Alþýðuhelgin - 19.02.1949, Blaðsíða 8

Alþýðuhelgin - 19.02.1949, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUHELGIN 56 Rhodes og: Kipling. Cecil Rhodes, hinn kunni Breti sem Rhodesia cr við kennd, var allra manna svefnstyggastur. Þegar hann ferðaðist í járnbrautalestum að næt. urlagi, forðaðisl hann efri hvílur svefnvagnanna eins og heitan eldinn, því að þar festi hann naumast blund. Þetta vissi vinur hans, skáldið Rudyard Kipling, mjög vel. Nótt eina ferðuðust þeii; saman í járnbraut. arlest frá Höfðaborg, og bauðst Kipling til að útvega þeim rúmin. Lestin var full af farþegum og aðeins einn klefi eftir, með efri og neðri þyílu. Kipling tók neðri hvíluna sjálfur, en lét Khodes haiia hina efri. Rhodes kvartaði, en Kipling hristi bara höfuðið og gaf ekki þumlung cftir. Rhodes varð því að láta við svo búið standa, en hugsaði vini sínum þegjandi þörfina, fyrir að fara svona að ráði sínu. Lögðust svo báðir til náða. Sofnaði Kipling strax og svaf ■eins og rotaður selur, en Rhodes kom ekki dúr á auga. Um miðja nótt stöðvaðist lestin og heyrir Rhodes, að þjónn er að tala við nýkomna konu. Segir þjóninn, að engar hvílur séu fáanlegar, og verði frúin að gera sér að góðu að sitja uppi það, sem eftirB^^' Vestur.íslendingar í Mountain í Norður.Dakota reisa um þessar mund>r veglegt elliheimili. íslenzka kirkjufélagið þar vestra hefur haft forgöhS11 um mál þetta, en margir aðrir aðilar hafa lagt því lið. Myndin hér að ofa1’ sýnir þann atburð, er einn af frumbyggjum ,,Garðar“-byggðar, Gamafie Þorleifsson, leggur hornsteininn að þessu myndarlega stórhýsi. lifði nætur. Rhodes gægðist út. Konan Hfttc,. var að sjá vel miðaldra. „Fyrirgefið, frú“, mælti hann. Ég get smáske orðið yður til aðstoðar. Ég heiti Cecil Rhodes”. Konan hneigði sig. Allir þekktu þetta nafn. ,,í hvílunni fyrir neðan mig sefur sjö ára gamall bróðursonur minn“, mælti hann ennfremur. „Hann er lít- ill, en hvílan er breið, og ef yður er ekki á móti skapi að sofa hjá litlum dreng, þá er mér sönn ánægja að geta gert þetta fyrir yður.“ Konan þakkaði greiðann með mörg. um fögrum orðum. „Ekkert að þakka, frú. Ýtið bara drengnum ofar í hvíluna, og þér munuð hafa nóg pláss“. Rhodes beið átekta. Hann heyrði konuna afklæðast. Síðan voru rekkju- tjöldin dregin sundur og kona skeið upp í hvíluna. Tjöldin voru dregin fyrir aftur. Svo heyrðist þrusk og raddir. „Nei, hvert í þreifandi . . .“ „Vertu rólegur, drengur minn. og færðu þig svolítið ofar. Hann föður- bróðir þinn segir . . . “ Hér endar sagan.— _ ❖ ■ Þegar skáldsaga Björnstjerne Björnsons, „Á guðs vegum“, í íslenzkri þýðingu Bjarna frá Vogi, var uppeld í Reykjavík, fékk einn bóksalinn þar skeyti frá umboðsmanni sínum úti á landi, er óskaði þess, að sér yrðu send tafarlaust nokkur eintök. Bók- salinn sendi aftur um hæl eftirfarandi símskeyti: „Enginn á guðs vegum eftir í Reykjavik. Reynið Akureyri“. við þjófa og önnur illmenni, lét Þi°n inn leita hátt og lágt, í fataskápn'J’11’ undir rúminu og alstaðar, ef s^e kynni að einhver leyndist þar. ÞeS3 hann hætti leitinni, spurði hún: — Eruð þér nú vissir um, að engin maður sé í herberginu? j — Já, hárviss. En ef þér viljið. = ég sent mann upp til yðar! Þessí saga gerðist á vínbannsári'1' um í Ameríku. Breti nokkur var á ferð í ^e.. York og fór til klæðskera að fá se föt efiir máli. — Hvernig eiga rassvasarnir vera? spurði klæðskerinn. Bara vanalegir, svaraði Bretinn Miðaldra kona, taugaveikluð nokk. uð, var einhverju sinni á ferð erlend- is og gisti á stóru hóteli. Þjónn fylgdi henni upp í herbergi hennar, sem var allstórt og búið myndarlegum hús. gögnum. Konan, sem var dauðhrædd Réí — Þér verðið að taka ákvörðun höfum við þrjár stærðir, pela. mer*^ og pottstærðir! Ritstjóri: Stefán Pjetn

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.