Alþýðuhelgin - 05.03.1949, Blaðsíða 2

Alþýðuhelgin - 05.03.1949, Blaðsíða 2
66 ALÞÝÐUHELGIN arnir, ssm þangað fluttu, hafa sýni- lega metið bækur sínar svo mikils, að þeir hafa tekið þær með sér yfir hafið, þrátt fvrir fátækt og flutnings. erfiðleika, og varðveitt ákaflega vel. Hafa verið í Vesturheimi furðulega margar og góðar íslenzkatr bækur í ein- stakra manna eigu, en því miður var of seint hafizt handa um að forða þeim frá glötun og ná þeim hingað heim. Af eðlilegum ástæðum hafa afkomendur landnemanria í annan og þriðja lio liaft minni áhuga á bókun. um en ættfeður þeirra, þar eð margir þeirra kunna ekki íslenzka tungu, sízt til fullnustu. PAPPÍRSSÖFNUNIN MIKLA. í síðustu heimsstyrjöld fór fram mikil pappírssöfnun í Kanada, og mun þá hafa faxúð forgörðum mikið af gömlum, íslenzkum bókum. Bif- reiðar frá pappírssöfnun þessari fóru aö hverju liúsi í borgum og' heim á hvert býli til sveita og tóku á móti ölíuin þeim pappír, scm fólk vildi af hendi láta. R'æður að líkum, að margt íólk af íslciizkum ættum hefur þá gripið tækifærið og losað sig við ýmislcgt gamalt ,,bókadrasl“, sem það taldi litla eign í og aðeins til óþrifa. Glöggt dæmi um það, hverju fieygt var í þessari smölun, er eftirfarandi atvik. Gamall, íslenzkur bóndi, sem vit hafði á bókum, kom að einum pappírsvagninum og lcit af hendingu yfir kösina. Dró hann þar upp úr hrúgunni Klausturpóstinn allan, á. gætt cintak, og fékk orðalaust að skipía á honum fyrir tvo poka af dag- blöðum og umbúðarusli. Gangvcrð á Klausturpóstinum er nú 1500-—2000 kr., eftir gæðum eintaksins. Mjög lítið hafði vcrið um söfnun íslenzkra bóka í stærri stíl vestan hafs fram á heimsstyrjaldarárin 1039 —’45. Af þeim sökum, þar eð eftir. spurnin efíir sl'íkum bókum var því nær engin, gcrði yngri kynslóðin sér litla grein fyrir því, að hér var um fjárhagslegt verðmæti að ræða. Einu bókasafnarar vestra, sem verulega kvað að, mun.u hafa verið síra ,Rögn- valdur Pétursson, Hjörtur Þórðarson og Ragnar H. Ragnars. Auk þeirra hafði Halldór prófessor Hermannsson einnig safnað bókum í íslendinga. byggðum, er hann var að íylla í eyð- ur Fiskesafnsins. Þrátt íyrir það, hve mikið hefur vafalaust giatazt af íslénzkum bólr. um vestan hafs, hafa þó borizt þaðan hingað heim undanfarin ár margar bækur, sem mikill fengur var að. SAFNENDUR BÓKA. Allt fram undir síðustu aldamót var meginstofn fornra bóka íslenzltra í sveitum landsins. Eftir að einstakir menn, einkum í Reykjavík og öðrum kaupstöðum, hófu bókasöfnun í stór. um stíl, hefur verið höggvið mikið skarð í bókaeign þessa úti um sveitir. Bókasöfnun er eigi óáþelck veiði- mennsku, enda af engu minna kappi rekin. Renndu bókaveiðimenn færi sínu víða um land og drógu í söfn sín það af fágætum bókum, hvaðanæva úr byggðum, sem til fréttist og falar voru. Akv'æðamestir bókasafnarar eftir síðustu aldamót munu hafa verið Benedikt S. Þórarinsson kaupmaður, Kri$tján Kristjánsson fornbóksali og Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður Dalamanna. Safn Bencdikts var, svo sem kunnugt er, gefið Háskóla ís. lands, safn Kristjáns selt Harvardhá- slcóla í Bandaríkjunum, en Þorsteinn sýslumaður á sitt safn ennþá og eyk. ur það stöðugt. Margir aðrir komu sér síðar upp merkum, og ágætum