Alþýðuhelgin - 19.02.1949, Blaðsíða 2

Alþýðuhelgin - 19.02.1949, Blaðsíða 2
50 ALÞÝÐUHELGIN lagið og holan hans Sæmundar, lok. aðar, svo að ekki var hægt að safnast þar saman til þess að ræða málið. Hins vegar röltu menn niður í sjó. garðshlið um tíuleytið og stóðu þar við hjallana. Og þar hittust þeir um þetta leyti, Áki kengur og Toggi í Fold. Áki yar með blaðið í hendinni, þegar Toggi kom austan með grjót- görðunum til hans að hjallinum. „Hefurðu heyrt um þessa bifreið?“ spurði Áki. En Toggi hafði ekki séð blaðið og hristi því höfuðið. ,.Bifreið, seg'irðu. Hvað er það?“ ,,Ja, sjáðu. Það stendur allt hérna í blaðinu. Það er cins konar vagn; sem gengur ekki fyrir neinu nema sjálfum sér. Það er hægt að fcrðast í honum. Hann kemur hingað einhvern tíma núna í vikunni, og manni er ráðlagt að koma ekki of nálægt honúm.“' Áki dró „Klukkuna“ upp úr vasa sínum, fletti blaðinu og bcnti Togga á greinina ó öftustu síðu. Toggi Jiékk upp við hjallinn, studdi hann, með annarri öxlinni og las, cn við og við Jiurrkaði hann tóbaksdropa af néfinu mcð handarbakinu. Þcgar hann hafði lesið greinina, leit hann út á sjóinn og sagði: „Þctta er nú ein apdskotans blaða. lygin. Ég hcí séð blöð að sunnan, en aldrei lesið þar ncitt um svona lagað. Við bíðum, þangað til þetta kemur hingað, ef það kcmur þá nokkurn tíma. Hvernig ætti það til dæmis að komast yfir brúna?“ ,,Nú, ekki síður cn yfir Vegina, ekki er brúin ósléttari.“ „Nci, cn þetta hlýtur að drífast með skrúfu, spöðum eða þesS háttar eins og mótorbátarnir, annars kcmst það ekki áfram.“ ,,Það er nú alveg ómögulegt, því að þá myndu allir vegirnir eyðileggj. ast, rifna upp og verða ófærir fyrir vagnana að fara aftur sömu leið. Ef þsir gerðú þetta, þó 'mundi lands- stjórnin banna þá alveg.“ Þetta voru víst gildar röksemdir. Toggi tvísté nokkra stund, reis frá hjallinum og hvimaði augunum til Áka. „Nú, en hvernig er það þá? Ef þetta brúkar ekki spaða, hvernig fer það þá áfram? Það er nefnilega það, sem ég skil ekki.“ „Ja, ekki veit ég það heldur. En ég man það líka, að ekki skildum við fyrirfram, og jafnvcl ekki enn, hvern. ig í ósköpunum menn færu að því að tala gegnum vír margar dagleiðir — og þó gera þeir það eins og að drekka. Það er nú rnargt, sem maður ekki skilur. . . . Ertu í vinnu?“ „Ég, nei. Þú veizt, að ég er ekki hátt skrifaður hjá Kaupfélagsvald. inu. Ég er aldrei kallaður, þó að eitt- hvað sé að gera. Það eru bara alltaf sömu mennirnir kallaður. Er ekki líkt á komið með þig? Færð þú nokkurn tíma vinnu hjá þeim?“ . „Það er nú lítið um það. Ég fór beint til Sigurðar í haust, strax og það heyrðist, að hann ætlaði að fara að byggja sláturhúsið. Hann hlustaxii bara á mig þegjandi, sagði ckki orð, horfði bara á mig cins og hann cr vanur. Svo þagnaöi ég og beið cftir svari, og þegar ég hafði beðið góða stund, cn hann sat og skrifaði eitt. hvað í bók, spurði ég, livað ha'nn segði. Og hann svaraði: „Ég skal muna eftir því, að þú hafir talað við mig. Ég hef ckki tíma núna.