Alþýðuhelgin - 29.01.1949, Blaðsíða 4

Alþýðuhelgin - 29.01.1949, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUHELGIN , 28 Worm farið þess á leit í bréfi til síra Magúnsar Ólafssonar skálds og mál- fræðings í Laufási, markilegs fræði. manns, að hann semdi orðasafn vfir ýmis fornyrði og þá einkum skálda- málið. Magnús hóf verkið, en lézt ári síðar. Síra Jón Magnússon, fóstiu-son- ur síra Magnúsar og eítirmaður í embætti, tók þá að sér að halda þessu starfi áfram. Lauk hann því á all- mörgum árum. Árið 1646 virðist allt handritið hafa verið komið til Worms. Gaf Worm út rit þetta árið 1650, eft- ir að hafa endurskoðað það sjálfur og aukið nokkuð. Orðasafn þetta, sem er 144 bls. í stóru fjögra blaða broti, er aðallega dregið saman úr Snorra- Eddu, Egils sögu og Njálu, en nokkuð úr öðrum sögum. Þetta er frumsmíð, sem margt má að finna, en var þó þarft verk. Worm mun einnig hafa átt frum- kvæði að því, að Guðmundur Andrés- son samdi íslenzka orðabók með lat- neskum þýðingum. Yar hún bæði yf- irgripsmeiri og auðveldari til notkun- ar en orðabók Magnúsar og Jóns í Laufási. Hún var hins vegar eigi prentuð fyrr en 1683. Enn má geta þess, að árið 1651 kom út fyrsta íslenzka málfræðin, sem prentuð hefur verið, rituð á latínu. Höfundur hennar var Runólfur Jóns- son rektor á Hólum. Þakkar hann í formála Óla Worm fyrir þá aðstoð, sem hann hafi veitt sér til að koma ritinu á fi-amfæri. ÁRANGUR STARFSINS. Sökum þess hve vísindahróðúr Óla Worms var mikill víða um lönd, vöktu rit hans um fornfræði mikla athygli menntamanna víðs vegar um Evrópu. Ásamt ritum Arngríms lærða gerðu þau fornbókmenntir íslendinga kunnar víða um lönd og vöktu þann áhuga, sem aldrei hefur dvínað síðan. Hér kom það einnig til, að Worm skrifaðist á við mikilhæfa vísinda- menn í mörgum löndum. Hvatti hann þá til að kynnast íslenzkum fornfræð- um og leggja stund á þau. Bar það oft eigi alllítinn árangur., Einn þeirra manna, sem Worm vakti til skilnings á gildi hinna fornu, norrænu fræða, var Mazarin kardínáli í París, sem átti mikið bóka- og handritasafn. Vildi hann nú auka safn sitt af nor. rænum handritum og þurfti á að halda kunnáttumanni í þeim fræðum. Worm var beðinn að útvega mann- inn. Þá var Stefán Ólafsson, síðar skáld og prestur í Vallanesi, hand- genginn Worm og vann fyrir hann að þýðingum íslenzkra fornrita á latínu. Mælti Worm með því, að Stefán tæki boði boði kardínálans. Mun Stefán hafa verið fús til fararinnar, en hvarf frá því ráði að undirlagi Brynjólfs biskups. Mun það liafa vel ráðizt, því Mazarin kardínáli komst litlu siðar í fjárkrögg'ur og bókasafn hans var selt á uppboði. Er og hætt við, að sæti Stefáns Ólafssonar í íslenzkri bók- menntasögu væri eigi svo vel skipað sem er, hefði hann á ungum aldri setzt að í Frakklandi. Óli Worm kom sér upp miklu bóka. og handritasafni. Þar á meðal voru eigi allfá merkileg handrit íslenzk, Gamli á Ballará. Það er sagt, að í fyrri daga hafi bóndi sá búið á Ballará; er Gamli hét, og þótti heldtir en ekki fjöl. kunnugur. Eitt haust er sagt, að hann hafi róið til fiskjar á mið þau, sem kölluð eru Slóðir, en konur suðu þá slátur heima á Ballará. Sagði þá einn af hásetum hans, að hann vildi óska að horfið væri til þeirra lieitt blóð- mörsiður að heiman. Gamli spurði hvort þeir mundu þá éta það, og er eigi getið svars þeirra, en Gamli dró upp færið og var þá iðrið heitt á öng. uloddinum, en ekki þorðu háselarnir þá að snæða það. — Sú er ein sögn um Gamla, að eitt sinn væri hann með öðrum mönnum á ferð, og þegar þeir töluðu um það, að gott væri nú að geta fengið í staupinu, tappaði Gamli vín út úr klifberaboga á einum af hestum sínum. (Gráskinna Gísla Konráðssonar). IIÆNA GALAR. Sá atburður varð á bæ þeim fyrir neðan heiði, er á Mosfelli lieitir, þeg- ar þar bjó sá maður, er Gissur hét, og var Einarsson, hann átti Þóru, dóttur Gissurar jarls. Þar var prestur, er Guðmundur hét. Hústrú átti hænsn. Það bar tll einn morgun, sem sem vinir hans hér höfðu sent hon- um. Safn þetta, sem hélzt í eigu ætt- arinnar, glataðist nálega allt í brun- anum mikla 1728. Árni Magnússon hafði þó komizt yfir nokkur hinna ís- lenzku handrita, þar á meðal hina svonefndu Ormsbók af Snorra-Eddu. Þessi handrit, sem Árni hafði náð tangarhaldi á, frelsuðust öll frá eyði- leggingu. Hér hefur mjög stuttlega verið drepið á æviferil Óla Worms, og raunar flestu því sleppt, sem eigi snertir íslenzka menn eða íslenzk fræði. Starfsemi hans öll býður af sér góðan þokka. Með áhuga sínum á fornum fræðum norrænum hefur hann tengt nafn sitt íslenzkri sögu um ókomna framtíð. G. G. prestur lá í sæng sinni og sá í eystri dyrnar, því bærinn var tvídyraður. Hann sá, hvar hænsnin voru, og er minnst var von, fer hæna upp á þröskuldinn og gelur á þann hátt, sem hani, en hljóð hafði hún miklu meiri en hani. Var þetta oft, og þótti öllum mót náttúru, og nokkuð svo fyrirsögn þeirra hluta, er síðan komu fram‘, og óheyrilegir og óviður- kvæmilegir voru, þá er kóngsmemi nauðguðu herra Árna biskup á þann hátt, að þeir sögðust taka skyldu frá staðnum í Skálholti og öllum hans útbúum alla vinnumenn. utan hann sigldi til Noregs, og gjörðu honum slík fádæmi, sem fáheyrð eru, og trautt munu dæmi til finnast, að með nokkrum biskupi hafi svo gjört verið, og er ekki undarlegt, þótt guð sýndi fáséna hluti fyrir slíkum ódæmum. (Tídsfordríf Jóns lærða.) Maður nokkur auðugur gaf Wessel vínflösku, sem hann sagði að væri með forláta víni, hundrað ára gömlu. Er hann rétti skáldinu flöskuna, sagði hann: — Hvernig lízt yður á? — Mér þykir hún nokkuð lítil eftir aldri, svaraði Wessel. r J

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.