Alþýðuhelgin - 19.02.1949, Blaðsíða 6

Alþýðuhelgin - 19.02.1949, Blaðsíða 6
54 ALÞÝÐUHELGIN Araba hofðu farið sigurför allt til Svartahafsstranda. Konstantinópel hefði fyrr eða síðar orðið að gefast upp fyrir hinum Múhameðsku umsát- ursherjum, þegár hungrið hefði farið að sverfa að, og gríska ríkið allt fall. ið í hendur Araba. Þá hefði Aröbum ekki orðið erfitt um vik að leggja undir sig Dónárlöndin og breiða ríki sitt þaðan til Austur.Evrópu. •Ekkert af hinum vesölu smáríkjum norðan gríska keisaradæmisins hefði getað veitt Aröbum verulega mót- spyrnu. Múhameðstrú hefði þá breiðzt út um alla Suðaustur.Evrópu og Austur.Evrópu í stað hinnar grísku katólsku. Hálfmáninn mundi ljóma í musterum Belgrad, Budapest, Bukarest og Moskvu enn í dag, í stað gríska krossins. Sú merlcilega tæknilega uppgötv- un, sem geröi það fært að búa til gríska eldinn og nota hann, hafði heimssögulega þýðingu, meir en menn almennt gera sér í hugarlund. Gríska keisarcdæmið stóð enn í rúm- ar 7 aldir með allri sinni merkilegu borgamenningu, þar varðveittist liinn grísk.rómverski, klasaiski arfur, sem síðan varð heiminum svo dýrmætur. Þó gríska lceistaradæmið stæði í tæknilegu og menningárlegu tilliti ofar öllum öðrum ríkjum, var hern- aðarmáttur þess ekki meiri en það, að það gat aðeins varið landamæri sín eftir 700, en ekki fært þau út. Grikkland, Makcdónía, Þrakía og meginhluti Litlu.Asíu voru einu lönd. in, sem að staðaldri lutu Grikkjakeis- ara. En lengi vel gátu keisararnir hald. ið þessum löndum. Hinir norrænu víkingar véittu þeim margar atlögur á 10. öld, en biðu ávallt ósigur. Frægust er viðureignin við væringjana i Sæ. sviðarsundi 941, þegar gríski cldui'- inn gereyddi flota þeirra. Síðar urðu væringjarnir að láta sér lynda að ganga á mála hjá keisaranúm í Kon. stantinóþel, sem þeir kölluðu konung. inn í Miklagarði. Miklar voru þær sögur, sem fóru af MiklagajjjSsríkinu, auðlegð þess, slcrauti og menningu, bæði á Norðurlöndum, suðuriicimi og í Austurálfu, og allsstaðar stóð mönn- um ógn af því kynjatundri, sem kall. aðist gríski eldurinn. Múhameðstrú. armenn töldu djöfulinn hafa fundið upp gríska eldinn, til hjálpar hinum vantrúuðu. Þó reyndu þeir að búa til grískan eid, án árangurs. Hinir grísku vísindamenn í Kon- stantinopel, eða réttara sagt, örfáir útvaldir menn í hópi þeirra, varð. veittu leyndarmálið kynslóð ettir kynslóð. Nú er enginn, sem veit hvern. ig gríski eldurinn var búinn til, en margt bendir á, að hér hafi* verið um efnablöndu að ræða, sem í var stein- olía, asfalt og mörg fleiri efni. Það voru til margar tegundir af gríska eldinum; samkvæmt gömlum grískum ritum voru sumar svo stei'kar, að þær gátu unnið bæði á steini og stáli. Einkennilegt er það, að gríski eldur. inn var öflugastur þegar lionum var beitt á sjó cða vatni. Það virðist svo, sem hér hafi verið að verki efna. blanda, sem var eldfimust ef hún snerti vatn eða kom í nánd við vatn. Á hvern hátt Grikkir gátu sent þessi eidskeyti til arabisku skipanna, oft töluvert langar leiðir, er öllum hulin ráðgáta. En í frásögnum væringjanna er talað um það, að Grikkir hafi kast- að smátúþum í skip þeirra eða jafn. vel yfir á þau, þegar þeir börðust í návígi, og af þessum túbum hafði myndazt óslökkvandi eldur, sem að- eins sakaði skip væringjanna