Alþýðuhelgin - 05.02.1949, Blaðsíða 2

Alþýðuhelgin - 05.02.1949, Blaðsíða 2
34 ALÞÝÐUHELGIN inni, lagt frá allri byggð. Oft var talað um að flytja Strandarkirkju og gerð. ar samþykktir og gefnar út tilskipan- ir um það. T. d. skipar Finnur biskup 30. júní 1756, samkvæmt fyrra bisk- upsúrskurði, að flytja kirkjuna að Vogsósum, en presturinn (séra Jón Magnússon, bróðursonur Árna Magn- ússonar) og' sóknarmcnn þumbuðu það fram af sér, og Strandarkirkja stóð kyrr. Oft var hún lek og' illa leikin. Sandskaflar voru kringum iiana og sandrykið inn í henni, en það var messað í henni. Um h’ana segir Grímur Thomsen: Kröftúgust er trú og tryggð tæpan mátt að styrkja, þó að sé á sandi byggð seig er Strandarkirkja". II. Árið 1888 kom út bæklingur eftir séra Jón Bjarnason, sem hann nefndi: „ísland að blása upp“. Þar ræðir séra Jón um upplausnina í landinu, rán- yrkjan eyðir gróðri þess, skógar þverra og landið blæs upp. Trúleysi þjóðarinnar veldur iandflótta, fólkið streymir af landi burt, vestur til Ame- ríku. J. B. virðist sjá að beinagrind hinnar íslenzku fjallkonu fær ekki hold og húð, nema að landið sé frið- að. Það var þá cnn ekki tímabært, að tala um það. Margt af fólki fór héð- an að heiman vestur um haf, með höfuðið íuilt af glæsilegum framtíðar- vonum, — en aðrir kvöddu æsku- stöðvar og heimahaga með hjartað sært og tárin í augunum. Sá bar sár- an harm í lniga, sem sagði: ,.Ég á orðiff einhvern veginn ekkert fö'ður- land“. Upp úr allri eymdinni, eftir 1880, þegar flóttinn brestur í liði þjóðarinnar og flúið er til Ameríku, heyrist rödd í Skagafirði: „Heim að Hólum“ þar er settur á stofn búnað- arskóli. Heima á Hólum í Hjaltadal leyndist hinn helgi, forni skólaandi, sem Jón biskup Ögmundsson flutti þangað heim, og Matthías Jochums- son lýsir svo: „Iðja prýddi, dáð og dugur, dýran stpl; fegurð, kapp og fremdarhugur fjörið ól; sumir kenna, sumir smiða, syngja, nema, rita, þýða; einn er biskup allra sól“. Það er þessi lifandi, starfandi guðs- þjónusta,' sem í öndverðu var inn. leidd á Hólum, og starfar þar enn í dag. Því er það, sem staðurinn hefir helgi í hugum manna, tign hans gnæf- ir yíir öllu önnur heimili á Norður- landi, um hann einan er sagt “heim að Hólum“. Það þurfti trú, festu og manndóm tll þess að stofna og reka alþýðuslcóla liér á lancli um 1880. Það gerðu engir veifiskatar, sem tigna gerfimennsku. Það voru þjóðhollir umbótamenn. Skólastjórar hafa verið síðan, við búnaðarskólann á Hólum: Jósep Björnsson, Hermann Jónasson, Sigurður Sigurðsson, Páll Zóphónías. son, Steingrímur Steinþórsson og Kristján Karlsson, síðastur, en ekki sístur. Allir hafa þeir unnið mörg verk og góð fyrir land sitt og þjóð. Trúað gæti ég að upphafsmaður Hólaskóla, Jón biskup hlnn helgi, hafi fundið höfund lífsins heima á Hólúm, líkt og Valdimar Briem lýs- ir, er hann segir: „Guð, allur heimur, elns í lágu og og háu, ert opin l>ók, um þig er fræðir mig. Já, hvert eltt blað á blómi jarðar smáu, er blað, sem margt cr skrifað á um þig“. íslenzka þjóðin er þannig, að húh finnur bezt guð í lífrænu starfi í föð. urlandi sínu. Jón S. Bergmann segir: „Heldur yrði hæpinn sál himnaríkisfriður, heyrðist aldrei íslenzkt mál eða fossaniður11. Mundi eltki vera holt að samcina, t. d. á sumrin, prestaskólann og bændaskólana? Þeir skólar eru að líkindum þýðingarmestir fyrir fram- tíð lands og þjóðar, — en það eru þær menntastofnanir, scm nú virðast minnst sóttar. Það er sannleikur, sem spekingurinn Einar Benediktsson seg- ir: „Ilver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa á guð sinn og land sitt skal trúa.“ III. Árið 1928 samþykkti Alþingi lög nr. 50 um Slrandarkirkju og sand- græðslu í Strandarlandi. (Eftir 2. umræðu í Nd. var frum. varpið orðað svo, og varð að líkindum. óbreytt, að lögum). 1. gr. Af fé Strandarkirkju má á árunum 1928 til 1929 verja allt að 10000 kr. til sandgræðslu, girðinga og sjó- garða í Strandarlandi, en síðan má verja allt að 1000 kr. á ári hverju til viðhalds og græðslu. 2. gr. Um framkvæmd sandgræðslunnar og tillögur til hennar fer að öðru eítir lögum um sandgræðslu. 3. gr. Strandarland skal vcra cign Strand- arkirkju. 4. gr. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið liefur umsjón með stjórn kirkjufjánna og setur reglur um framkvæmd sand- græðslunnar. í Morgunblaðinu 8. júli 1928 er grein með fyrirsögnunni: „Sjóðseign Stranclarkirkju og sandgræðslan í Strandarlandi“. Þar segir svo: „Héraðsfundur Ár- nesinga var haldihn í Ilraungcrði hinn 22. júní s. 1. Fundurhm tók mál Strandarkirkju til umræðu og athug- unar. Niðurstaðan var r.ú, að héraðs- fundurinn samþykkti einróma eftir- farandi yfirlýsingu um ao hann teldi ráðstöfun síðasta Alþingis á fé Strandarkirkju brot á friðhelgi opin- berra sjóða og eignarréttinum. Jafnframt skoraði fundurinn á bisk- up að sjá svo um, að lög síðasta Al- þingis, um Strandarkirkju og sand- græðslu í Strandarlandi, yrðu prófuð af dómstólunum áður en féð yðri greitt úr sjóði kirkjunnar. Tillagan var ílutt af Gísla bónda Pálssyni í Kakkarhjáleigu á Stokks- eyri og var hún samþykkt í c-inu hljóði“. Næst flytur svo Morgunblaðið 22. júlí sama ár eftirfarandi frétt um þetta mál frá prestastefnu, sem haldin var á Hóliun í HJaltadal: „Synodus lýsir því yfir, að hún telur ráðstöfun síðasta Alþingis ó Strandarkirkju brot á friðhelgi op- inberra sjóða og eignarrélti. Felur hún biskupi að gera það, sem í hans valdi stendur, til þess að lög nr. 50 1928 um Strandarkirkju og sand- græðslu í Strandarlandi komi ekki til framkvæma fyrr en þess hefur verið farið á leit við næsta Alþingi. að nema þau aftur úr gildi. Flutningsmaður þessarar tillögu var séra Ólafur Magnússon, Arnar- bæli“.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.