Alþýðuhelgin - 05.02.1949, Blaðsíða 5

Alþýðuhelgin - 05.02.1949, Blaðsíða 5
• ALÞÝÐUHELGIN 37 Eggert að svifa hann embætti og eign- um um skeið, en með þrautseigju og dugnaði komst Erlendur aftur yfir eignir sínar allar og bjó eftir það á Strönd til dauðadags, 1575, og þar er hann grafinn. Er Erlendur stór- gerðasti maðurinn, sem þar hefur bú- ið, ofstopamaður og þó vitmaður mik- ill, harður óvinum sínum og barði fast á útlendingum, þégar svo bar undir. Meðan stórhöfðingjar bjuggu á Strönd og sveitin var í blóma, mun bar jafnan hafa verið einbýli. En eft- ir lát Erlends lögmanns mun jafnan hafa verið þar fleiri en einn ábú- andi. kirkjan, áheitin OG SAND- POKIÐ. Um Strandarkirkju sjálfa og áheit til hennar eru frásagnir nokkuð slitr- óttar á hinum fyrri öldum. Þó má sjá, að áheit á kirkjuna' hafa tíðkazt ^ujög snemma. Er það tekið fram í Vilchinsmáldaga 1397, að Halla Jóns- dóttir hafi gefið lcirkjunni „tvö hundruð og fimm aura fyrir skreiðar- tíund, sérdeilis fyrir heitfiska, svo uiargir sem þeir verða“. Af yngri heimildum, sérstaklega frá 18. öld, er auðsætt, að mikill átrúnaður hefur þá Verið á kirkjunni. Elzta lýsing á Strandarkirkju, sem er til, er frá dögum Odds biskups Einarssonar, eftir að kirkjan hafði Verið byggð upp 1624. Er sú lýsing svona: >>Kirkjan nýsmíðuð: fimm bitar á lQfti, að auk stafnbitanna, kórinn al- hiljaður, lasinn prédikunarstóll; öll óþiljuð undir bitana, bæði í kórnum °S framkirkjunni, einninn fyrir alt- arinu, utan bjórþilið, og ofan á öllum kórnum er sagt sé blýlengja hvoru- ^egin og ein ofan yfir mæninum, iika svo á framkirkjunni“. 1 visitaziu Brynjólfs biskups Sveinssonar 6. ágúst 1642, er sagt, að Þessi kirkja sé „byggð fyrir 18 árum, síö stafgólf að lengd, með súð, þiljuð bak og fyrir“. Stóð þessi kirkja fram 111 1670, því í visitazíu Brynjólfs biskups það ár er kirkjan sögð ný- byggð. Þar er svo fyrir mælt, að það Samla blý „skuli ganga kirkjunni til hlífðar, hvað annars liggur liér al- deilis ónýtt.“ í vísitazíu þessari er bess í fyrsta sinn getið, að land sé tskið að blása upp á Strönd, og er "tdsagt sóknarmönnum að halda vel uppi kirkjugarði, eftir skyldu sinni, eftir því, sem saman kemur, að kirkj- an verjist fyrir sandfoki. Eftir að jörð tók að blása upp í Selvogi um 1670, má sjá að jarðar- spjöllin hafa gengið þar mjög ört fram, einkum yfir Strandarland. Á árabilinu 1677—1680 voru sjö ábú- endur á Strönd, en 1681 eru þeir ekki orðnir nema fimm. En 1696, 15 árum seinna, leggst Strönd sjálf, þetta gamla stórbýli, algerlega í eyði og byggð tekur þar af. Er svo sagt um Strönd í jarðabók Árna Magnússon. ar og Páls Vídalíns 1706: „Fyinr 10 árum í auðn komin heimajörðin sjálf“, en Sigurðarhús, forn hjáleiga frá Strönd, er þá komin í staðinn, og metin 21 hundrað að dýrleika; hokra þá tveir menn á hjáleigunni. Árið 1735 er þar einn ábúandi, en 1762 er þar engin ábúð og allt í eyði. En allt stóð kþ-kjan á Strönd þetta af sér og sat ein eftir á sandinurn. Um „gamla blýið“, sem fylgdi kirkj- unni, fer biskup þeim orðum í vísir tazíu 29. ágúst 1679, að hentugast sé að kaupa fyrir það silfurkaleik. Er þá eftir af blýinu „ 1 vætt og nær hálfur fjórðungur11. í vísitazíu sinni 19. ágúst 