Alþýðuhelgin - 12.03.1949, Blaðsíða 8

Alþýðuhelgin - 12.03.1949, Blaðsíða 8
80 ALÞÝÐUHELGIN Prestur nokkur var að tala á rnilli hjóna. Svo stóð á, að maðurinn haíði fram hjá konu sinni með vinnukonu cinni þar á bæ'num. Þctta gat konan ckki þolað og heimtaði skiinað. s Prestur lagði sig allan frám til að sætta hjónin, en konan var ákveðin mjög. Að lokum segir klerkur: Vertu nú ekki að crfa þetta við hann Jón þinn. Þetta geri ég og þetta gerum við allir!“ * -Ý -V — Guð hjálpi mér! Er ég nú farinn að ganga í svefni! * * * Björn sjómaður var að segja sögur, og í lok hverrar sögu sór hann og sárt við lagði, að hún væri dagsönri. Þegar hann hóf svo eina söguna enn, sagði hann: Nú skal ég segja ykkur cina sögu, og hún cr sönn. Sýslumaður riokkur á Austurlandi hafði eitt sinn vinnumann, sem Ólaf- ur hét, var hann verkmaður góður og að öllu leyti hið dyggasta hjú. Sá ljóður var þó á ráði hans, að hann drakk sig ævinlega fullan einu sinni á ári, óg það svo rösklega, að um munaði, enda framdi hann þá margt, oem í frásögur þótti færandi. Einu sinni týndist Ólafur og kom hvergi frairi þótt leitað væri. Var há hafin dauðaleit að honum, og tók sýslumaður sjálfur þátt í leitinni. Fann yfirvaldið þjón sinn niður í flæðarmáli, blindfullan. Lá hann þar upp í loft, og var farið að flæða undir hann. Sýslumanni varð þá að orði: — Iivað ert þú að gera hér, Ólaf- ur? — Ég er nú bara að spekúlera, svar- aði Ólafur. * :f Kölski fláer sauði. Einu sinni átti Sæmundur fróði sauði marga ótilgerða. Kallar hann þá á kölska og bað hann gera þá til og flýta sér, og lofar honum ærnU kaupi. En kölski vill ekki annað hafa en Sæmund sjálfan. Lofar Sæmundur því, ef hann geri svo vel til, að ekki yrði að fundið. Kölski tók nú til starfa og fló undramikið og vel, svo ekki varð að fundið, og varð hann nu hróðugur að leikslokum, og kvaðst nú eiga Sæmund. Sæmundur játti því. ef ekkert væri vangert. En er hann aðgætti innýflin, vantaði krossana 1 hjarta og lifur, og varð hann svo af kaupinu. (Lbs. 421, 8vo ) Stefán hét maður. Helga hét kona hans. Svo er sagt, að þá er hann leit- aði ráðahags við hana, hafði hann kallað hana á einmæli út fyrir bæj- arvegg, en ckki getað með nokkru móti komið upp bónorðinu og þagað í sífellu. Iielgu fór loks að leiðast þegjanda þóf þetta og sagði: „Nú, hvern skrattann viltu mér, Steíán? viltu eiga mig, eða hvað? Þá sagði hann: „Já, það var nú það, Helga mín“. Ljósmóðir nokkur var oft spurð, hvers kyns það barn hefði verið, er hún tók á móti. Svaraði hún aévin. lega á sömu lund. Þá er það var meybarn, sagði hún: Og það er nú ein af oss“, en væri það piltbarn: „Og alla liefur haim nú uggana, .himnaríkis unginn". * ;}c * Hreppstjóri nokkur, cr missl hafði konu sína, réði til sín ráðskonu. Brátt varð það almælt, að hann ætti vin- gott við hana. Nú varð það eitt sina, að gestur kom til ráðskonunnar, vin- kona hennar úr öðru héraði, og lét ráðskonan hana sofa í rúmi sínu, en bjó um sig annarssaðar. Hréppstjóri var á fcrðalagi er gestinn bar að garði, og kom ekki heim fyrr cn langt var liðið ,á nótt. Litlu síðnr vaknar konan við það, að hreppstjór. inn cr kominn íyrir framan hana í rúmið, fáklæddur, og farinn að láta vel að henni. Kunni liún því illa, studdi Jiöndum og fótum í þilið, en bakhluta i hreppstjóra, svo að hann féll fram úr rúminu og niður á gólf. Hreppstjóri sá nú, að ekki var allt mcð felldu, rís upp og segir: Fyvrverahdi þjóð- liöfðingjar. Hér sjást þeir Leopold fyrr- verandi Belg- íukonungur og hertogipn af Windsor, Bnetakonung- ur um skeið sællar minn- ingar, skemmta sér í golfleik. Tveir áhyggju- lausir fuglar!

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.