Alþýðuhelgin - 26.02.1949, Blaðsíða 2

Alþýðuhelgin - 26.02.1949, Blaðsíða 2
58 ALÞÝÐUHELGIN Strindbergs speglist allar stefnur og hreyfingar, sem gengu yfir Evrópu í meira en þrjátíu ár. Þessi furðulegi maður berst æviniega fyrir hugsjón- um sínum og boðar þær í ritum, og má þar sjá nálega öll tilbrigði: Frá blóðrauðum sósíalisma yfir í ofur. menniskenningar Nietzsche, frá á- kafri friðarboðun til prússneskrar herdýrkunar, frá fullkomnu trúleysi til ofsatrúar, — og öll stig þar á milli. Strindberg var alla æ\ú hinn leit. andi maður. I-Iann var fljótur að merkja vcðrabrigði nýs tírna og tólc oft opnum örmum stefnum og straum. um, án þess aö gefa sér tóm til að kanna það til botns. Og jafnskjótt fleygði hann sér út í baráttuna, með öllum mætti eldsálar sinnar. En þar kom fyrr cn varði, að hin nýja stefna, sem hann hélt ef til vill í fyrstu, að leyst gæti öll mannleg vandamál (minna dugði ekki!), varð honum of þröng, reyndist fjötur um fót. Og þá kom afturkaslið. Uppgjörið varð því heiftarlegra og stórfelldara, sem trúin á fyrri stefnu hafði verið meiri og vonirnar glæstari, sem við hana voru bundnar. Þessi ofsa. fengnu og snöggu umskipti ein- kenndu eigi aðeins hugsanalíf Strind. bergs, lieldur engu síður tilfinninga- lífið. Fegurstu bók sína, „Hemsö. borna“, fulla af lifsgleði og yndis- þokka, ritaði hann nálega á sama tíma og „En dáres försvarstal“, hina ægilcgu iýsingu á fyrsta lijónabandi Strindbergs. Kómantíski ævintýra. leikurinn „Svanhvít“ er ritaður næst á eftir „Dauðadansinum“, og þannig mætti lengi telja. Meðal bóka þeirra, sem Strindberg skrifaði erlendis, eru smásagnasöfnin Giftas I—II. Fyrir smásögu eina í fyrra bindinu var höfundur ákærður fyrir guðlast, en dómstólarnir sýkn. uðu hann. Árið 1896 kom Strindberg heim til Svíþjóðar og dvaldist þar alla stund síðan. Árið 1907 var stofnað í Stokkhólmi sérstakt Strindbergs. leikhús, „Intima teatern“, er tók fyrst og frcmst' leikrit hans til sýningar. Fyrir þetta leikhús ritaði hann leikrit allt fram að banadægri. Strindberg lézt árið 1912, 53 ára að aldri. Eins og að líkum lætur, stóð ó- hemju mikill styrr um Strindberg, meðan hann iifði. Eftir dauða sinn hefur hann náð heimsfrægð og haft áhrif á rithöfunda margra landa. Hann fékkst við allar greinar skáld. skapar, en mestur er hann sem leik. fitaskáld. Beztu og stórbrotnustu leikrit hans kanna undirdjúp manns. sálarinnar af fullkomnu miskunnar. leysi. Enn í dag hafa rit Strindbergs ótrúlega mikið áhrifamagn, vekja ýmist aðdáun eða andúð. Þar má enn finna æðaslátt lífsns. Þeir, sem í til- efni afmælisins vilja kynnast ein. hverju af hinu sannasta og bezta, sem Strindberg ritaði, ættu að lesa hinar yndislsgu sögur af fiskimönn. um í sænska skerjagarðinum, „Hem. söborna“ og ,,Skarkarlslif.“ Skíðaríma hin nýja. M a n s ö n g u r . Vetrartíðin tignarfríð töfrar lýð til fjalla. Renna skíði hátt í hlíð á hvítum víði mjalla. Upp er hiti, ógnarslit, atað svita holdið. A tindi glit með töfralit, tífalt stritið goldið. Iivert sem eygir óraleið undravegir mjalla. Yfir sveigist hvelfing heið hvítum teigi fjalla. Aftur niður ægiskrið, yfir sviðið flogið, beitt á snið og brugðið við, beygt hjá riði og smogið. Sveinn og mær af æsku ör yndi kærast fanga. Stælir blærinn styrk og fjör strýkur snær um vanga. Sólin rauða sendir glóð silki-mjalla breiðum. - Ekki er snauð sú unga þjóð, sem unir á fjalla heiðum. Svb. Sigurjónsson. Gr ýlukvœ ði G r í m s e y i n g a . Eftir síra Björn Halldórsson í Laufási. Bóndinn á bænum er farinn í kaup- staðarferð til lands á skipi sínu; kon. an situr heima undir syni sínum og kvtður: 1. Einatt hef ég horft í land. Hrædd er ég um skipið, að það sigli upp í sand, eða hreppi meira grand og reki sig á Hjaltalín með hripið. 2. Heyrt hef ég, að Hjaltalín hafi börnin gripið, hrúgað þeim í hripin sín. Hljóðaðu ekki, gæzkan mín! því annars kemur Hjaltalín með hripið. 3. Hafið veður Hjaltalín, hann á ekkert skipið. Blessuð litlu börnin mín bera vill hann beim til sín. Æ, slæmur er hann Hjaltalín með hripið. 4. Hér skalt þú ei Hjaltalín hjá mér neitt fá gripið. Blessuð litlu börnin mín berðu aldrei heim til þín. Og vertu á burtu Hjaltalín með hripið. 5. Farðu að sofa Mangi minn. Á morgun kemur skipið. Færir þér hann faðir þinn fíkjurnar og sykurinn. En aldrei kemur Hjaltalín með hripið. Því nær hvert mannsbarn á land- inu kann síðasta stef þessara listilegu gamanvísna, en hin munu almennt fallin í gleymsku og eiga þó skilið að varðveitast. Hjaltalín er Jón Hjalta. lín landlæknir. Ekki er ljóst, hvert verið hefur tilefni þessa kveðskapar, ■en geta má þess til, að sneitt sé að undirtektum Hjaltalíns undir eitt- hvert málefni Grímseyinga, annað- hvort á alþingi eða í blaðagrein. Er nokkur lesenda svo fróður, að hann kunni frá því að greina með sannind- um?

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.