1703 skipar Jón biskup Vídalín að byggja upp kirkjuna, sem komin sé að falli. Sýnist kirkjan þá hafa verið endur- byggð í fimm eða sex stafgólfum, en eigi mun sú bygging hafa verið traust eða vönduð. Árið 1730 er sagt, að kirkjan leki og fjúki inn um þak. ið á vetrardag. Haustið 1735 er kirkj- an enn byggð upp, samkvæmt fyrir- slcipun hins röggsama og ágæta bisk- ups, Jóns Árnasonar. Vorið eftir visiterar hann kirkjuna og lýsir henni á þessa leið: „Kirkjan er uppbyggð á næstliðnu hausti, mestan part af nýjum og sterkum viðum, svo hún er nú bæði að veggjum væn og vel standandi; að því leyti betur á sig komin en hún hefur noklcurn tíma áður verið, að svo er um hana búið að utanverðu, að sandurinn gengur ekki inn í hana; hennar grundvöllur hefur og so verið mikið hækkaður, að hún verst langtum betur en áður fyrir sandinum að utanverðu“. Skömmu siðar keypti Jón biskup Árnason sjálfur Strond í Selvogi, og átti hana síðan til dauðadags. Með gjafabréfi 15. júlí 1749 gerði Guðrún Einarsdóttir, ekkja Jóns biskups Strönd „að ævinlegu beneficio“ Sei- vogsprestum til uppheldis, og jörð- in „reiknast nú, þó í eyði sé, vegna síns víttluftuga haglendis, relcavonar, eggvérs, veiðiskapar og annara herleg- heita 20 hundruð.“ Tveim árum síðar, 8. júní 1751,- visiterar Ólafur biskup Gíslason Strandarkirlcju; er þar þá sama kirkj- an, sem byggð var 1735. Segir biskup hana stæðilega að veggjum, en hins vegar sé „súðin og grindin víða fúin.“ Síðan bætir biskup við: „Húsið stend- ur hér á eyðisandi, svo hér er mikið bágt að fremja guðsþjónustugerð í stormum og stórviðrum; er því mikið nauðsynlegt, liún sé flutt á annan lientugri stað“. FLUTNINGSTILRAUNIR ENDA . MEÐ ÓSKÖPUM. Árið 1749 afhenti sira Þórður Ei- ríksson, sem þá liafði lengi verið prestur .Solvogsmanna, prestakall og kirkju í hendur uirgum presti, síra Einari Jónssyni, sem . fengið hafði • veitingu fyrir Selvogsþingum og sat í Vogsósum, eins og Selvogsprestar höfðu þá l.engi gert. Síra Einar var ekki lengi að hugsa sig um að nota sér fyrrgreind orð biskups, og vildi nota tækifærið til að koma kirkjunni heim til sín að Vogsósum. Ritar hann sumarið 1749 bæði Pingel amtmanni og Ólafi biskupi átakanlega lýsingu á kirkjunni og kirkjustaðnum, og til- lögu um að flytja kirkjuna. Er bréf prestsins einkennilegt og lýsir hispurs- laust óstandi kirkjunnar og „óhentug- leikum“, frá hans sjónarmiði. Fer það hér á eftir: „Hér með innfellur mín nauðsynja- full umkvörtun út af skaðlegu ásig- komulagi Strendurkirkju í Selvogi, og þar af rísandi margföldum óhentug- leikum, sem eftir fylgir: Hún stendur fjarlægt bæjum á eyðisandi undir einu timburþaki, hvar sandur, sem í stórviðrum fýkur að kirkjunni úr öll- um áttum, engu minna þreytir og for- djarfar bik kirkjunnar, viði og veggi, en vatnsógangur, því það fer dag- vaxandi, sérdeilis á vetrartíma í snjó- fjúkum, að sandfannirnar leggjast upp ó veggina því nær miðja. Súð kirkjunnar verður ei heldur svo vel troðin með sillum og gættum, þó oft- lega gert sé, að sandurinn rífi það elcki burt aftur; fýkur hann svo inn í kirkjuna og feygir stafina að neðan og jafnvel súðina að innan, svo ég

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.