Alþýðuhelgin - 19.02.1949, Blaðsíða 1

Alþýðuhelgin - 19.02.1949, Blaðsíða 1
7. tbl. Laugardagtu- 19. febrúar 1949 1. árg. YilhjáJmur S, Vilhjálmsson: Þegar bifreiðin kom í fyrsla sinn VILHJ. S. VILHJÁLMSSON send ,r frá sér þriðju skáldsögu sína inn skanuns. Er efni hennar sótt á sóinu slóðir og tvær fyrri skáídsögur bans og fylgir líkri þróun. Þessi nýja skáldsaga hcitir „KVIKA“. Nokkrar sómu persónur eru í þessari sögu og v°ru í „Brimar við Bölklett" og ■>Króköldu“, en auk þess nýjar. Hefur Vilhjálmur látið svo uin mælt við »Alþýðuhelgina“, að í þessari bók sé Sorð tilraun til að lýsa vissri þróun í félagsmálefnum, atvinnuháttum og framförum. Það var uppliaflega ætl. 11,1 Vilhjálms að skrifa þrjár skáld- sógur um þetta efni, en þær vcrða fjórar, og bíður hin f jórða í handriti. '— Kafli sá úr „KVIKU“, sem liér kirtist, er fyrsti kafli sögunnar. I. „Nú er að því komið að við fs. lendingar fáum að kynnast einni af furðulegustu uppfyndingum nú- tímans, hinum svokallaða sjálf. renningi eða hreyfilvagni eða bíl, eins og hann er nefndur á erlend- um málum. Vagn þessi var upp. götvaður vestur í Ameríku fyrir nokkrum áratugum, en var þá mjög ófullkominn. Síðan hafa ver. ið gerðar á honum margs t konar endurbætur og eykst notkun hans stöðugt í öðrum löndum. Einn eða tveir svona vagnar, en þó ófull. komnir mjög, hafa komið til Keykjavíkur áður, en ekki hefur koma þeirra þó orðið til þess að nienn teldu rétt að afla þeirra. Nú, fyrir nokkrum mánuðum, kom einn svona bifvagn alla leið vestan úr Ameríku, og hefur hann vakið geysilega athygli í Reykjavík. Vagn þessi fer eftir vegunum á fjórum hjólum; og gengur hann fyrir mótor, sem drifinn er með bensíni, og er mótorinn framan í honum. Einn maður stjórnar vagn- inum og situr sá við kringlótt stýr. ishjól, en alls mun hann bera fjóra menn. Fréttir, sem hingað hafa borizt síðustu daga, segja að ráð- gert sé, að þessi vagn fari hingað í reynsluför einhvern tíma í þess. ari viku, en færð ræður, svo og hvort mikið er um ferðalög sveita- manna með vcgna og hesta á leið. inni, en þessir bifvagnar eru taldir hættulegir fælnum hestum. Mönn- um mun leika mikil forvitni á því að kynnast þessu undratæki mannsandans, og má segja, að fiS Skerjafjarðar. clckert sé manninum ómáltugt. — En blaðið vill biðja fólk að fara mjög varlega, þegar bifvagninn kemur, því að liann g'etur ekki numið staðar nema á löngu færi. Er ráðlegast fyrir fólk að standa eHki á götunni sjálfri, heldur fyr. ir innan grjótagarðana. Fífldirfska borgar sig aldrei, og ef menn verða fyrir þessu undratæki, er ..víst, að þeir slasast hroðalega. Nolckrar deilur hafa verið í blöð- um syðra um, hvaða nafn þessir vagnar skuli hljóta á íslenzku. Höllumst við að þeirri skoðun, að þetta séu réttnefndar bifreiðar. Bíll er Ijótt nafn, og auk þess sletta úr erlsndu máli. Síðar mun þetta blað ræða um þá þýðingu, sem bifreiðarnar geta haft fyrir hið stóra og strjálbýla land okk. ar. .. .“ Þegar ,,Klukkan“ kom út á sunnu. dagsmorgni, seint í ágúst, og flutti þessa grein, varð uppi fótur og fit í Skerjafirði. Fæstir höfðu heyrt bif- reið nefnda. Yfirleitt þekkti fólk ekki aðrar vélar en vélarnar í bátunum, og það átti því bágt með að gera sér grein fyrir því, hvernig það gæti átt sér stað, að vagn, sem bæri fjóra menn, gæti runnið eftir veginum með mótorkrafti. Ekki gat hann ver- ið drifinn með skrúfu. Nú voru búðirnar, bæði Kaupfé. 7*} nýrri skáldsögu.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.