Alþýðuhelgin - 15.01.1949, Blaðsíða 2

Alþýðuhelgin - 15.01.1949, Blaðsíða 2
10 ALÞÝÐUHELGIN þessum fornminjum, hvenær landið byggðist og af hvaða löndum. Má og geta þess( að fornfræðingar annars- staðar á Norðurlöndum telja mikla stoð að þessum íslenzk'u fornleifum frá 10. öld, þegar þeir eru að ákvarða aldur norslcra, danskra og sænskra fornleifa. — Ég sé, að hér er allmikið af forn. um mannabeinum. — Já, safnið á talsvert af þeim. — Hafa þau ekki verið rannsökuð vísindalega nú upp á 'síðkastið? — Prófessor Jón Steffenssn hefur rannsakað íslenzk ífiannabein frá fornöld, og mun óhætt að fullyrða, að þær rannsóknir séu mjög merlcilegar frá mannfærðilegu sjónarmiði, og bó eigi síður með tilliti til uppruna ís. lendinga. — Viltu nefna einhverja fornleifa. fundi, sem eru öðrum fremur merki. legir? — Kaldárhöfðafundurinn er þar í allra fremstu röð. Ário 1946 fannst í Kaldárhöfða í Grímsnesi kumi, og‘ er það einhver anðugasti haugfundur, sem hér hefur cnn fundizt. Þá má nefna grafirnar frá Sílastöðum í Eyjafirði, sem grafnar voru upp 1947. Þar fannst mikið af fornum gripum, einkum vopnum. Einnig má minnast á gröfina frá Hafurbjarnarstöðum á Miðnesi; það er gamall fundur, einn hirtna fyrstu, sem til safnsins komu. — Eru þess ekki dæmi, að fundizt haíi báta- eða skipaleifar í haugum hér á landi? — Jú, komið hefur það fyrir. T. d. hafði bátur verið meðal gripanna í Kaldárhöfða. Þetta er saumurinn úr honum. Annars eru kuml heiðinna manna hér. á iandi yfirleitt fremur fátækleg. Hér hefur eigi tíðkazt að grafa eins mikið af allskonar munum með látnum mönnum og altítt var annarsstaðar á Norðurlöndum. — Það stafar þá sennilega af því, að landið hefur verið fátækt af góð. um gripum. — Ef til vill að einhverju leyti. En höfuðástæðan mun þó vera sú, að íslendingar hafa kynnzt greftrunar. siðum kristinna nágrannaþjóða, t. d. Breta og íra, og orðið fyrir áhrifum af þeim. — Voru lílc ekki brennd hér í heiðnum sið? — Hér hefur aldrei fundizt neinn vottur þess, en sá siður var þó al- gengur á þeim tíma annarsstaðar á Norðurlöndum. — Hvaí|i er merkilegt í púltunum, scm standá hér nokkru utar í salnum? — í þessum þrem sýningarpúltum eru munir, sem fundizt hafa við rann. sóknir Sigurðar Vigfússonar og Matt. híasar Þórðarsonar á Bergþórslivoli. Flest af þessu er mjög hversdagslegt, hálfgert rusl, liggur mér við að segja, svipað myndi vafalaust finnast í flestum gömlum bæjarrústum, ef nógu vandlega væri grafið. Ekki er hægt að fullyrða, hvað af þessu kynni að vera frá dögum Njáls, en flest af því er vafalaust miklu yngra. — Hvað viltu segja mér 'um skyrið hennar Bergþóru? — Þarna, í þessum krukkum, er skyrið margnefnda, sem Sigurður Vig. fússon fann, og stundum hefur verið tengt við nafn Bergþóru. Enginn vafi er á því, að þetta er skyr, en hvort það sé úr búri Bergþóru húsfreyju, er vissara að láta liggja á milli hluta. — Hvaða fjalir eru þarna á veggn. um? • — Þetta eru fjalir, sem varðveitzt hafa í gömlum skála á Möðrufelli í Eyjafirði, útskornar í fornum stíl, sem þekkja má að er frá síðari hluta víkingaaldar. — Þlve gamlar eru þiljurnar á að gizka? — Með miklu öryggi má segja, að þær séu eigi yngri en frá miðri 11. öld. — Eru hér fleiri merkisgripir af slíku tægi? — Þarna eru leifar af þiljum frá Flatatungu í Skagafirði. Þær eru með sérstæðum og merkilegum útskurði frá miðöldum. Fylgir þiljunum sú saga, að hinn alkunni smiður og garp. ur, Þórður hreða, hafi byggt skála þennan. STOFAN. Þá er manni boðið til stofu. Svo nefnist einhver stærsta og ágætasta deild safnsins. Kennir þar margra og góðra grasa. — Hvað er hér merkilegra hluta? — í þessum hluta safnsins er sam. an komið fjölmargt muna og listiðn. aðar af íslenzkum heimilum frá síð. ari öldum. Að sumu leyti má segja, að þetta sé fullkomnasta og merkileg. asta deildin, a. m. k. líta margir út. lendingar svo á. Hér er mikið safn ýmis konar listiðnaðar, sem sýnir glögglega, hve merkileg slík iðja hef. ur verið. — Hvað viltu Teinkum nefna af munum þessarar deildar? — Fyrst og fremst ber að nefna út. skurðinn. Hann er hér mjög áberandi, kistlar, rúmfjalir, trafakefli (notuð til að strjúka lín), lárar, öskjur, prjóna. Þiljurnar frá MöSrufelli.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.