Alþýðuhelgin - 15.01.1949, Blaðsíða 7

Alþýðuhelgin - 15.01.1949, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUHELGIN 15 AÐ tafli. Víða í íslenzkum fornritum er geL iö um ýmis konar töfl og teningsköst, sem menn höfðu sér til dœgrastytt, ‘ngar og skemmtunar. Mun sú íþrótt hal'a haldizt við allar eymdaraldir bjóðarinnar. enda fáar dægrastytting. tiltækilegri í fásinninu. Jón biskup Arason yrkir vísu um tafl, á fyrri iúuta 16. aldar. Síra Sigfús Guð. ^undsson á Þóroddsstað (d. 1597) núnnist einnig á tafl í Heimsádeilu s'nni, þar sem hann lýsir hátterni iandsmanna með svofelldum orðum: ,,Drekka fast og dansa með dreissa á góðum klæðum, fá sér eina frillu á beð með fögrum afmorskvæðum, tala og tefla greitt" o. s. frv. Skáktafl virðist hafa verið altítt hér ó landi á 16. og 17. öld. Sanna það ýmsar heimildir, sem hér verða eigi hefndar. Er jafnvel líklegt, að skák. tafl hafi verið iðkað hér stórum meira en meðal alþýðu annarra landa. Svo mikið er víst, að útlendir menn, sem um þjóðina rita á þessum tímum, býsnast ákaflega mikið yfir taflkunn. úttu iandsmanna og þaulsætni þeirra við skákborðið. Raunar tekur enginn hiark á því, sem stórlygarinn Blefken segir í hinum alræmda pésa sínum, að íslendingar liggi í rúminu marga daga um vetrartímann og tefli skálc. tafl. Það er eflaust líka stórlega orð. um aukið, sem Peder Clausson segir, að íslendingar séu svo frábærir skák. menn, að þeir séu stundum viku eða lengur með sama taflið, þótt þeir taki góða skorpu á hverjum degi. Ýmsir fleiri láta þess getið, að íslendingar séu skákmenn góðir, án þess að segja heinar reyfarasögur um skáklist þeirra. Er fullvíst, að íslendingar hafa á þessum tímum, og það allt fram á 18. öld, haft mikið skákorð ú sér í útlöndum. íslenzk tunga ber þess einnig ýms.' ar menjar, að hér hefur verið mikið teflt, bæði manntafl og teningatöfl af ýmsu tagi. Fara hér á eftir nokkrir málshættir og orðtæki, sem dregin eru a£ tafli. Fróðlegt væri, ef þeir lesendur þessara lína, sem kunna fleiri málshætti og orðatiltæki um tafl, rituðu það niður og sendu „Al. þýðuhelginni" til birtingar. Málshættir um tafl. Auðurinn bætir alla skák, ef ei er máf á borði. Ein bót nægir í senn, segja allir skákmenn. Fiplar hönd á feigu tafli. Hver má tefla við þann kost, sem hann hefur upp tekið. Ljúft er að tefla þá vel fellur. Mér er annað tíðara en um tafl að ræða. Mörgum misteflist fyrir síns mis. gánings skuld. Mörgum tekst vel upp, sem teflir illa að lyktum. Sá á leikinn, sem síðar teflir. Sá verður að tefla á tvær hættur, sem vinna vill. Sjaldan vinnur taflmaður fyrsta tafl. Skýzt um skák hverja. Svo er hver leikur, sem að heiman er ger. Teflir hver um tvo kosti, að tapa eða vinna. Treystu ei tafli hálfunnu. Það er skák og jafntefli, ef báðir bera minnkun úr málum. Það eru taflslok, ef leikið er í stanz. Orðtæki um tafl. Að vera kominn í mát með eitthvað. Að þola (standast) ekki mátið. Að skáka í hróksvaldi. Að skáka í því skjólinu. Að færa sig um reit. Að tefla á tvær hættur. Að sjá sér leik á borði. Að tefla við páfann (bregða brólc. um). Að þykjast sjá taflslok á málum sínum. Brögð i tafli. Eitthvað bætir úr skák. Um lífið að tefla. VERÐLAUNAVÍSUR. Þótt gamla Alþýðublaðið (1906— ’7) væri lítið og hefði eigi mikið rúm fyrir skemmtienfi, birti það þó ýmis. legt af léttu og gamansömu efni, þar á meðal skríllur -og lausavísur. í 5. tbl., 25. marz 1906, gat að líta eftir. farandi greinarstúf: „Margir kunna vísu eina eftir Bólu. Hjálmar, sem er einkennileg að því leyti, að í henni eru 25 té. Hún er svona: Þáttur tættur flýttur fléttur fleyttur létti. Háttur bættur, hnýttur, sléttur hreyttur detti. Alþýðublaðinu liefur borizt vísa, sem í eru 36 té. Hún er svona: Eitt sinn þeyttust út um nótt átta kettir, hratt og létt. Tuttugu rottur, títt og ótt, tættu og reyttu á sléttri stétt. Hver, sem sendir Alþýðublaðinu vel kveðna vísu, um sjálfstætt efni, sem í eru fleiri té en þessari, fær 1. árg. af blaðinu að launum. Þetta gildir einnig um aðra stafi en té, ef þeir koma fyrir oftar en 36 sinnum í sömu vísu.“ Árangur þessarar samkeppni var birtur í blaðinu 30. maí. Voru þar prentaðar tvær vísur, sem þóttu upp- fylla hin settu skilyrði. Þær voru þessar:, Við barn. Nonna hlynni’ og ann ég enn, enn ber kinnin roðann sinn. Nonni að vinna nennir senn, Nonni’ er inn við faðminn minn. (37 ,,n“.) L. Th. Um liest. Hratt 6 spretti Höttur létt hljótt út þeyttist fljótt um nótt. Tættlum fletti títt af stétt tuttugu’ og átta hratt og ótt. (37 ,,t“.) J. P. Jónsson. Ef til vill vilja einhverjir hagyrð. ingar nú spreyta sig á þessari brag. þraut. Hnekkið hinu gamla meti og sendið árangurinn hingað til blaðs- ins!

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.