Alþýðuhelgin - 12.03.1949, Blaðsíða 4

Alþýðuhelgin - 12.03.1949, Blaðsíða 4
• i o .} f.Cl 3 §,11U j iJJSiti* 76 ALÞÝÐUHELGIN NLAUGUR OG SOLVEIG. Þorkell hét maður, er kallaður var hinn heimski. Hann bjó á Eirlksstöð- um á efra Jökulsdal. Vel var hann fjáreigndi. Því var hann kallaður Þorkell heimski, að hann þótti kyn- legur í mörgu og óorðvar. Hann var einn af afkomendum Þorsteins Jök- uls, sem bjó á Brú á Jökulsdal, óðals jörð sinni, þegar plágan mikla byrj aði árið 1402. Þegar hann frétti, að bráðasóttin gekk yfir land og aleyddi víða bæi, helzt í láglendum og fjöl- mennum héruðum, tók hann upp bú sitt frú Brú og flutti það allt á ,,Dyngju“ í Arnardal. Sá dalur er lengst vestur á Brúaröræfum nær Jökulsá á Fjöllum og var þá vel grasi vaxinn, nú er hann mjög blás- ínn; þó er þar enn góð beit fyrir ' hesta sumar og vetur, einkum á mel- grasi, og hafa þeir haldið þar holdum , og sumir gengið allan vetur úti. Þessi £ dalur liggur í hinni afar miklu land- eign Brúar. Svo er mælt, að Þor- steinn — sem síðan var kallaður jök- ull — þá er hann varð þess var, að ►. hinni bláu pestmóðu, sem fylgdi drepsóttinni, létti af byggðunum, £ hafi aftur flutt sig með íjölskyldu ** sína að Brú og búið þar til elli. f Þorkell heimski átti tvö börn, sem hér eru nefnd, Einar og Solveigu, og voru þá bæði íulltíða, er saga þessi gerðist. Var Solveig efnileg mær, fríð sýnum og sköruleg, og þótti beztur kvenkostur á Jökulsdal. Sigurður hét maður, er aðrir nefna Einar. Hann átti heima á Görðum, sem þá var afbýli, byggt úr heima- jörðinni Valþjófsstað í Fljótsdal. Sig- urður þótti efnilegur maður, og lagði hann hug á Solveigu Þorkelsdóttur og bað hennar. Ekki var það að henn- ar slcapi, en foreldrar hennar tóku ekki því bónorði fjarri, og taldi því Sigurður það víst, að hann mundi fá hennar. Árni hét bóndi, sem þá bjó á Þorvaldsstöðum í Skriðdal (Espólin segir hann hafi búið á Brú). Árni átti son, er Gunnlaugur hét. Hann var þá um tvítugt og karlmenni mik- ið að fjöri og afli, en óbilgjarn og áræðinn. Þá var það aldarsiður, að tilbúningur á fötum bændafólks var lítt vandaður og með litlu skarti, og voru bolföt karlmanna krækt en ekki hneppt; þóttu þeir menn oflótar, er brugðu af þeirri venju. Gunnlaugur Árnason hirti alls eigi urn það og gekk í blárri peysu silfurhnepptri; þeim fötum klæddust þá ekki nema einstakir menn, en hann.var af því kallaður ofláti. Gunnlaugur vildi ráðast burt frá foreldrum sínum, þangað sem hann fengi meira kaup, og þar eð Þorkell á Eiríksstöðum þurfti að fá sér vinnumann, því erfið þótti þar fjárgeymsla og hélzt honum illa á mönnum, þá réðist Gunnlaugur til þeirra starfa að Eiríksstöðum. SAGA FRA ATJANDU ÖLD. Brátt líkaði þar öllum vel við hann, en ekki leið á löngu, að menn tóku eftir því, að hugir þeirra Sol- veigar hneigðust saman, og gerðist liljóðbært um samdrátt þeirra, og kom svo, að Sigurður á Görðum frétti það, og lagði hann hatur á Gunnlaug. Ekki er þess getið, að Þorkell meinaði þeim Solveigu sam- vistir, en honum þótti Gunnlaugur berást