Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 72

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 72
66 HELGAFELL Fyrir mitt leyti er ég ekki í vafa um, að Virkir dagar séu fróðlegasta og skemmtileg- asta ævisaga, sem Guðmundur hefir skráð, enda þótt Hjalti Jónssoji hafi verið skraut- legri ævintýramaður en Sæmundur, og saga hans hafi að geyma öllu meiri fjörspretti en þessi bók (ef menn eru sérstaklega hneigðir fyrir ,,fjörspretti“). Auk þess eru Virkir dagar merkisbók, af því að kalla má með réttu, að Guðmundur taki upp nýjan ævisögustíl á ís- lenzku, enda þótt frásagnarsnið hans hafi engan veginn verið eins dæmi í sögunni. „Ég vissi, að frægir erlendir samtíðarhöfundar höfðu skrifað ævisögur með nýju sniði, fært formið nær skáldsögunni en áður hafði tíðk- azt,“ segir harin í eftirmála að þessari nýju út- gáfu. Geta má þess, að sú erlenda tízka, sem Guðmundur vitnar hér til hefir stórum út- breiðzt í heiminum, og árlega kemur nú út fjöldi bóka, sem helzt mætti kalla hvorug- kyns, af því að ógerningur er að skera úr um það, hvort þær eigi að teljast skáldlegar ævi- sögur eða sögulegar skáldsögur. Ahrifa Virkra daga má sjá ýmis merki í ævisagnaritun (og sagnaritun), síðan þeir komu út, og það er nokkur vitnisburður um góða kjölfestu þessarar sögu og sapnfræðilega hófsemi, að sú tækni, sem Guðmundur inn- leiðir hér, skuli ekki hafa verið að ráði mis- notuð af óvönduðum mönnum. Um gildi þessarar bókar fyrir íslandssögu hefir margt verið ritað, því að hún hefir að gcyma nákvæmar lýsingar á atvinnulífi og lifnaðarháttum, sem eru horfnir, síðan nútím- inn gekk í garð, og manngerðum, sem nú eru orðnar torkennilegar. Frá þessu sjónarmiði er fyrri helmingur bókarinnar miklu merkilegri, eins og er a. m. k., en það er heldur varla ímyndun, að sá helmingur sé bæði betur skrif- aður og efnismeiri en hinn síðari. Hannes Pétursson hefir þýtt eitt hið fyrsta . og frægasta verk Rainer Maria Rilkes, Ge- schichte vom Lieben Gott, Sögur aj himna- jöður fyrir Almenna bókafélagið. Er hug- hreysting til þess að vita, að svo fjölmennt áskrifendafélag skyldi tdja sér fært að gefa út jafnsérstætt verk sem mánaðarbók (fyrir febrúar), en ekki bara sem munað. Þessar sögur má reyndar lesa með ýmsu móti, þær hafa t. a. m. mikið af svipuðum unaðsleik og Grasaferðin. Trúarleg innlifun þeirra er djúp og ekki (ill þar sem lnin er séð. Mestu töfrar bókarinnar liggja samt í því, hvernig ltilke tekst, ef svo má segja, að gera allra hvers- dagslegustu hluti gagnsæa. Og sögurnar eru, þegar öllu er á botninn hvolft, myndir eða miklu fremur speglanir í ákaflegu fíngerðu sálarlífi. Ég minnist ekki að hafa lesið frá seinni tímum jafn-hugðnæma þýðingu og þessa. Mál- farið er einstaklega lifandi og óþvingað en örlítið skrýtið hér og hvar eða kækjótt, og það eru einmitt ])essir kækir, sem maður vill sízt breyta. Um Rilke sjálfan má annars lesa dálítið í hinni ágætu sjálfsævisögu Stefans Zweig, Ver- öld serrí var og út kom (í nokkuð dauflegri þýðingu) á vegum Menningarsjóðs. Ekki af einu saman brauði eftir Vladimir Dudintsev (Almenna bókafélagið) er ekki mjög skemmtileg saga fyrir nútímafólk. og virðist sízt hafa misst í við styttingar þær, sem íslenzki þýðandinn, Indriði G. Þorsteins- son, hefir gert, þegar miðað cr a. m. k. við enska þýðingu, sem hefir verið á boðstólum á Vesturlöndum. En sagan vakti mikla at- hygli bæði innan Sovétríkjanna og utan, af því hún var almennt talin vera gagnrýni á sovétskipulagið, og það voru fáhcyrð tíðindi um rússneska sögu. Þegar til kemur, er þetta einföld og gamaldags saga í rómantískum lö. aldar stíl um baráttu afburðamanns gegn fjandsamlegum heimi. Frá þjóðfélagslegu sjónarmiði mætti helzt kalla hana „árás“ á ofríki skrifstofuvalds og þannig gæti hún átt við, hvar scm væri í dag. Ef dæma má hins vegar eftir þeim opinberum yfirlýsingum um listir og bókmenntir, sem berast öðru hverju hingað vestur frá rússneskum yfirvöldum, er ekki vandi að sjá, hvers vegna hún þólti svo bíræfin: hún lofar rómantíska einstaklings- hyggju og verðlaunar hana að lokum, enda þótt hún haggi ekki við skrifstofuvaldinu, sem þjakað hefir söguheljurnar. Menningarsjóður gaf út á árinu sem leið íslenzk Ijóð 19kh—1953, og val ljóðanna önn- uðust Gils Guðmundsson, Guðmundur Gísla- son Hagalín og Þórarinn Guðnason. Fánýtt væri að deila við ritstjórn slíkrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.