Alþýðuhelgin - 23.01.1949, Blaðsíða 4

Alþýðuhelgin - 23.01.1949, Blaðsíða 4
20 NIOTaHílŒAcriV um óvenjulega mikið úrval að ræða; meira en nokkru sinni fyrr. Af drengjabókunum voru áberandi vinsælastar „Björt eru bernskuárin“ eftir Stefán Jónsson, höfund „Hjalta litla“ og Guttavísnanna“ og „Á skipa- lóni“ eftir Jón Sveinsson (Nonna), og er það I. bindi af hinum gamalkunnu og vinsælu Nonna-bókum. Má með sanni segja, að þarna hafi valiö verið léttast fyrir íslenzka bókakaupendur fyrir þessi jól, auk þess, sem þeim stóð einnig til boða Ritsafn Sigur- bjarnar Sveinssonar (Bernskan og Geislar), enda sá á hillum búðarinn. innar, að menn kunnu að meta þessar bækur. Þá seldist „Blá bók“ Bók- fellsútgáfunnar „Jói gullgrafari“, mjög mikið. Indíánasögur eru vin- sælt lestrarefni tápmikilla drengja og varð þar helzt fyrir valinu „Sléttu- búar“ eftir Cooper. Fyrir 8—10 ára aldurinn virtist mér „Litli flakkar- inn“ eftir Hector Malot mesta sölu- bókin, þar til út kom bók barnanna sjálfra, „Frá mörgu er að segja“. Bók sú er mjög sérstæð og algerlega sam- in og myndskreytt af börnum, urðu vinsældir hennar slíkar, að allt það, er tókst að fá bundið fyrir jól, seld- ist upp. Af stúlkubókunum var „Sigga Vig'ga“ langsamlega mesta sölubókin. Aðrar bækur seldust mjög mikið, eins og t. d. „Adda lærir að synda“, „Skátastúlka í blíðu og stríðu“, „Vala“ o. fl. o. fl. Mjög er það misjáfnt með fólk, er kemur í bókabúðir fyrir jólin, hve það er ákveðið um kaup sín, eða hve það leitar aöstoðar afgreiðslumanna viðkomandi búðar. Hér koma menn úr öllum stéttum, á öllum aldri, allt frá börnum til gamalmenna. Allir þurfa að kaupa bók fyrir jólin. Sum- ir koma ákveðnir og biðja um ákveðn ar bækur, en aðrir vita ekki hvað þá vantar, að öðru leyti en því, að það á að vera bók handa einhverri á- kveðinni persónu. Við, sem vinnum í bókabúðunum fyrir jólin, verðum því oft. að taka á okkur áhyggjur þeirra, sem inn fyrir þröskuldinn koma (annars segi ég, að það sé enginn þröskuldur á vegi þeirra, sem verzla í ísafold). Það þarf að velja bók fyr- ir pabba, mömmu, frændá, frænku og svo alla litlu angana. Sem sagt, fólk á öllum aldri, alveg frá þeim yngsta í fjölskyldunni til hins elzta. Stundum vill bera á tortryggni hjá fólki, um að afgreiðslumanninum muni ekki allskostar til þess að treysta, að leiðbeina um bókavalið. Slíku fólki bendum við aðeins á það kjörorð fyrirtækisins, að gera alltaf sitt bezta fyrir hvern viðskiptavin, því að þó það sé einu sinni hægt, að prar.ga einhverju inn á hann, þá sé traust hans meira virði en nokkrir aurar eða krónur. Þetta finnst mér flestum skiljast, er þeir hugsa málið. SVEINN GUÐLAUGSSON (Bækur og ritföng, Austurstrœti). • • _____________________________________________________________ „Bókakaup unga fólksins eru m'kil og fara sízt minnkandi." Flestir gerðu ráð fyrir mikilli jóla- bóksölu 1 ár, þar sem mjög lítið úr- val var af öðrum lientugum vörum til gjafa. Raunin varð einnig sú, að bæk- ur seldust mjög mikið. Hafa senniiega fleiri gefið bók í jólagjöf en nokkru sinni fyrr. Þó var það áberandi, að fólk keypti yfirleitt ódýrari bækur en það liefur gert undanfarin ár. Fólk spyr eftir öllum flokkum bóka, myndarlegum, þýddum skáld- sögum handa kvenþjóðinni, bók um þjóðleg fræði eða ævisögu handa eldra fólki o. s. frv. Falleg myndabók þykir góð gjöf handa hverjum sem er. Ljóðabækur góðskáldanna, eldri og yngri, eru vinsælar, og seljast yfirleitt vel. Þær eru engu síður valdar til tækifærisgjafa en skáldsögur og fræðibækur. Leikrit seljast ekki mik- ið. Þó er til dálítill hópur manna, sem safnar þeim. Smásögur seljast misjafnlega og eru lítið eftirspurðar til jólagjafa. Þó seljast alltaf dável smásagnasöfn íslenzkra góðskálda. þýddar smásögur, jafnvel eftir góða höfunda, seljast oft lítið. Það er mjög algengt, eigi sízt fvrir jólin, að fólk kemur inn í bókabúð án þess að hafa ákveðið hvaða bækur það ætlar að kaupa. E. t. v. spyr það eftir ákveðnum bókum, en hefur þó ekki fastráðið að kaupa þær, vill gjarnan vita, hvort ekki eru til aðrar heppilegar bækur fyrir t. d. gamla konu í sveit, sjómann, fimmtán ára stúlku o. s. frv. Verður bóksalinn þá að komast eftir. hvort væntanlegur bókareigandi hefur áhuga á einhverju sérstöku: ævisögum. ferðabókum, ljóðum, þjóðsögum. Þá þarf og að athuga, hvað bókin má vera dýr. Margir hafa sett sér einhver takmörk með það. En þótt verðið hafi mikið að segja, vilja þó allir velja góða bók handa vinum sínum. Mér virðist fólk fara allmlkið eftir ritdómum, er það velur bækur. Þó hleypur það ekki svo mjög eftir lof- gerðum. þeim, sem oft felast í rit- dómum, en er þakklátt fyrir þær upplýsingar og -staðreyndir um bæk- urnar, sem það fær þar stundum. Síð- an notar það eigin dómgreind og vel- ur sjálft. Auglýsingar minna að sjálf- sögðu á bækur, og hafa s.iálfsagt í ýmsum tilfellum allmikið að segia. Hvað snertir bókakaup unga fólks- ins, verð ég að segja það, að þau eru mikil og fara sízt minnkandi. Þó er það áberandi, hvað yngri kynslóðin kaupir mikið af alls konar tímaritum og „magasinum'1. Raunar virðast þau kaup fara vaxandi meðal eldri kynslóðarinnar líka. Það er eins og fólk gefi sér ekki tíma til þess, á þessari öld hraðans og óróans, að lesa langar bækur, vill lieldur renna augum yfir ágrip. Hvort sem mönn- um líkar betur eða ver, virðist sækja í sama horfið hér og annars staðar: Hið „samþjappaða form“ aflar sér æ meiri vinsælda. Má nefna um það mörg dæmi, bæði erlend og innlend, þótt hér skuli að- eins bent á hina miklu útbreiðslu, sem tímaritið „Úrval" hefur hlotið. —----------4------------ t

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.