Alþýðuhelgin - 05.03.1949, Blaðsíða 5

Alþýðuhelgin - 05.03.1949, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUHELGIN 69 Sveinn Sturlaunsson á Kleifum Sturlaugur hét bóndi Hann bjó á f'remri-Brekku í Saurbæ í Dalasýslu. ^aðir hans var Pétur Sturluson á Éremri-Brekku, en móðir Guðbjörg Ösmundardóttir frá Bæ í Iírútafirði °gmundssonar Bjarnasonar. Sturlaug- Ur Pétursson átti Jóhönnu, Ólafsdótt. Ur Arnbjörnssonar í Frakkanesi á Skarðströnd. Bróðir Jóhönnu, sam- feðra, var Gunnlaugur, faðir Ólafs í Svefneyjum, föður Eggerts vísilög. manns. Börn1 Sturlaugs og Jóhönnu voru Sigríður, Margrét, Ólafur, tvær Guðrúnar og Sveinn. — Sturlaugur varð ekki gamall. Eftir dauða Sturlaugs fór Jólianna s°m ráðskona til Brynjólfs, göfugs og aiiðugs manns í Fagradal, með Svein s°n sinn, sem þá var á barnsaldri. Hann var fæddur X728- Hann ólst til íullorðins ára upp í Fagradal, og þótti snemma afbragð jafnaldra sinna, bæði til munns og handa. Hann var manna karlmannlegastur og fríður sýnum, með hærri mönnum og mjög þrekinn °S burðalegur; mikilleitur, ennimikill, nefstór, bláeygður, rauður í kinnum, mar*na hárprúðastur á yngri árum, uri varð nokkuð sköllóttur á efri ^rum. Hárið var bleikt og féll í lokk- u*n. Fríðleik þótti hann hafa af móð. Ur sinni, sem var kvenna fríðust og skörulegust; en að karlmennsku og afli hktist hann í föðurætt; í henni Voru margir kraftamenp. — Sveinn Var manna hagastur bæði á tré og lurn, 0g var svo að orði um hann kveðið, að allt léki í höndum hans, s°m hann tæki á. Ilann hafði skarpar salargáfifr, næmi, greind, minni, og Sa jafnan fljótt hvernig i hverju máli a> °g var hann því oft á fullorðins og °fri árum sóttur að ráðum, ekki ein- Ur>gis af bændum, lieldur jafnvel af r°ldri mönnum, og þótti hann bæði °lnlægur og ráðhollur, og var hann UVj manna vinsælastur. Þegar hann var fullþroskaður, gift- hann efnilegri stúlku, Ragnheiði ■Ejarnadóttur, og reisti bú í Bessa, fun.gu í Saurbæ. Ekki varð lionum Uarna auðið með Rangheiði, og dó hún °ftir tveggja ára sambúð við hann. ®3ó hann svo eitt ár sem ekkill í ^ssatungu, en síðan giftist hann Guðrúnu, laundóttur hins merka manns Ólafs Björnssonar í Hvítadal. Þótti liún þá einn beztur kvenkostur í þeirri sveit. Þau bjuggu skamma stund í Bessatungu, og íluttust þaðan að Efri-Brunná, þaðan fluttust þau að Þambárvöllum í Bitru og bjuggu þar 6 ár, þaðan að Kleifum í Gilsfirði og brjuggu þar 31 ár, og þar dó hann skömmu eftir aldamót 1800, og hafði þá lifað full 72 ár. Eftir síra Svein Níelsson. Sveini og Guðrúnu varð 14 barna auðið. Af þeim náðu sjö fullorðins aldri — —: 1. Ragnheiður bónda- kona í Barmi í Guíudalssveit, varð áttræð. 2 'Þórður, orðlagður orlcu. maður, dó hjá foreldrum sínum 36 ára af líkþrá; sá eini sinna ættmanna, er þann kvilla hefur fengið. 3. Sigurður, bjó lengi í Bæ í Króksfirði, en sein- ast í Guðlaugsvik, og dó þar sextugur. 