söfnum, þar á meðal Sigurður pró- fesscr Nordal, Þorvaldur verzlunar- maður Guðmundsson, Davíð skáld Stefánsson, Þorsteinn M. Jónsson bóksali, Bogi Ólafsson yfirkennari og Helgi Tryggvason bókbindari. Er hinn síðastnefndi einkum lcunnur fyrir blaðasöfnun sína. Á síðustu cinum til tveimur ára- tugum hafa fjölmargir dugandi bóka. safnarar bætzt í hópinn, sumir hafið alhliða bókasöfnun, en aðrir bundið sig við einstaka flokka bóka, svo sem Ijóðmæli, rímur, leikrit, riddarasög- ur, innlendar skáldsögur o. fl. Af þessum síðari ára „verkamönnum í víngarðinum" mun Gunnar Hall verzlunarstjóri vera langsamlega at. kvæðamcstur. Hefur hann á rösklega tíu árum komið sér upp mjög stóru og afar merkilegu safni íslenzkra bóka, cg eru nú talin áhöld um hvor eigi meira og verðmætara safn, hann eða Þorsteinn Dalasýslumaður, sem fram að þessu hefur verið „konungur safnaranna". Þorsteinn á allra ein- staklingá mest safn guðsorðabóka, en Gunnar mest rímnasafn og auk þess vafalítið stærst saín fornnorrænna bókmennta, sem til er í eins manns eingu hér á landi og þótt víðar væri lcitáð. Bókasafn Gunnars Hall er ekki aðeins stærsta eða annað stærsta einkabókasafn hér á landi heldur eru þar einnig valin eintölc bóka, vandað og smekklegt band og umgengni öll til fyrirmyndar. Þó að Gunnars Hall hafi hér verið sérstaklega getið, þar eð segja má að hann beri höfuð og herðar yfir alla, sem fengizt hafa við bókasöfnun síð. ustu árin, lxafa margir aðrir Reykvílc- ingar komið sér upp góðum og mikl. um bókasöfnum. Ástæðan til þess, að fleiri nöfn eru eigi nefnd hér, er einkum sú, að erfitt er að gera upp á milli manna, þar eð um svo marga góða safnara er að ræða. Af bókasöfnurum utan Reykjavík- ur. auk þeirra, sem fyrr hafa verið nefndir, mun einkum mega nefna þrjá mjpg ötula safnara: Síra Einar Stur. laugsson á Patreksfirði, sira Helga Konráðsson á Sauðárkróki og Friðjón bæjarfógeta Skai'phéðinsson á Akur- eyri. Einnig er sérstök ástæða til að geta Einars Guðmundssonar á Reyð. ai-firði, sem á gott safn bóka, en einn- ig stórt og msrkilegt handritasafn. FORNBÓKSALA OG OKUR. Þess hefur gætt nokkuð, að sumir hafa litið fornbóksala óhýru auga og talið þá hálfgerða okrara, sem keyptu á lágu verði bækur af fáfróðum al. múga og seldu aftur fyrir stórfé. Þessi skoðun mu'n að verulegu leyti stafa af vanþekkingu almennings á verðgildi gamalla bóka. Sumir eru haldnir þeirri meinloku, að halda að allar gamlar bækur hljóti. að vera mjög verðmiklar. Kunnugir vita, að svo þarf ekki alltaf að vera. Ýmsar bækur frá 19. öld, einkum þær, sem prentaðar voru í stórum upplögum eða gefnar út hvað eftir annað, eru í sáralitlu verði. Eitt eftirminnilegasta dæmi, sem ég man eftir í þessu sam- bandi, er um konu nokkra, sem kom til mín með hugvekjur Péturs bisk. ups og spurði, hvað ég vildi gefa fyrir bókina. Bauð ég henni þrjár krónur. Konan varð æf við, lét falla mörg orð og stór um ósvífni fornbóksala og fullyrti, að bókamaður hefði sagt sér, að þessi bók væri áreiðanlega hundr- að króna virði. Svo vel vildi til, að ég átti þrjú eintök af þessari afar al- gengu og lítt eftirspurðu bók. Brá ég grsitt við, greip eintökin út úr hill- unni.og bauö konunni að kaupa þau

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.