagt, að þetta frv. sé svo fallegt og vel hugsað, að fyrir þá sök sé synd að vera á móti því. Ég get nú tekið í sama strenginn, að frv. sé skarplega hugsað; en það eitt er ekki nóg; það verður jafnframt að innihalda einhverjar verulegar og góðar réttarbætur, ef það á að hafa rétt til þess að komast gegnum þingið og verða að lögum. En þetta finnst mér einmitt vanta í frumv., og þess vegna hef ég greitt og greiði atkv. á móti því. Þetta er nú engin sérvizka úr mér einum. Það eru fjöldamargir menn víðs vegar um lönd, sem telja annmarka á svona lög- uðum kosningum meiri en kostina, og þess vegna hefir þessi kosningaraðferð aðeins komizt á í sárfáum löndum. Og þar sem engin reynsla er fyrir þessari kosningaraðferð enn, þá held ég, að það væri ekki skaðlegt, þó við biðum og sæj- um, hvernig hún gefst, þar sem hún er komin á. — Mér sýnist enginn vafi geta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.