4. Níels, fæddur 1763; giftist 1799 Sesselju Jónsdóttur frá Barmi Guð. mundssonar. Hann tók vlð jörðunni 1810, 47 úra að aldri. Hann átti 8 börn —: a. Jón bóndi á Grænanesi í Steingrímsfirði; b. Sveinn, f. 1801*, lærði skólalærdóm, varð seinast á Staðastað prestur, prófastur og ridd- ari af dbr. Hann á 5 börn á lífi: Jón Aðalstein, Sigríði, Elísabet Guðnýju, Hallgrím og Svein; c. Guðrún: f. Rebekka, dóu báðar fyrir innan tvít- ugt; g. Daði, f. 29. júlí 1809, varð nafnkenndur gáfu. og fræðimaður, almennt kallaður Dkði fróði, dó úti í kafaldsbyl 8. des. 1856. Eftir hann liggja mörg fróðleg ritverk; h. Karí- tas, giftist og átti börn 5. (barn Sveins var) Guðrún, dó á áttræðisaldri; 6. Sigriður, gift kona á Snartartungu; 7. Ólafur bóndi í Gautsdal í Geii-adal. Þó Sveinn Sturlaugsson hefði mikla ómegð að annast, og byggi mest allan búskap sinn í mikilli þjóðbraut, því tveir þjóðvegir liggja frá og að Kleif. um — og á Kleifum væri ekki greiði sparaður, bjó liann jafnan vel og börn hans fengu mikinn þroska. — Sveinn *) Höfundur þessarar ævlsögu. var líka einstakur fyrirhyggju-, lag. virknis. og afkastamaður, og jafn- framt iðinn og hirðusamur, svo hann varði öllum þeim stundum, sem hoiv um urðu afgangs frá vanalegum bú. störfum, til að smíða. Minnst smíðaði hann tré, og var hann þó vel hagur á það, en járn, kopar, látún og silfur smíðaði hann iðulega, einkum á vetr. um; ullarvinnu tók hann aldrei sér í hönd. Sláttumaður var hann sann. kallaður svo mikill, að hann þótti ekki eiga sinn nóta. En svo var hann lagvirkur, að þótt hann væri hinn mesti afburðamaður að afli, brotnaði og slitnaði miklu minna í höndum hans en margra þeirra, sem ekki liöfðu fjórða part af afli hans. Hann var mjög bráðlyndur, en skamm. rækur; en þótt honum rynni mjög í skap, beitti hann aldrei afli sínu við nokkurn mann. Enda sýndi hann aldrei að óþörfu afl sitt, en það sáu menn, þegar á lá, að munaði meira um handtök hans en 4—5 óvalinna manna, og aldrei varð honum aflfátt. Hér skal minnast á fáein dæmi: Maður hét Brandur Skeggjason. Hann var mikill maður og mjög þrek- legur. Hann var svo sterkur, að hann var álitinn maki tveggja gildra , manna. — Ilann bjó í Litla-Holti í Saurbæ. — Hann varð geðveikur og geðveikin varð að æði. Þá bjó Sveinn., Sturlaugsson á Efri.Brunná. Þá var það einu sinni, að svo bráði af Brandi, að honum var lofað að fara í kirkju að Hvoli um messutímann. Prestur var í stól. En Brandur segir í því hann gengur inn kirkjugólfið: ,,Ég, Brandur Skeggjason, á að þjóna þessu húsi í dag“. Þá gegnir prestur: „Þegi þú, Satan“, og skipar undir eins að taka hann höndum og færa í bönd. Sex menn hlupu á Brand, en þeir gátu engu við hann ráðið; hopaði hann þá út úr kirkjunni og tók þá, sem á hann réðust, og fleygði þeim. Loks var Sveinn, sem var við kirkj. una, beðinn að hjálpa til að taka Brand. Hann var tregur til, en fór þó einn að Brandi, og þá kom Brand- ur engri vörn fyrir sig. Þegar Sveinn bjó á Þambárvöllum, fstóð bænahús í Guðlaugsvík. — Á sú, er Víkrá kallast, fellur á milli Skál- holts og Kolbeinsvígur; hún verður oft ófær í vorleysingum. Um einn vormessutíma, hafði Víkrá vaxið svo, að hún þótti lítt fær. Sveinn fylgdi þá Guðrúnu konu sinni yfir

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.