“ Og ég fór við svo búið. Hann talaði aldrei við mig, Ég fór vestur eftir, þegar byrjað var, var þar svona að fiækjast fyrir þcim, en hanrt leit ekki einu sinni við mér, gekk bara fram hjá mér cins og ég væri ekki til. Það cr orðinn völlur á þcim manni. Ég heíd næstum því, að Kaupfélagsvaldið sé orðið voldugra en. Búðarvaldið varð nokkurn tíma. Þarna byggir hann og byggir. Sláturhúsið er risið upp við sjógarðinn, og nú'cr sagt, að hann ætli að fara að láta byggja geysistóra kartöflugeymslu við lilið. ina á j)ví. Það kvað eiga að grafa feikna djúpan kjallara undir hana.“ „Jamm. Og svo eru framkvæmdirn. ar í Fenjum. Þar er orðin breyting frá því, sem óður var. Hefurðu heyrt að Arngrímur gamli sé að fara til hans?“ „Nei, það hef ég ekki heyrt. En ég hef heyrt, að það sé heldur betur farið að kólna milli hjónanna í Fenjum. — Nú — og ef hún úthýsir honum al. veg, þá er von að hann sé þversnú. inn.“ Áki glottir. Toggi ætlaði að svara einhverju þegar hann kom auga á ungan mann, sem kom upp frá flæðarmálinu. Hann var grannur vexti, háleitur og eins og hann gcngi á tánum. Hann var berhöfðaður, fölleitur og bjartleitur. Hann stefndi til þeirra, þar sem þeir stóðu. „Nú, þarna kemur hann. Það cr bezt að spyrja kauða,“ sagði Áki kengur og vætti varirnar. Pilturinn gekk hratt upp gljúpan sandinn. Það var eins og fætur hans aðeins snertu hann, en sykkju ekki í hann. Hann blístraði lagstúf, og svo virtist sem hann tæki ekki eftir þcim Togga og Áka, þar sem þeir hímdu, því að hann liélt áfram.fram hjó þeim upp um sjógarðshliðið. „Hvaða asi er á þér, Geir?“ sagði Áka glaðklakkalega. „Það er naum. ast, að það er orðinn völlur á þér.“ Geir Geirsson sneri sér að þeim, horfði á þá spyrjandi stórum, blóum augum, strauk svo ljósan lokk af enninu og svaraði. „Ég gekk austur með,“ sagði hann lágt og hljómlaust, eins og hann að. eins væri að svara rödd, en ekki mönnum. Svo leit hann niður fyrir sig og sagði í sömu annarlegu tón. tegundinni: „Lognaldan er svo hlý og mjúk núna. Hún er svört við sand. inn, hvelfist að honum og hnígur ein og ein. . . . Hún er eins og silki. Það er hlýtt í flæðarmálinu. . . . Ég fór . . . ég fór úr sokkunum og óð í logn. öldunni." Áki glápti á hann með opinn munn. Toggi leit til hans hornauga og það voru hrukkur við augun. Svo litu þeir spyrjapdi hvor á annan, en pilt. urinn horfði beint út á sjóinn. Svo var eins og hann vaknaði af draumi, hann hnyklaði ofurlítið brúnirnar og greip í skyrtukraga sinn. Þá brostu þeir Áki og Toggi og Áki spýtti í grjótgarðinn við hlið sér. „Jæja, já. .. . Þú óðst í sjónum. Það •er nú gaman að vaða í sjónum, svona þegar gott er veður.“ „Já. og litlu, mjúku öldurnar vefa rósaflúr í sandinn, og það situr eftir þegar íellur út . . . en svo hverfur það með flóðinu ... cn það kpmur ailtaf aftur, cndurnýjast og skapast. Hafið þiö ekki séð það?“ „Rósaflúr, segirðu? Rósaflúr? Ég veit nú ekki einu sinni, hvað það er, drengur minn,“ svarar Áki og starir hissa á piltinn. Svo snýr hann sér að Togga. „Rósaflúr, scgir hann. Hvað á hann við?“ „Það vcit ég djöfulinn ekki. Þetta eru einhverjir órar á hausnum á þér, kunningi.“ „Nei,“ svarar pilturinn, réttir fram lófann. „Það eru rósir í sandinum og

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.