Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 74

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 74
68 HELGAFELL Úr einu í annaö Listin að spyrja — Listin að lifa. Ekki veit ég af manni í þessu landi, umsetn- ari vopnfimum óvinaher, en Valtýr Stefánsson var, fyrst eftir að hann gerðist ritstjóri Morg- unblaðsins. Fjöldi manns virðist hafa verið æfð- ur í því skyni að fá unnið á þessum kaldrifjaða „útsendara auðvaldsins". Samræmdar árásar- greinar birtust í mörgum blöðum, og var aðal- efni þeirra það, hve Valtýr væri illa skrifandi, hvað hann væri auðsveipur þjónn danskra kaup- manna — það tvennt sem þá var smánarlegast á íslandi — og hve hann umgengist sannleik- ann af lítilli virðingu. Meðan látlaus kúlnahríð- in dundi á Valtý úr mörgum áttum, sat hann furðuótruflaður og vann skipulega að því mark- miði sínu, að hreinsa burt úr eigin herbúðum áhrií þeirra dönsku og íslenzku óheillamanna, er töfðu fyrir því að blað hans mætti verða frjáls vettvangur fyrir þau framfaraöfl, er höfðu vilja og afl til að vinna af heilum huga fyrir þjóðina. En samhliða lagði hann styrkan grund- völl að sjálfstæðri stofnun, er stæði undir blaða- fyrirtæki hans, sem hann hafði bundið miklar tryggðir við. Þeir sem renna augum yfir síður Morgun- blaðsins eftir að Valtýr gerðist ritstjóri þess, og hafa jafnframt í huga hin mörgu trúnaðarstörf hans í þágu íslenzkrar menningar — og atvinnu- mála, kemur það ekkert kynlega fyrir þó stund- um hafi mátt sjá hann þreytulegan, á leið heim að löngum starfsdegi liðnum. Og engum mun hafa látið sér koma í hug að hann hefði misst kjarkinn til að brjótast að því marki, er hann hafði sett sér. Nei, þvert á móti, það voru keppi- nautarnir, sem gáfust upp. Meðan ýmsir þeir sem áður sóttu að honum með hvassbrýndustu vopnum, hrundu eins og flugur ofaní feit og’ró- leg embætti og lögðu niður rófuna, eða voru svældir út úr grenjum sínum af kaldrifjuðum samstarfsmönnum, sótti Valtýr stöðugt á bratt- ann og lagði nótt við dag. Mörgum mun eflaust finnast að sá minnis- varði, sem Valtýr hefir reist sér með risabygg- ingunni við Aðalstræti, mundi einn nægja til að bjarga nafni hans inn á spjöld sögunnar, og sannarlega er Morgunblaðshöllin reisulegt hús, og fyrirtækið sem þar starfar vottur óvenjulegr- ar framsýni og dugnaðar. En önnur afrek munu ljá nafni hans varanlegri stað í sögunni. Störf hans í þágu íslenzkrar menningar og blaða- mennsku ber enn hærra. Valtýr Stefánsson hafði ekki mikinn tíma af- lögu um dagana til að liggja yfir þvi að fága það sem hann var að skrifa, enda sjálfsagt ekki ^etlað því langa lífdaga. Hann skrifaði alla tið til að lifa og þjóna sinni samtíð, en buðust fá tækifæri að lifa til að skrifa, skrifa fyrir framtíðina. En ef til vill er það meðal annars af þeim sökum að verk hans, líklega þó sér- staklega samtölin, munu lifa lengur en þær byggingar er við reisum traustastar. Gæfu íslands hefur orðið flest að vopni á þess- ari öld. Fjölmargir þeirra manna, sem náð hafa valdastöðu í landinu, hvar í flokki sem þeir stóðu, hafa snúizt þar til baráttu fyrir auknu frelsi, andlegu og efnalegu, en ekki treysti ég mér til að benda á annan mann, er þar hefir lagt af mörkum meira en Valtýr Stefánsson ritstjóri. Nú þegar viðtöl Valtýs Stefánssonar, þau er hann átti við menn og konur þessa lands undan- farna áratugi, og upphaflega birtust í blaði hans, eru svo mjög á dagskrá, og bækur hans metsölu- bækur, hlýtur sú spurning að vakna, hvernig á því geti staðið, að enginn talar nú lengur um það, hve Valtýr sé illa skrifandi, heldur þvert á móti keppast nú allir við að lofa skrif hans. Jú, fólk beygir sig að lokum fyrir köldum stað- reyndunum, eða réttara sagt, staðreyndirnar reynast allri óskhyggju lífseigari. Og í hverju liggur það, að þessi gömlu, rykföllnu viðtöl, flest hripuð upp á hlaupum, reynast nú hinar vinsælustu bókmenntir? Var Valtýr Stefánsson eftir allt saman fæddur listamaður, jafnvel gef- inn sérhæfileiki til að leggja fyrir menn svo lævísar spurningar, að hugur þeirra stóð sem op- in bók til gagngerðrar rannsóknar, eða bjó hann yfir skyggnihæfileikum umfram aðra menn? Jú, vissulega er Valtýr Stefánsson gæddur margvís- legum leiftrandi gáfum. Hann hefur ágætan penna, marga þá hæfileika er rithöfundum eru nauðsynlegastir. Vel og dyggilega hefir hann ávaxtað sitt pund og aldrei hopað fyrir erfið- leikunum. Að ýmsu leyti hefur það líka verið honum til gæfu að eiga mjög ófyrirleitna and- stæðinga. En núna er mjög auðvelt að átta sig á því hvaða hæfileikar hafa orðið honum nota- drýgstir, og ber þar að sama brunni og hjá þeim fyrirrennurum hans, sem langlífir hafa orðið með þjóðunum. Skarpskyggni og hreinskilni hafa haldizt í hendur, vísindaeðlið og virðingin fyrir manneskjunni. Andspænis ólíkum mönnum nýtur Valtýr trúnaðar þeirra af því hin brennandi for- vitni hans er svo mannleg og laus við þá ágengni, sem lýsir sér í því að verða fyrri til að kynna sig. Hann snýr sér ekki til fólks til að kenna því að hugsa eða lifa, heldur til að fræðast af þvi, kynnast mönnum og málefnum þeirra. Og þetta er skýringin á hinni ótrúlegu fjölbreytni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.