Alþýðuhelgin - 26.02.1949, Blaðsíða 4

Alþýðuhelgin - 26.02.1949, Blaðsíða 4
GO ALÞÝÐUHELGIN — Sleppi ég lifandi úr þessari klípu, þá má djöfullinn eiga .. . Selurinn setti nokkra harða hnykki á kænuna, og formælingin dó á vör- um Vestmanns, því að hann mátti gera svo vel og innbyrða árina og þrífa austurtrogið. Þegar austrinum var lokið, stakk hann árinni út aftur, og kænan fór strax betur í sjó, rétt eins og hann hefði í rauninni stjórn á henni. En nú voru stjörnurnar horfnar, og það skiptist á hryðjur og éljagangur, svo að von bráðar greindi Vestmann ekki öxina framar, og honum fannst hann umluktur gráu þokuþykkni, hvert sem litið var. Og áfram var haldið, áfram, en áttin virtist breyti. leg, því að nú skullu bylgjurnar á kænuna miðja, og það var engu líkara en vindstaðan væri enn smám saman að breytast. Nú varð hann hræddur! Og meðan hann hamaðist við að ausa kænuna á ný, varð honum hugsað til konu sinnar, bús og barna, og því næst til eilífðarinnar, sem var það eina vissa. Það rifjaðist upp fyrir honum, að hann hafði ekki sótt kirkju — ja, í hvað mörg ár, hann mundi það ekki, en áreiðanlega hafði hann ekki látið sjá sig þar síðan kóleruárið — og að hann hafði ekki verið til altaris — nú rakst ísjaki á hlésíðu kænunnar, Drottinn minn dýri! Ég armur og vesall syndari! Hann hafði gleymt öllu því litla, sem hann forðum kunni . . . Faðir vor, þú, sem ert á himnum . . . verði þinn vilji svo á himni . . . engin heil brú í neinu, ekki einu sinni faðirvorinu! Hann hafði velkt þarna óratíma. Það lét víst nærri, að hann væri kominn út undir Álandseyjar, því að margar vorú klukkustundirnar orðn. ar, og naumast var á byrinn bætandi; en ef hann lenti í rekísnum, þá hlaut hann að hrekjast alla leið til Gotlands, ef ekki inn í Finnlandsflóa! En auð- vitað yrði hann löngu króknaður áð. ur en þangað kæmi. Hann kraup niður í skutinn til að Leita skjóls fyrir nöprum storminum, og þegar hann var kominn á knén, kunni hann faðirvorið reiprennandi, og það þuldi hann að minnsta kosti tuttugu sinnum, og í hvert skipti, sem kom að ameninu, gerði hann skoru í súðina með vasahnífnum sín- um. Og þegar hann heyrði rödd sjólfs sín, varð honum liughægra, því að þetta ,var þó eins og hann væri að tala við einhvern og einhver væri að tala við hann, og bæn- arlesturinn varð til þess, að liann sá fyrir sér mikinn mannfjölda saman kominn í kirkjunni, og fólkið stóð þarna andspænis honum, en luiggun þess var blandin ósökun. Þarna sá hann Gellingana, en þeim hafðl hann verið með við að há smíðakolunum úr strandaða brigg. skipinu á dögunum. Slíkt braut reynd- ar í bága við bókstaf laganna, en þó var nú víst hægt að réttlæta það; þar kom hann með það; nú*kippti selurinn snöggt og hart í línuna. Jesús Kristur, Guð minn almáttugur, sleppi ég lifandi úr þessum háska, þá heiti ég því, við nafn Guðs og allra heil. agra, að gefa kirkjunni nýjan kerta- hjálm með sjö stjökum úr skíru silfri — það er arfurinn banianna eins og hann leggur sig — skíru silfri — Drottinn blessi oss og varðveiti oss, Drottinn upplyfti sínu augliti yfir oss og sé oss náðugur .. . Gegnum mistrið sást bjarmi, beint framundan, stór en daufur eins og af hliðarljóskeri. — Þetta er Hangeyjarvitinn á Ný. lenduströndinni! hugsaði