Alþýðuhelgin - 05.02.1949, Blaðsíða 4

Alþýðuhelgin - 05.02.1949, Blaðsíða 4
3G ALÞÝÐUHELGIN Rétt þótti, i tilefni af hinni skörulega ritgerð Guruilaugs Kristmundssonar. fyrrum sandgræðslustjóra, sem birt er liér að framan, að rekja í stuttu máli sögu Strandar í Selvogi og Strandarkirkju. Er í eftirfarandi frósögn cinkum stuðst við langa og stórfróðlega ritgerð í I. bindi ,,Blöndu“, er dr. Jón þjóð- skjalavörður Þorkelsson hefur samið. Aðrar heimildir eru cinkum Fornbréfa- safn, Alþingisbækur og Annálar. Strandarkirkja stendur nú ein og hnínin á sandinum. Er þess að vænta, að mannshöndin leggi grómögnum lífsins skjótlega það lið, sem til þarf, svo að hinu fornhelga guðshúsi verði bjargað frá glötun, og höfuðbólið Strönd í Selvogi megi endurrísa til nýrrar fremdar. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að engin kirkja eða önnur stofn- un á voru landi, hefur þótt verða svo vel við áheitum sem Strandarkirkja í Selvogi. Um langan aldur hafa menn snúið sér til hennar og þeirra góðu vætta, sem þar héldu vörð, ef þeir hafa átt í erfiðleikum eða þótt miklu skipta, að vel lyktaði málum, sem óvænlega horfðu. Er það að vísu naumast í annála skráð, þegar kirkj- an varð eigi við áheitum, en hitt höfðu menn fyrir satt, að svo oft hafi um skipt eftir áheitin, að undrun sætti. Og þótt nú sé eitthvað úr áheit- um þessum og átrúnaði dregið, svo sem að líkum lætur á þeirri vantrúar. og ótrúaröld, sem vér lifum, þá verður því með engum rétti neitað, að trúin á mögn Strandarkirkju er séstæður þáttur í íslenzkri menningarsögu, sem ástæðulaust er að falli í gleymsku og dá. Hér verður því stiklað á nokkr- um atriðum í sögu Strandar og Strandarkirkju, en fljótt yfir sögu farið,. því efnið er drjúgum meira en svo, að því verði gerð rækileg slcil í litlu blaði. ÁHEITIÐ FYRSTA. Ekki er vitað með vissu, hvenær kirkja var fyrst sett á Strönd í Sel- vogi, og greinir þar sagnir á. Grím- ur skáld Thomsen orti kvæði sitt um Strandarkirkju eftir fornri sögn um það, að Gissur hvíti gerði það heit í sjávarháska, að hann skyldi þar gera kirkju, sem hann næði heill landi, og er sagt, að hann tæki land á Strönd. Grímur kveður: Grunnur þótt sé gljúpur og laus, get ég til hún standi, guð sér sjálfur kirkju kaus kringda mararsandi. Útsynningar öflug reip um liana úr sandi' flétta, eigi‘ er hætta' að guðs úr greip gangi húsið þetta. — Eftir þessari sögn ætti að liafa verið kirkja á Strönd frá fyrstu kristni hér á landi. En sú er önnur sögn, og henni fylgir síra Jón Vest- mann í kvæði sínu um Strandarkirkju, að kirkjan hafi fyrst verið sett á Strönd í tíð Árna biskups Þorláks- sonar (1269—1298). Árni hét maður. Hann komst í haísnauð og gerði það heit í sjávarháskanum, að reisa þar kirkju, er liann næði landi. Tók hann land á Strönd, og lét síöan reisa þar kirkju með fulltingi Árna biskups Þor- lákssonar. Ein er sú sögn, að Árni sá, er heitið gerði, hafi enginn annar verið en Árni biskup (Staða-Árni) sjálfur, og það fylgir þeirri sögn, að þegar skip biskups var lcomið úr sævolkinu inn í Selvogssjó, hafi þeir af skipinu séð hvítklæddan mann standa við sjó niðri og benda þeim til hafnar, og þar náðu þeir landi. Þetta var engill, og heitir þar síðan Engilsvík, fyrir neðan Strandarkirkju. Sögursögnin um það, að kirkja hafi í öndverðu verið sett á Strönd fyrir áheit einhvers í hafsvolki er ekki ósennileg. Strandarsund, sem er suð- ur og austur af kirkjunni, liefur sjálf- sagt frá ómunatíð, allt þar til það tók að fylla af sandi á síðari öldum, ver- ið einhver öruggasta lending fyrir öllu Suðurlandi. Segja kunnugir menn, að enn sé oft kyrrt á Strand- arsundi, þó að allur Selvogssjór sé í einni veltu. Er það gamalt mál, að aldrei berist skipi á á Strandarsundi ef lag er vel valið og rétt stýrt. ELZTU HEIMILDIR. Frá hinum fyrstu öldum eru nú fá- ar frásagnir um Selvoginn. Þess er getið, að Þórir haustmyrkur nam þar land. Hann bjó í Hlíð. Síðan finnst Selvogs naumast getið fyrr en í Sturl- ungu. Þar er frá því sagt árið 1220, að Sunnlendingar gerðu „spott mikið að kvæðum þeim“, er Snorri Sturlu- son hafði ort um Skúla jarl og hefðu snúið þeim afleiðis. Segir þá, að „Þóroddur í Selvogi keypti geldingi að manni“, að hann kvæði flimvísu um Snorra. Elzti máldagi Strandar- kirkju, sem nú þekkist, er talinn vera frá hér um bil 1275, dögum Árna biskups Þorlákssonar. Er kirkjan þá þegar orðin auðug að rekum, svo að hún hefur naumast verið alveg ný- reist. Strönd í Selvogi var um langan aldur stórbýli og höfðingjasetur. Þar bjó um aldamótin 1300 Erlendur lög- maður sterki Ólafsson (d. 1312), og siðan afkomendur hans. Var jörðin eitt helzta höfuðból sömu liöfðingja- ættarinnar í 400 ár, allt frá því fyrir og um 1300 og fram undir 1700. Var þar bæði sjógagn mikið og landkost- ir góðir. Synir Erlends lögmanns voru Haukur lögmaður, er bjó á Strönd um skeið, og Jón Erlendsson á Ferjubakka. Haukur fór síðar al- farinn til Noregs og gerðist þar Gula- þingslögmaður. Verður hér eigi unnt að telja upp alla þá höfðingja, er á Strönd sátu, né gera grein fyrir þeim. Þar mun um skeið hafa búið ívar Vig- fússon Hólmur, er hirðstjóri var á árunum 1352—1371, og síðar Vigfús ívarsson Hólmur, sonur hans, hirð- stjóri um aldamótin 1400. ERLENDUR Á STRÖND. Einhver mikilhæfasti og umsvifa- mesti höfðingi, sem búið hefur á Strönd, var Erlendur Þorvarðsson lög- manns Erlendssonar og Margrétar Jónsdóttur, systur Stefáns biskups í Skálholti. Erlendur Þorvarðsson varð lögmaður sunnan og austan á íslandi 1521. Hafa miklar sagnir gengið um það, hve stórfelldur haíi verið bú- skapur lians á Strönd, bæði til lands og sjávar. Var hann talinn ófyrirleit- inn, en annars vitsmunamaður mikill- Hann átti í deilum miklum við Egg- ert hirðstjóra Hannesson, og tókst

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.