Alþýðuhelgin - 23.01.1949, Blaðsíða 5

Alþýðuhelgin - 23.01.1949, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUHELGIN ííORVARÐUR MAGNÚSSON (Bókabúð Kron): „Fólk heimíar góðan frágang á bókum.“ Nú fyrir jólin var bóksala með mesta móti, og allmiklu meiri en síð- astliðið ár. En fyrri hluta ársins var hún aftur á móti heldur minni en á sama tíma í fyrra. Heildarsala yfir árið hefur þó verið öllu meiri nú en árið áður. Meðal þeirra bóka, sem mest seld- ust nú fyrir jójin voru Gengið á reka eftir Kristján Eldjárn, Læknisævi eftir Ingólf Gíslason og Frá Hlíðar- liúsum til Bjarmalands, minningar Hendriks Ottóssonar. Ævisögur og bækur um alls konar þjóðleg fræði eru mjög vinsælar. Mikil eftirspurn er eftir skáldsög- um, bæði innlendum og erlendum, og er það víst sú bókaflokkur, sem hef- ur fjölmennastan iesendahóp. Þær eru jafn vinsælar hjá ungum og gömlum. Aftur á móti er ekki mikil eftirspurn eftir ljóðum, og er það næstum eingöngu eldra fólk, sem kaupir ljóðabækur. Stór liður í bóksölunni er sala á barnabókum, enda hefur verið mikill fjöldi gefinn út af þeim og úrvalið því mikið. Nú eru margir íslenzkir rithöfundar, sem skrifa fyrir börn, og er ekki síður eftirspurn eftir þeirra bókum en erlendu barnabókunum. Barnabækurnar þurfa að vera í smekklsgu og góðu bandi, en bækur fyrir allra yngstu lesendurna mega ekki vera dýrar. Fólk á öllum aldri kaupir bækur. Afi gamli kaupir bækur handa sér og litlu stúlkunni sinni, og sjö ára krakkar koma og kaupa bækur handa enn yngri systkinum sínum. Oftast spyr fólk eftir sérstökum, nafngreind- um bókum eða bókum um visst efni. Mikið meira er keypt af bundnum bókum en óbundnum, en nokkrir eru þó, sem alltaf kaupa óbundnar bæk- ur. Fólk vill hafa góðan frágang á bók- um, smekklegt og sterkt þand, og þarf hvorttveggja að batna, þó að margar bækur komi út, sem eru óaðfinnanleg- ar, bæði hvað band og frágang snert- ir. Margir eru vandlátir með þetta, og ekki er skemmtilegt fyrir af- greiðslufólkið að þurfa að leita í öllu upplaginu, sem til er í búðinni, áður en hægt er að koma með gott eintak. Sömuleiðis þurfa hlífðarlcápur á bþk- um að vera smekklegar. Fólki leiðast klúðurslegar og klúrar myndir fram- an á bókum og klaufalega valdar káputeikningar hafa stórpillt fyrir sölu á sumum bókum, þó að bækurn- ar væru sæmilegar að öðru leyti. Mjög mikil eftirspurn er eftir er- lendum bókum um alls konar efni, því að fjöldi manns les mörg erlend mál. En því miður er eklci hægt að verða við óskum þsirra viðskiptavina eins og sakir standa. Auglýsingar og ritdómar hafa nokk uð mikil áhrif á bókakaup og bóka. ,val, einkum ritdómar. Óhóflegar og ski-umkenndar auglýsingar hafa oft þveröfug áhrif við það, sem ætlað er. Oflítið birtist af skemmtilegum og góðum ritdómum, því að þeir eru alltaf ánægjuleg lesning, og svo eru þeir nauðsynlegir til leiðbeining- ar um bókaval. Köflugos 1/55. Höskuldsstaðaannáll séra Magnúsar Péturssonar segir svo frá Kötlugosinu haustið 1755: Þann 17. Octobris, sem var föstu. dágur, litlu fyrir hádegi^ spjó Kötlu- gjá í Mýrdalsjökli með miklum jarð. skjálftum, eldingum, stórdynkjum, skruðningum, þoku, þykku sandmistri og iðulegum eldsgangi. Kom sá mökkur upp úr gjánni á tveim stöð- um. Stundum fylgdu harðir brestir, sem mörgum fallstykkium væri í einu afhleypt, og öskufall um allan Mýi’dal og sandur svo mikill, að sam. aníieyrði í fannir í lögum. Þetta, stóð yfir til þess 7. Novembris, sem er í 4S“a£egúr. Þriú vatnshlaup köstuðust úr gjánni með fýluhroða og jaka. burði, er í sjó féllu. Dreifðist það víða þar um landið. Fór eit.t það hlaup svo langt á sjó fram, að mcnnum virtist jökullinn standa víst á 40 föðmum. Þann clds- og vatnsgang dreif jyfir fimm sveitir með svörtu myrkrí, iðulesu sanddrifi og saman. brædjdum, jökli sem blotasnió, er fraus og varð sem kopar um jörðina, svo áftók allan grasgang um sveitirn. ar, svo þykkt, að sandurinn varð á hólum og hæðum meir en eitt kvarter og á sléttlendi hálf alin, cn í lautum urðu sandfannir. Þar með fylgdi brunavikurgrjót sem knefasteinar, er niður féll og breiddist sem tað breitt á túnum, sem þá ei brenndi einast þurra materíu, heldur jafnvel votar. Einn karlmaður og ein stúlka brunnu og'deyðu af þessum eldi og ei fleira fólk. Margir hestar dóu af hungri og af ■ eldslættinum. Sauðpeningur íórst og í nokkrum stöðum. Vegir urðu sums staðar ófærir, mest sökum hæð- ar jökulsins. En bæir fórust ekki í því hlaupi, en löndin skemmdust. LESENDUR: Sendið Alþýðuhelginni frásagnir ,,úr lífi alþýðunnar". Koma þar jafnt til greina lýsingar á lífskjörúm og vinnubrögðum við margvíslegustu störf og frásagnir af eftirminnilegum atburðum á sjó og landi. Alþýðuhelgin, Hverfisgötu 8—10. Um soldáta, illa haldna. Páll íögmaður Vídalín var á ferð erlendis og sá „soldáta, illa haldna“. kastaði hann þá fram stöku þessari: Þetta er mikið þrælalið, þyrpist hópum saman; hvað gekk til þess liimnasmið að hafa þá svona í framan? (Vísnakver P.V.)

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.