Alþýðuhelgin - 19.02.1949, Blaðsíða 3

Alþýðuhelgin - 19.02.1949, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUHELGIN 51 litlu öldurnar vefa þær . ..“ Sárs- aukablandinn svipur líður yfir andlit hans, sem þó víkur fyrir fjarrænu brosi um leið og hann segir: „Það er i'ósaflúr. Þið takið bara ekki eftir því . . Þeir horfa báðir á opinn lófa hans. Höndin er mjallhvít og mjúkleg. Þeir eru hikandi og óvissir. Það er eins og þeir heyri yfirnáttúrlegar tungur, mál, sem þeir skilji ekki og viti því ekki, hvaðan á þá stendur Veðrið. Pilturinn horfir á þá-eins og hann sé að leita að einhverju í svip heirra. En hann finnur það ekki, og t>á brsgður fyrir vonleysi í augun. um, og þau verða döpur. Hann snýr sér hægt frá þeim — og gengur nið. urlútur upp traðirnar. Toggi og Áki snúa sér líka við, Sægjast fyrir hornið á hjallinum. Efrivararskeggið lafir slyttislega yf’r munninn á Togga, en stór munnur Áka stendur galopinn og svartar tennurnar koma í ljós. Svo líta þeir hissa hvor á annan. „Hvað er eiginlega að drengnum’ Hann talar tómt óráð,“ segir Áki, „ég hef aldrei heyrt svona tal.“ „Iss. Þetta eru bara einhverjar tikt- úrur í strákskömminni. Hann þykist víst vera orðinn svona fínn, siðan hann varð innanbúðar í kramvör. unni.“ ,,Jæja,“ segir Áki. „Það varð lítið úr því, að við rektum úr honum garnirnar. . . . Ekki er öll vitleysan eins.“ Svo rölta þeir sinn í hvora áttina, Toggi austur bakkana, Áki vestur með, rytjulegir menn, axlirnar sign. ar og ávalar, rassinn síður, hendurnar djúpt í buxnavösunum. Það var heitt og brakandi þurrkur daginn sem bifreiðin kom. Undan. farna daga hafði oft verið horft upp á veg og skyggnst eftir því, hvort ekki sæist svart ferlíki koma á Heygifsrð eftir veginum. Bifreiðin átti ekki að vera neitt augnagróm, því að reykurinn upp úr henni hlaut að sjást langar leiðir, og svo var ekki ólíklegt, að rykský sæist aftan undan henni. En fólk varð að bíða. Ef til vill myndi líka fréttast gegnum sím. ann, hvenær von væri á henni. Og svo barst fregnin út með leift- urhraða á fimmtudagsmorguninn. Hifr.aiðin hafði lagt af stað eld. snemma um morguninn. Það gat ver. ið von á henni upp úr hádeginu, ef allt gengi að óskum. Annars mátti alveg gera ráð fyrir því, að eitthvað kæmi fyrir, sem seinkaði ferðinni eða bindi jafnvel alveg enda á hana. Þetta var fífldjarft ferðalag. Fvrst var nú það, að leiðin var ákaflega löng, í öðru lagi var fjallið ekkert lamb að leika sér við, í þriðja lagi var fjallshlíðin snarbrött og vegur- inn hlykkjóttur, svo að mikið vafa. mál var, hvort stýrimaðurinn gæti sveigt allar beygjurnar. Það væri að minnsta kosti ekki neinn leikur að þræða inn sundið, ef það væri eins hlykkjótt og fjallshlíðin. Og svo £ f jórða lagi voru þó nokkrar ár á leið. inni, og þó að þær væru að vísu ekki djúpar, myndi það samt ekki ganga vel fyrir þennan landkrabba að kom- ast yfir þær. Já, það var hægur vandi að Leggja af stað, en að komast alla leið. Það var annað mál. . .. Það var sagt, að einhverjir höfðingjar væru með í bifreiðinni, en hverjir þeir væru, vissi enginn. Það var líka sama, hverjir þeir væru. Aðalatriðið var að fá að kynnast þessu undra. tæki, fá að sjá það renna um götuna, sem nýlega var búið að bera í, — fá að finna