Vestmann með sér. — Bezt gæti ég trúað því, að ég hefði verlð að hrekjast þetta í tólf klukkutíma, mér var orðið næst að halda, að þetta ætlaði aldrei að taka enda! Nú kenndi kænan grunns aftur og snarstanzaði, svo að Vestmann skall fram yfir sig ofan á þóftuna, og síðan sat allt fast. — Hvað ætli sé nú á að gizka langt héðan að vitanum? Tíu — fimmtán kílómetrar? Og nú voru honum allar bjargir bannaðar! Þetta tók út yfir allt, sem ó undan var gengið, því að kænunni ætlaði að hvolfa, ef hann hrærði legg eða lið. Vestmann sat, þar sem hann var kominn, og hann beið þess með ó- þreyju, að sólin kæmi upp og dagur rynni í austri. Honum var dauðkalt, og hann bað til Guðs hárri röddu og sór þess dýran eið, að hann skyldi gefa kirkjunni silfurhjálminn,- sem átti að mega kosta allt að því tvö hundruð ríkisdali. Hann átti að vera úr lögsilfri og stjakarnir sjö skyldu fagurLega útflúraðir og hjálmurinn hanga í skrautlegri f.esti, og þegar fólk sæi hann, myndu allir ljúka upp einum munni: — Þetta er áheitið frá honum Eiríki Vest. mann í Neðrabæ, sem Drottinn bjargaði úr bráðum háska átján hundruð fimmtíu og níu! . . • Miskunnsamur Guð bjargaði honuni á dásamlegan hátt, endurtók hann hvað eftir annað, svo að hann var að lokum fafinn að trúa þessu, og í stjórnlausri gleði yfir björgun siimi, þuldi hann upphafið á sólminum „Lofið vorn Drotlin, hinn líknsama föður á hæðum!“ Guð hafði bjargað honum, það var ekki um það að vill- ast fyrst hjálmurinn hékk þarna og fólkið sagði, myndi segja, það hafði ekkert sagt enn sem komið var — nú slokknaði á vitanum . .. Jesús Kristur, sem gekk á vatninu og lægði vind og sjó! Nú lægði öld- urnar, þær hafði reyndar lægt fyrir góðri stundu, því að það var orðið ládautt, og mátti slíkt þó kynlegt heita, þar eð þetta var fyrir opnu hafi og sjórinn eins og rjúkandi röst rétt áðan, já, í gærkvöldi, því að nú var liðið fram undir morgun, það hlaut að vera komið fast að dögun, honum var ískalt á fótunum, og sult- urinn ætlaði að gera út af við hann, en nú myndi hann fá lieitt kafí1 hvað úr hverju, bara að hafnsögu- báturinn færi nú að koma, liann hlaut að vera á leiðinni, því að með morgn- inum var von á skipi, sem hafð1 legið og látið reka úti á sundinu; en því í ósköpunum liöfðu þeir slökkt á vitanum einmitt núna, var kannsk1 kominn dagur, þó að ekki sæi til sól- ar, það hlaut svo að vera, ef rússneska stjórnin hafði þá ekki tekið upp á því að setja einhverjar sérreglur urn vitana hjá sér. Jú, ætli það væri, nu rifjaðist það einmitt upp fyrir honurn líkt og óljós draumur, Rússar höfðu sem sé annað almanak með gamla tímatalinu, það. var lóðið, gamla tíma- talinu, sem er þrettán dögum á undan eða eftir, það kom nú raunar í sama stað niður, því að þetta hlaut þó allf- af að gera tímamun, og það var líka svo, enda komu finnsku skipin ævm- lega klukkutíma seinna en skeytu'1 sögðu fyrir um, og þess vegna höfðu þeir slökkt á vitanum klukkutíma fyr- ir sólaruppkomu, sem samkvæmt þessu var eftir klukkutíma. Og nU var hann ekki í nelnum vafa um> hvers vegna lionum væri svona kalt> því að það er svo um flesta þessa gl§*‘ arbelgi, það bregzt varla að hlauP1 í þá hrollur undir morguninn; en

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.