of mikið ó og láta helzt til mikið af sér. Solveig Þorkelsdóttir átti á, sem henni þótti mjög væn; var hún svört, >en höfuðið hvítt, og kölluð Glókolla. Það bar við um haustið, nærri þeim tíma, sem fé var tekið til vetrar- geymslu, að Glókolla hvarf, >en fannst eftir mikla leit steindauð, og voru bein hennar brotin og brömluð. Sol- veigu þótti mikið fyrir um óna, því hún hafði haft á henni miklar mætur. Um þessar mundir lá Hrafnkelsdal- ur í eyði, og hafði Þorkell þar allt geldfé sitt framan af vetrum og lét fjármann sinn ganga þangað og telja íéð. Þá var það trú manna, að reimt væri í Hrafnkelsdal og hefðist óvætt- ur nokkur við í Holknárgili eða Urð- arteigsfjalli. Fyrir þessa og fleiri erf- iðleika voru allflestir ekki fúsir á að geyma þar fjár. Þegar er fjallgöngum var lokið þetta hið sama haust, byrj- aði Gunnlaugur að ganga til fjér Þor- « kels fram á Hrafnkelsdal og háttaði svo ferðum sínum, að hann kom ekki heim fyrr en seint á kvöldum, með því líka að langt var til að ganga. Aldrei vildi hann trúa því. eða lét sem hann tryði því ekki, að reimt væri þar í dalnum, og kvaðst hann mundi óhræddur fara þar ferða sinna fyrir því. Leið þannig fram á jólaföstu. Þá var það eitt kvöld, að Gunr,- laugur kom seint heim og var þá sprengmóður og litverpur í andliti, og sýndist mönnum hann mundi hræddur hafa orðið; en ekki vild* hann segja neitt af því, þótt hann væri spurður. Næsta dag fór liann til fjár eftir venju, en kom ekki heim það kvöld, og töluðu menn um það og þótti kyn* legt, en ekki lagði Þorkell neitt til þess. Um nóttina dreymdi Solveigd, að henni þótti Gunnlaugur koma á glugga uppi yfir sér, alblóðugur og illa útleikinn, og segja: „Illa var farið með Glókollu þína um daginn, en verr var nú farið með mig.“ Sol- veigu varð mjög bilt við og vaknaði, og kom hún því til leiðar, að þegar í dögun var farið af stað að leita Gunnlaugs. Gengu leitarmenn suður yfir Jökulsá og fram á Vaðbrekku- háls og eftir vesturbrúnHrafnkelsdals allt fram undir þar sem eru landa- merki Aðalbóls og Vaðbrekku; Þar rennur lítil þverá ofan af hálsinum, og er hún kölluð Skænudalsá. FundU leitarmenn að framanverðu við ána för eftir Gunnlaug og sáu, að hann hafði setzt niður á stein og tálga® spýtu. Gátu þeir séð af förum hans, að hann hafði brugðizt hart við af steinlnum og stokkið svo mikið ofan fjallshlíðina beint, að einskis mannS fótaför kváðust þeir séð hafa jafn mikil. Röktu þeir slóðina eftir hann og undarleg för, stór og kringlátt’ ofan á sléttu niður við HrafnkelS' dalsá. Þar hafði Gunnlaugur veit viðnám og orðið allhörð viðureign’ en svo hafði hann losnað og hlaup10 út dalinn, allt á mel nokkurn, sem er rétt framan við Skænudalsána' skammt þar frá sem hún fellur 1 Hrafnkelu. Þar hafði hann aftur tek- ið á móti, og hafði þar orðið elin liarðari viðureign, því grjóti var spyrnt upp úr melnum og sparklak- inn afarmikill. Þar lá stafur Gunn- laugs margbrotinn og hann sjálfur ' grúfu örendur og illa útleikinn, snu'

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.