lyktina af því. . .. Geir Geirsson stóð við austur. gluggann rétt eftir hádegið og horfði til fjallanna inni í blámóðunni. f dag var jökullinn hreinn og fagur. Það var hiti úti og það gufaði upp af jörðinni. Hann sá yfir láglendið, og það var eins og bæirnir dönsuðu í miðjum hlíðum fjallanna, stigu upp af jörðinni og syntu eins og skrítin skip í blátæru loftinu. Og þegar hann leit austur til hafsins, sá hann eyjarnar svífa yfir sjónum. Geir vætti varirnar í sífellu, studdi báð- um lófum á rúðuna og starði á þessar sýnir. Það var þögul hvild og kyrrð í svip hans. Hann lifði í þessum myndum, drakk angan þeirra og nærðist af henni; hann svalg af þess. um fagra bikar, og veig hans gaf honum þrungna nautn. Svo leit hann til vinstri, lét augun flögra eftir veginum og hnyklaði brúnirnar. Þarna var eitthvað á hreyfingu rétt hjá Hraunkoti, færðist löturhægt eftir veginum, staðnæmd. ist við og við og hvarf þá, en kom svo aftur í ljós. Geir fylgdi þessu eft. ir með augunum. Þetta var víst mað- ur, ferðamaður einhvers staðar iir nágrenninu. Nú hvarf hann bak við húsin austast í þorpinu. ... Einhver ferðamaður á leið í Kaupfélagið, — gangandi ferðamaður. Hann gat ekki komið langt að fyrst hann var gang. andi. .. . Svo leit hann aftur upp eftir veg. inum, og þarna sá hann allt í einu eitthvaff, sem vakti athygli hans. Hann tyllti sér á tá, andlitið varð fullt af athygli. Þetta var rykský, sem barst hratt yfir, eða öllu heldur myndaðist stöðugt á veginum en hjaðnaði svo og tættist vestur yfir mýrina. Hvað var þetta? Rykskýið barst óðfluga nær þorpinu. Hann fylgdi því með athygli. Nú var það við vegamótin. Og allt í einu mynd- aðist í því sterkur geisli, sem kastað. ist langar leiðir. Geisli eins og sást stundum þegar sólin skein glaðast á glugga bæjanna uppi undir fjallinu. Og nú sá hann, hvað þetta var. Svart ferlíki kom á brunandi ferð niður í þorpið. Hann beið ekki boðanna, lyfti hleranum og hentist niður stigann. Þegar hann kom niður í eldhúsið, stóð móðir hans þar við borðið. „Bifreiðin er að koma, mamma. Ætlarðu ekki að sjá hana? Hún er á mikill ferð og er hulin ryki“. Hann beið ekki eftir svari, en hentist út. En liánn hafði ekki verið fyrstur til að sjá til þessa furðulega tækis, sém nú sást í fyrsta sinn í þessu þorpi við sjöinn. Fólk hafði þust út úr kot. unum. Það stóð nú fyrir innan garð- ana í hópum eins langt og hann sá, bæði austur og vestur, og allir höll. uðu sér í austur til þess að koma sem fyrst auga á undrið. Gatan var alveg auð, ekki nokkur maður sjáanlegur á henni alla leiðina. Það var mikil eftirvænting á andlitum fólksins, og það vissi eiginlega ekkert, hvað það ætti' að gera af höndunum á sér. Geir kom auga á Skarpa, þar sem hann stóð, stór og herðabreiður, með húfu á höfði og liallaði sér fram á grjótgarðinn. „Bífréiðin er að koma. Ég fygldist með henni langa leið, sá hana þó eig. inlega ekki fyrr en við vegamótin. en ég fylgdist með rykskýinu, sem hún þeytti upp fyrir sig. Ég sá hana fyrst þegar sólin glampaði á hana. Það var stór og fallegur geisli, margbrotinn geisli, sem hreyfðist og stefndi hing- að niður í þorpið.“ „Várlá er hún búin til úr gleri,“ sagði Skarpi hirðuleysislega. „Ekki

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.