svo þau brunnu til agna, en sakaði ekki grísku skipin hið minnsta. Þetta bend- ir á, að Grikkir hafi þekkt mjög sterkar og tryggar varnir gegn þessu eldvopni. Það' er líka sagt í grískum ritum og ítlöskum, að hægt sé að vei'jast gríska eldinum með því að smyrja skipin edikblöndu, vín. smurningi o. fl. Árið 1204 náðu ítalskir krossfarar og franskir, sem þá voru staddir sem gestir í Konstantinópel, borginni og þar með gríska keisaradæminu, á sitt vald. Þeir gerðu þetta með til- styrk grískra uppreisnarmanna á svo skyndilegan hátt og óvæntan, að litl. ujn vörnum varð við komið. Þeir misstu gríska keisaradæmið aftur 60 órum síðar, en það lamaðist svo við þetta, að það var aldrei annað en skuggi af sjálfu sér upp frá því. Tvrk ir höfðu á 13. öld náð svó mikilli fótfcstu í Litlu.Asíu, að þeir bægðu Byzansmönnum að mestu á burt þaðan. Um rniðja 14. öld fóru þeir yfir á Balkanskagann og lögðu hann smám saman allan undir sig. 1453 tóku þeir Konstantinópel. Þá var púðrið og byssúrnar komin til sög. unnar fyrir löngu, en gríski eldurinn, eða að minnsta kosti hinar kröftug- ustu tegundir lians, gleymdar að mestu. í lok Miðalda var svo komið, að enginn vissi framar hvernig átt1 að búa til gríska eldinn. Aðeins minningar um hann voru eftir. HaN1 hafði kulnao út með hinni deyjand1 menningu grísk.býzantíska ríkisins- FYRSTA BIFREIÐIN . . . Frh. af 52. síðu. engin áhrif á hann. Það er eins o& með brimhljóðið: maður veit ekkd't af því, heyrir það í raun og vei'11 ekki, nema maður hlusti sérstakleg'3 eftir því.“ ,,Já, það er bara niður fyrir eyr' unum á manni.“ Geir verður hugsi og segir: „Þessi bifreið .. . hún . . . hún er merkileg. Hún styttir allar leiðir- Hún getur breytt öllu. Hún getur búið til ný þorp og tæmt önnur. . . . Hun getur búið til ný lífskjör fyrir fóHc; já, búið tíl nýtt fólk. . . . Bifreið g*fi kannske flutt vörur . . . þotið xnc® þær milli staðanna. . . . Hún getx,r gert vagninn og vagnhestinn óþai'f3, . . . Mér finnst einhvern veginn eillS og að allt hafi bneytzt hérna í da£' Þetta hljóð í bifreiðinni liggur í l°fi' inu. Það er vélahljóð. Þú manst geff; ið í mótorbátunum, hvað það breyff| miklu, já, bara hljóðið eitt breyff| svo miklu. . . . Ég veit ekki, en • • • „Mótorbátarnir breyttu nú bar3 því, að það var hægt að sækja lengra. Þetta er eitthvað rugl í þér me ( hljóðið. Liggur í loftinu, svo sem. • • En það er eins og Geir Geirsse0 eigi eitthvað ei'fitt með að sl<ýra þetta. Hann verður gremjulegur svipinn, eins og hann kenni til unda11 einhverju. Hann bandar með hen ' inni, reynir að túlka með sveiflunnl eitthvað, sem hann á ekki orð yffr- „Það er uxxdarlegt. Það skilur eng- inn nema sumt, svona það, sem er beint fyrir augunum, anda hlutann8’ líf steinanna, sjávarins, loftsins’ jarðarinnar — allt, það skiljið Þ1, ekki. Og þó er það ái’eiðanlegn ] okkur öllum. Guðni í Skuld skífcfl þetta, eini maðurinn. Það er undnr' legt, en ég finn þetta . . . það er stundum sárt að finna þetta . . Svo þagnar hann, strandar, bi-únaþungur og myrkur á svipirirl' Skarpi segir síðan, fullorðinsl,eCur] næstum roskinn og þó aðeins 17 alf' „Eigum við ekki að fara vestui' ur og líta á stykkið? Ég hef nú ekkj mikla trú á svona hóstandi lijólatík- á ef

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.